120 milljóna kastali á Sólvallagötu

Við Sólvallagötu í Reykjavík stendur 238 fm einbýli sem byggt var 1925. Búið er að endurnýja húsið á smekklegan hátt. Hvíti liturinn er áberandi innanhúss, hvítir veggir, hvítlakkaðir gluggar, hvítlakkaðar rósettur og hvítar innréttingar setja svip sinn á húsið.

Eldhús er með nýlegri rúmgóðri sérsmíðaðri innréttingu, granít á borðum og gaseldavél. Eldhúsið tengist inn í stofuna án þess að vera beinlínis opið.

Frá miðhæð er gengið upp sérsmíðaðan parketlagðan stiga og upp á svefnherbergisgang. Af svefnherbergisgangi er gengið út á vestursvalir. Svefnherbergin eru þrjú, öll rúmgóð. Baðherbergi er á hæðinni, flísalagt, með baðkari og glugga. Óinnréttað ris er yfir hæðinni, sem býður upp á mikla möguleika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál