932 fm hús á Sunnuflöt

Sunnuflöt 48.
Sunnuflöt 48.

Við Sunnuflöt 48 í Garðabæ stendur fokhelt 932 fm einbýli sem nú er komið á sölu. Húsið fæst á 93 milljónir en það er afar vel staðsett, alveg við hraunið. Íris Björk Tanya Jónsdóttir, sem oft hefur verið kennd við Úðafoss, hóf byggingu þess árið 2006 en ári síðar keyptu Arnar Sölvason og Hildur Gunnlaugsdóttir húsið. Nú er það í eigu Landsbankans.

Samkvæmt samþykktum teikningum skiptist efri hæðin í anddyri, gestasalerni, forrými, eldhús, borðstofu, stofu með arni, sjónvarpsstofu, hjónaherbergi með baðherbergi, fataherbergi, baðherbergi, tvö herbergi, skrifstofu, þvottaherbergi og bílskúr.
Neðri hæðin skiptist í herbergi, fataherbergi, baðherbergi, tómstundaherbergi, vínkjallara, forrými, lagnarými, fitness, baðrými með sundlaug og heitum potti, búningsherbergi með salerni, sturtum, köldum potti og gufubaði.
Gert er ráð fyrir lyftu á milli efri og neðri hæðar.

Lóðin er 1.590 fm að stærð og er öll afgirt með steypuvirki og gert ráð fyrir sjálfvirkri lokun inn á bílastæði.

HÉR er hægt að skoða það nánar.

Sunnuflöt 48.
Sunnuflöt 48.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda