Innlit í glæsilegt raðhús í Fossvogi

Heima hjá Þórunni Högnadóttur ritstjóra Nuda Home tímaritsins.
Heima hjá Þórunni Högnadóttur ritstjóra Nuda Home tímaritsins.

Þórunn Högnadóttir, ritstjóri Nude Home, býr í glæsilegu raðhúsi í Fossvoginum en hún flutti inn fyrir tæpu ári. „Ég þekkti þetta hús vel áður við keyptum það þar sem vinkona mín átti heima hér þegar hún var lítil. Skipulagið á húsinu er heillandi, stórir gluggar og allt svo opið og einstaklega góður andi er í húsinu. Svo átti staðsetningin stóran hlut í því að við fluttum hingað, þar sem ég ég ólst upp í hverfinu,“ segir Þórunn. Hún er hrifin af heimilum sem nostrað er við og kann að meta að blanda saman alls konar húsgögnum, bókum og raða hlutum smekklega saman. „Einnig finnst mér kertaljós og fersk blóm í vasa einstaklega sjarmerandi á þessum árstíma.“

Þegar hún er spurð út í uppáhaldshornið sitt á heimilinu nefnir hún kósísófann í sjónvarpsholinu. „Þar finnst mér gott að sitja með bunka af blöðum og drekka góðan kaffi. Eldhúsið er líka í uppáhaldi hjá mér því mér finnst svo gaman að elda.“

Hvernig myndir þú lýsa stílnum á heimilinu? „Hann er hlýlegur, með smáblöndu af „Industrial-Vintage“ -stíl.“

Hvaða tískustraumar finnst þér mest áberandi á íslenskum heimilum núna? „Mér finnst skemmtilegt að sjá hvað hvernig heimilin eru að breytast frá minimalisma í meiri hlýju og rómantík, með öllum þessum jarðlitum, viðarhúsgögnum, tausófum og öðrum húsbúnaði. Reyndar er svart að koma sterkt inn aftur, bæði í húsgögnum og húsbúnaði, og það er fallegt að blanda svörtu með við. En svo er alltaf fólk sem vill liti inn á heimilin og þá eru túrkísblár og fjólublár vinsælir núna, en auðvitað er fólk ekki alltaf að elta einhverja tískustrauma og finnur sér þann stíl sem því líður vel í.“

Hvað dreymir þig um að eignast á heimilið? „Það er svo margt, en mig hefur alltaf langað í koníaksbrúnan svan eftir Arne Jacobsen, ég stefni á að fá mér hann í framtíðinni.“

Eldhúsið er rúmgott og hlýlegt.
Eldhúsið er rúmgott og hlýlegt. mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Kertaarinn.
Kertaarinn. mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Krúttlegt barnaherbergi.
Krúttlegt barnaherbergi. mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Svefnherbergið.
Svefnherbergið. mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Skóhillurnar.
Skóhillurnar. mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál