Reynir að skila 10 milljóna lóð

Eiður Smári Guðjohnsen og Ragnhildur Sveinsdóttir.
Eiður Smári Guðjohnsen og Ragnhildur Sveinsdóttir.

Fótboltamaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen og unnusta hans, Ragnhildur Sveinsdóttir, hafa óskað eftir því að fá að skila lóðinni í Hólmaþingi 7 í Kópavogi. Lóðin er á besta stað við Elliðaárvatn þar sem náttúrufegurð er mikil. Eiður Smári og Ragnhildur fengu úthlutað 2005 og samkvæmt reglum Kópavogsbæjar þurfa þeir sem fá úthlutaðar lóðir að hefja framkvæmdir innan tveggja ára frá úthlutun.

Heildarstærð lóðarinnar er 805,0 m² og er heildarlóðarmat tæpar 10 milljónir. Hjálmar Hjálmarsson, sem situr í bæjarráði Kópavogs, segir að þau muni fá að skila lóðinni.

„Það er engin hefð fyrir því að neita fólki um að skila lóðum,“ segir Hjálmar. Þegar hann er spurður hvort þau fái 10 milljónir fyrir lóðina segir hann að þau fái það verð sem lóðin er metin á plús verðbætur.

Hann segir að það megi svo deila um það hvort það sé eðlilegt að fólk fái sjö ára skilafrest á lóðum. Lóðaúthlutun Eiðs Smára og Ragnhildar rataði í fréttir á sínum tíma því frægðarfólk raðaði sér á úthlutunarlistann. Á listanum voru Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir, Örn Árnason, Ragnhildur Geirsdóttir, þáverandi forstjóri Flugleiða, Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafur Stefánsson handboltamaður, Kári Stefánsson og Dalla Ólafsdóttir Ragnars Grímssonar. Auk þess fékk faðir Eiðs Smára, Arnór Guðjohnsen, úthlutað í sama hverfi.

Gunnar Birgisson, þáverandi bæjarstjóri í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi.is þegar lóðunum var úthlutað að fræga fólkið yrði að búa einhvers staðar.

„Ég held að þeir sem fengu úthlutað séu allir ánægðir,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, þegar hann er spurður um þá gagnrýni sem fram hefur komið vegna lóðaúthlutunarinnar. „Það er ljóst að gátum ekki orðið við öllum umsóknum vegna þess hve þær voru margar. Við völdum eftir þeim reglum sem settar höfðu verið en höfðum það að leiðarljósi að veita ungu fólki forgang,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi.is.

„Frægt eða þekkt fólk verður einhvers staðar að búa. Það gekk ekki endilega fyrir enda er búið að hafna sumu af þessu fólki áður. Við reyndum að vera eins sanngjörn og hægt er,“ sagði Gunnar 2005. Nú er ljóst að flestir af þeim sem fengu úthlutað skiluðu lóðunum aftur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál