Fáránlega flott íbúð í New York

Heimili í New York.
Heimili í New York. Ljósmynd/Annie Schlechter

Ef þig hefur dreymt um að eiga litaglatt heimili en ekki þorað að láta vaða skaltu skoða þessar myndir. Í íbúðinni eru margar sniðugar hugmyndir, sumar kosta ákaflega lítið og aðrar eru kannski örlítið kostnaðarsamari. Það kostar til dæmis lítið að lakka heilan vegg túrkislitaðan, setja á hann hillur í sama lit og mála gamla píanóið. Það kostar heldur ekki mikla peninga að láta veggfóðra einn og einn vegg eða jafnvel eitt herbergi.

Í þessari íbúð, sem hönnuð var af Incorporated Architecture & Design, sést vel hvernig hægt er að leika sér með efniviðinn og hreinlega láta vaða. Ljósin fyrir ofan borðstofuborðið eru að öllum líkindum úr IKEA og kosta ekki mikið. Þegar búið er að sprauta þau í þessum fagurrauða lit lifna þau algerlega við og verða ómótstæðileg.

Margliti sófinn frá Roche Bobois er reyndar rándýr. Undirrituð veit allt um það því í góðærinu pantaði hún bæklinginn beint frá París. Bara bæklingurinn með sendingarkostnaði kostaði formúu. Það er samt engu um það logið að þessi sófi gerir rýmið undirsamlegt og hann er nákvæmlega jafnflottur í dag og árið 2006. Það er einmitt það sem einkennir góða hönnun.

Heimili í New York.
Heimili í New York. Ljósmynd/Annie Schlechter
Heimili í New York.
Heimili í New York. Ljósmynd/Annie Schlechter
Ljósmynd/Annie Schlechter
Ljósmynd/Annie Schlechter
Ljósmynd/Annie Schlechter
Ljósmynd/Annie Schlechter
Ljósmynd/Annie Schlechter
Ljósmynd/Annie Schlechter
Ljósmynd/Annie Schlechter
Ljósmynd/Annie Schlechter
Ljósmynd/Annie Schlechter
Ljósmynd/Annie Schlechter
Ljósmynd/Annie Schlechter
Ljósmynd/Annie Schlechter
Ljósmynd/Annie Schlechter
Ljósmynd/Annie Schlechter
Ljósmynd/Annie Schlechter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál