Örlygur Hnefill Örlygsson opnar hótel

Örlygur Hnefill Örlygsson hótelhaldari á Húsavík ásamt Emilíu Örlygsdóttur og ...
Örlygur Hnefill Örlygsson hótelhaldari á Húsavík ásamt Emilíu Örlygsdóttur og Gunnari Hnefli Örlygssyni.

Þetta hefur verið svolítil törn að undanförnu en eigi að síður býsna skemmilegt og ekki síður lærdómsríkt verkefni. Hér höfum við haft með okkur vaskan hóp harðduglegra iðnaðarmanna en við höfum þó reynt af íslenskum búhyggindum að gera sem mest sjálf. Og þá hefur komið mér á óvart hvað maður getur glettilega mikið sjálfur. Að hafa iðnaðarmanninn í blóðinu var nokkuð sem ég bjóst ekki við,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelhaldari á Húsavík.

Uppbygging og útsjónarsemi

Í fyrri viku var Hótel Húsavíkurhöfði opnað, en á ensku er það nefnt Húsavík Cape Hótel. Örlygur Hnefill stendur að þessum rekstri með fjölskyldu sinni sem á síðustu misserum hefur verið að hasla sér völl í ferðaþjónustu. Nyrðra reka þau gistiheimili í Reykjahverfi og á Húsavík og nú bætist hótelið nýja við. Geta Örlygur og hans fólk nú boðið gistipláss fyrir alls 57 gesti – og stefna hærra.

„Uppbyggingin nú hefur verið tímafrekt verkefni og kallað á talsverða útsjónarsemi,“ segir Örlygur Hnefill um hótelið nýja sem stendur á svonefndum Húsavíkurhöfða. Það er í húsi þar sem eitt sinn var rækjuverksmiðja, síðar saltfiskverkun og loks trésmíðaverkstæði. Nokkur undanfarin ár hefur húsið hins vegar staðið autt og var raunar í frekar bágu ásigkomulagi þegar nýir eigendur tóku við því – með breytingar og nýtt hlutverk í huga.

Verður með sautján herbergi

„Við byrjuðum á því að strípa húsið algjörlega að innan og moka gólfunum út til að koma fyrir nýju lagnakerfi. Svo voru steypt upp ný gólf, komið fyrir veggjum og þannig komið fyrir sjö herbergjum og annarri aðstöðu sem þarf. Þá eigum við eftir uppbyggingu á annarri hæð hússins þar sem eiga að verða tíu herbergi. Ég vænti þess að sú aðstaða verði komin í notkun eftir eitt til tvö ár og þá verður þetta orðið sautján herbergja hótel á besta stað í bænum,“ segir Örlygur Hnefil.

Ferðasumarið nyrðra fer vel af stað og gestkvæmt er á Húsavík. „Veðráttan að undanförnu hefur verið afskaplega ljúf og á þann hátt hafa ytri aðstæður unnið með okkur. En mestu skiptir samt að hér bjóðist ferðamönnum einhver skemmtileg afþreying og þar býr Húsavík að hvalaskoðunarferðunum. Hingað koma þúsundir innlendra og erlenda ferðamanna á hverju ári til þess að sjá þessar undraskepnur hafsins bylta sér úti á haffletinum. Þetta skapar svæðinu sérstöðu. Og svo vona ég bara líka að brátt komi einhver raunveruleg hreyfing í uppbyggingu atvinnulífs hér; t.d. iðnaðarstarfsemi eins og lengi hefur verið stefnt að. Slíkt myndi styrkja stöðu byggðarinnar hér mikið – ferðaþjónustunnar ekki síst,“ segir Örlygur Hnefill – sem segir ferðaþjónustu áhugaverðan og spennandi starfsvettvang.

Fróðleikur og ferðamenn

„Dagarnir eru oft langir. Maður er kominn á stjá eldsnemma að finna til morgunmatinn og svo bíða önnur verkefni; þrif, innkaup, bókanir, pappírsvinna, útvega þetta og hitt, segja fólki til vegar og svona gæti ég haldið áfram. Vinnudeginum lýkur oft ekki fyrr en undir miðnætti og það er ekki alltaf mikill tími til að hvílast. En á móti kemur að sólríkir dagarnir gefa manni mikla orku sem kemur sér vel,“ segir Örlygur Hnefill sem þykir mikill fjöldi spænskra ferðamanna í sumar eftirtektarverður.

„Mér finnst afar lærdómsríkt að rabba við þessa erlendu ferðamenn; kynnast viðhorfum þeirra og heimalöndum. Er aðeins kominn með tilfinningu fyrir Spáni; landi og þjóð. Einnig hefur verið hér talsvert af fólki frá Japönum og Kínverjum sem er ekki síður áhugavert að rabba við; enda er flest í heimalöndum þeirra með allt öðrum brag en hér á landi.“

Hótel Húsavíkurhöfði.
Hótel Húsavíkurhöfði.
mbl.is

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

15:30 Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

12:14 Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

09:15 Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

06:00 Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

Í gær, 23:59 Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

Í gær, 21:00 Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

Í gær, 18:00 Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

í gær Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »

Síðan hrundi þegar hún birtist í kjólnum

í gær Heimasíða ástralska tískumerkisins Karen Glee hrundi eftir að Meghan hertogaynja birtist í 150 þúsund króna kjól frá merkinu í heimsókn sinni í Sydney. Meira »

Allt á útopnu í höllinni

í gær Gleðin var allsráðandi hjá starfsfólki upplýsingatæknifyrirtækisins Origo þegar það hélt sitt árlega haustmót, sem að þessu sinni var í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Starfsfólk fyrirtækisins stillti saman strengi eftir sumarfrí fyrir komandi vetur. Meira »

Hætti að hræðast kolvetni

í gær Riverdale-leikkonan Camila Mendes hætti að vera í sífelli megrun og refsa sér fyrir að borða eitthvað sem hún átti til ef hún borðaði yfir sig af kolvetnum eða nammi. Meira »

Elskhuginn lét sig hverfa

í fyrradag Því ég held að mörg okkar myndu ekki segja já við spurningunni: Er í lagi að ég komi fram við þig eins og ég hafi áhuga á þér en svo mun ég láta mig hverfa? Meira »

Rándýr trefill minnti á allt annað

í fyrradag Stundum minnir sköpun fólks helst á kvensköp. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. Meira »

Steinþór Helgi og Glódís stækka við sig

í fyrradag Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir hafa sett sína huggulegu íbúð á sölu en hún stendur við Grandaveg í Reykjavík. Meira »

Hvernig verður lífið betra?

16.10. „Hversu oft er það ekki þannig að við finnum einhvern ófrið innra með okkur en veljum að hunsa þá líðan en komumst síðan að því að við höfðum rétt fyrir okkur, varnarkerfi hjartna okkar hafði varað okkur við en við treystum ekki á það.“ Meira »

Frikki Weiss best klæddi maðurinn?

16.10. Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn. Meira »

Pabbinn keyrður heim í löggubíl

16.10. „Eiginlega datt botninn úr þessu síðast þegar löggan kom með hann heim í annarlegu ástandi. Hann varð mjög blúsaður eftir þetta, sagðist ætla að hætta en svo fór hann í veiðiferð með félögum sínum og datt í það eins og ekkert væri sjálfsagðara.“ Meira »

0,73 prósent í „stórum stærðum“

16.10. Stærstu tískuhús í Evrópu stóðu sig herfilega í að sýna fjölbreytilegar líkamsgerðir þegar þau sýndu vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2019. Meira »

Níu merki um framhjáhald

15.10. Er makinn að halda fram hjá? Komdu auga á hegðunarmynstur þeirra sem halda fram hjá.   Meira »

Hvenær hætta börn að vera viku og viku?

15.10. „Ég hef verið að velta fyrir mér með unglinga sem eiga fráskilda foreldra og búa til skiptis á báðum heimilum. Hvenær eru þeir orðnir það gamlir að það er betra fyrir þá að eiga eitt heimili og hætta að flakka á milli?“ Meira »

Megrun skilar aldrei neinu

15.10. Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, hefur áratugareynslu af því að hjálpa fólki að komast í betra líkamlegt form. Hún segir að megrun skili aldrei neinum árangri. Meira »