Þórunn Högna ritstýrir Nude Home

Þórunn Högnadóttir.
Þórunn Högnadóttir. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Þórunn Högnadóttir, fyrrverandi ritstjóri Innlits/Útlits, stílisti og blaðamaður, verður ritstjóri Nude Home, sem er nýtt húsbúnaðarrit á netinu. Nude Home verður unnið í samstarfi við Jóhönnu Björgu Christensen, sem á og ritstýrir Nude Magazine.

Þórunn Högnadóttir er þekkt smekkkona en undanfarin ár hefur hún starfað á Húsum og Híbýlum við góðan orðstír. Hún hefur kennt lesendum blaðsins að gera upp gömul húsgögn á smekklegan og einfaldan hátt.

Í blaðinu verður lögð áhersla á allt sem tengist heimilinu og mun matreiðsla koma við sögu og bent verður á skemmtilega hönnunarblogg, veitingastaði og heimasíður.


Í blaðinu verður bland af íslensku og erlendu efni og verða sýnd bæði íslensk og erlend heimili. Eins og fyrr segir kemur fyrsta blaðið út í byrjun ágúst og mun blaðið koma út á tveggja mánaða fresti.

Þórunn Högnadóttir.
Þórunn Högnadóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál