Vinsælt að sprauta gamlar mublur og innréttingar

Theodór Pálsson sprautar bíla o.fl.
Theodór Pálsson sprautar bíla o.fl. mbl.is/Ómar Óskarsson

Theodor Pálsson og félagar hjá Sprautun.is gera mikið af því að lífga upp á hluti með nýjum litum.

Sprautun.is er tíu ára gamalt fyrirtæki í Kópavoginum sem er í eigu Theodors Pálssonar en hann hefur sérhæft sig bæði í réttingum og málun bíla og sprautulökkun á innréttingum og húsgögnum. Fyrirtækið hans hefur stækkað jafnt og þétt undanfarin ár en í dag starfa hjá Theodor sjö manns og hann flutti nýlega alla starfsemi fyrirtækisins í stærra og glæsilegra húsnæði í Grænugötu í Kópavoginum þar sem hann segir að sé betri aðstaða til að þjónusta hvort tveggja bílasprautun og húsgagna- og innréttingasprautun.

„Það er að verða vinsæll valkostur að láta sprauta gömlu innréttinguna og mublurnar í stað þess að hlaupa út í búð og kaupa nýtt,“ segir Theodor en á heimasíðu fyrirtækisins er hægt að senda inn málið á innréttingum og fá tilboð í verkið hjá Theodor sem segir það almennt vera ódýara en að kaupa nýtt.

Gera gamalt eins og nýtt

Að sögn Theodors er allt of algengt að fólk skipti gömlum innréttingum út fyrir nýjar án þess að huga að því hvort ódýrara og heppilegra hefði verið að láta gera upp gömlu innréttinguna. „Margir vilja skipta út viðarinnréttingum yfir í t.d. sprautulakkaðar innréttingar. Þá er mun ódýrara að láta sprauta gömlu innréttinguna í stað þess að kaupa nýja,“ segir Theodor en þær eru fáar undantekningarnar þar sem ekki er hægt að sprauta eða lakka húsgögn og innréttingar. „Ég held að ég geti fullyrt að við getum sprautað nánast allt. Þetta snýst bara um að nota réttan grunn eftir því hvaða efni eru í innréttingum. Við höfum t.d. verið að sprauta gler og ísskápa og því má segja að það sé hægt að sprauta nærri því allt.“

Innréttingar sem koma til Theodors fara aldrei frá honum nema vera jafn góðar og ef þær væru nýjar að hans sögn. „Þjónustan okkar miðar út frá því að þegar þú kemur með eitthvað sem er gamalt þá fer það héðan út eins og nýtt. Þar sem er hoggið upp úr og skemmt er spaslað og lagfært. Þá erum við búnir að koma okkur upp stórum tölvustýrðum vélum til að pússa innréttingar, skápa og þess háttar. Síðan getum við setta þær í háglans, hálfmatt og allt þar á milli eftir þörf viðskiptavinarins.“

Hvítt og grátt í eldhúsum landans

Að sögn Theodors er hvíti liturinn alltaf klassískur og verður gjarnan fyrir valinu hjá Íslendingum. Grái liturinn hefur hins vegar verið að ryðja sér til rúms hjá landsmönnum undanfarin ár og þá með háglansáferð. „Háglansið og grái liturinn byrjuðu að koma inn í kringum 2004 og hafa haldið sér allar götur síðan,“ segir Theodor en að hans sögn er háglansinn mjög skemmtileg áferð og í dýrari og fínni eignum er töluvert um hvítar og háglansandi innréttingar. „Við höfum líka verið að sprauta strúktúrlökk en það hefur verið að ryðja sér til rúms í dag og þykir mjög fínt að hafa slíka áferð í dag“. Strúktúráferðin er mjög matt lakk að sögn Theodors og álíka viðkomu og krítartöflurnar gömlu. „Arkitektar velja þetta mikið í dag og við sjáum margar skemmtilegar útfærslur með þessari aðferð.“

Fyrsta skrefið að fá tilboð

Margir hugsa til þess með hryllingi að þurfa að rífa niður alla eldhúsinnréttinguna, baðherbergið eða bara rúmgaflinn og setja upp nýtt. Theodor segir þetta minna mál en margir gætu haldið. „Ef þú ætlar að kaupa þér alveg nýja innréttingu þá getur þú þurft að rífa allt niður. Þeir sem vilja láta sprautulakka innréttinguna sleppa þó með það að taka bara niður skáphurðir og það sem snýr út á við. Hillur og annað innan í innréttingunni þarf ekki að rífa niður.“

Það er alltaf fyrsta skrefið að sögn Theodors að fara á netið, senda honum málið á innréttingunni og fá tilboð í verkið. „Eftir það er bara að koma með hana til okkar og fá hana síðan eins og nýja þegar verkinu er lokið.“

Theodór Pálsson sprautar bíla o.fl.
Theodór Pálsson sprautar bíla o.fl. mbl.is/Ómar Óskarsson
Theodór Pálsson sprautar bíla o.fl.
Theodór Pálsson sprautar bíla o.fl. mbl.is/Ómar Óskarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál