Gull, glansefni og stuð

Minotti hliðarborð fást í Módern.
Minotti hliðarborð fást í Módern.

Þetta er dálítið eins og líta í spegil nývaknaður. Í þessu ástandi er aðeins þrennt í stöðunni og það er að draga fyrir sólina og loka augunum fyrir staðreyndum, mála hjá sér eða gera allsherjartiltekt. Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að annar hver maður er að selja gamalt dót á Facebook eða í Kolaportinu.

Húsgagnahönnuðir leita aftur í tímann og eru greinileg áhrif frá sjötta áratugnum. Það er bara búið að pakka þeim inn í glanspakkningar. Gamli „seventís“ appelsínuguli verður tærari og í háglansandi áferð og jafnvel stundum út í bleikt. Það sem var úr bronsi hér á árum áður er nú krómað eða jafnvel með reyklituðu krómi og áklæðin eru með glansáferð, ull eða hör.

Og gullið er að koma aftur. Meira að segja Diamantini&Domeniconi sýnir nú Cucu-klukkuna í gullituðu. Ég hef reynt að halda gullinu svolítið á lofti á eigin heimili en sú herferð hefur aðallega gengið út á að færa eina gullpallíettupúðann á heimilinu á milli herbergja þannig að það virki svolítið eins og maður eigi þá í tugatali. Og svo hefur gengið ágætlega að innleiða bleika litinn á heimilið án þess að karlarnir, sem með búa með mér, geri miklar athugasemdir. Ég hef vanið mig á það að framkvæma inni á heimilinu án þess að vera að ræða það eitthvað sérstaklega. Á dögunum ákvað ég að þó að breyta aðeins til og spurði eiginmanninn hvort við ættum ekki að mála strigaklædda rennihurð í bleikum lit til að hafa hana í stíl við ákveðin húsgögn. Viðbrögðin voru alls ekki eins og ég átti von á því hann sagði þvert nei. Rökin voru að bleiki liturinn passaði ekki við hönnun Sigvalda Thordarsonar. Í framhaldinu fékk hann tengdaföður sinn og aðra smekkmenn í fjölskyldunni með sér í lið. Akkúrat núna halda þeir að björninn sé unninn en þeir vita ekki að ég hef eitt tromp á hendi... Ég ætla aldrei að ræða „einhverja svona hluti“ aftur. Ef ég hefði bara málað hurðina er ekki svo víst að hann hefði tekið eftir því.

Í erlendum húsbúnaðarblöðum má sjá mikið af dökkum parketlögðum gólfum, dökkum viðarklæðningum á veggjum og svo hafa húsgögn úr við sjaldan verið vinsælli. Armstóllinn Cherner frá Cherner er gott dæmi um húsgagn sem hefur allt til að bera og ætti fólk að leita eftir stólum í þessum stíl. Til þess að hressa ennfrekar upp á heimilið má alveg mæla með fallegum hliðarborðum í glöðum litum eða jafnvel pullum. Sá sem myndi byrja að flytja inn litríkar gamlar hippapullur myndi pottþétt gera það gott. Eina fyrir mig, takk!

Minotti húsgögn.
Minotti húsgögn. Ljósmynd/Federico Cedrone
Cucu klukka
Cucu klukka
Armstóllinn Cherner frá Cherner fæst í Módern.
Armstóllinn Cherner frá Cherner fæst í Módern. mbl.is
Bleik sjöa frá Arne Jacobsen sem fæst í Epal.
Bleik sjöa frá Arne Jacobsen sem fæst í Epal. mbl.is
PH ljósið fæst í Epal.
PH ljósið fæst í Epal.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál