Skúli kaupir Fjölnisveg aftur

Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen.

Skúli Mogensen forstjóri Wow air hefur keypt Fjölnisveg 11 af Guðmundi Kristjánssyni kenndum við Brim. Þetta er í annað skipti sem Skúli festir kaup á húsinu en þetta er líka í annað sinn sem Guðmundur kaupir og selur húsið. 

Forsaga málsins er sú að árið 1998 keypti Skúli húsið ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni en árið 2002 seldu þau Boga Pálssyni, oft kenndan við Toyota, og Sólveigu Dóru Magnúsdóttur húsið.

Árið 2005 keypti Guðmundur Kristjánsson Fjölnisveg 11 og átti það í tvö ár eða til 2007 þegar hann seldi Hannesi Smárasyni húsið.

Í janúar 2012 keypti Guðmundur Fjölnisveg 11 á ný og hefur hann búið þar síðan. Miðað við eigendasöguna hefur Fjölnisvegur 11 magnað aðdráttarafl. Nú er bara spurning hvort Hannes Smárason muni einhvern tímann kaupa Fjölnisveg 11 á ný. Er ekki talað um að allt sé þegar þrennt er?

Fjölnisvegur 11.
Fjölnisvegur 11. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson
Guðmundur Kristjánsson keypti Fjölnisveg 11.
Guðmundur Kristjánsson keypti Fjölnisveg 11. mbl.is/Samsett mynd
mbl.is