Sjarmerandi og hlýlegt heimili Sæbjargar

Innanhússhönnuðurinn Sæbjörg Guðjónsdóttir.
Innanhússhönnuðurinn Sæbjörg Guðjónsdóttir. mbl.is/ Árni Sæberg

Sæbjörg Guðjónsdóttir er menntaður innanhússhönnuður og hefur starfað við fagið síðan hún útskrifaðist árið 2011. Sæbjörg, eða Sæja, eins og hún er gjarnan kölluð, fluttist nýverið aftur heim til Íslands eftir að hafa starfað hjá The Manser Practice í London. Sæja er búin að koma sér afar vel fyrir á nýja heimilinu. „Verkefnin mín snúast ekki bara um að hanna falleg rými heldur einnkennast þau af frumleika og upplifun,“ segir Sæja sem heldur úti vefsíðunni sid.is.

Hver er upp­á­halds staður­inn þinn heima?

Alrýmið er einn af mínum uppáhaldsstöðum enda er þar góð yfirsýn og við verjum mestum tíma þar. 

Hver er þín uppáhalds verslun?

Þó svo við séum mikil „trendþjóð“ þá á ég mér eiginlega enga uppáhaldsverslun hér heima, kannski vegna þess að við erum bara lítil eyja með takmarkað úrval. Mér þykir heldur skemmtilegra að þræða internetið og finna þar gersemar, bæði nýjar og notaðar. Vefsíður eins og t.d. Kelly Wearstler, 1stdibs og Rockett st George eru í uppáhaldi, þar get ég alveg gleymt mér.

Er gælu­dýr á heim­il­inu? 

Já, labradorinn Douglas sem er allra yndi. Meiri að segja nágrannarnir koma og fá hann lánaðan til að fara í göngutúr.

Hver er upp­á­halds hlut­ur­inn þinn? 

Mér þykir vænt um þá hluti sem börnin hafa búið til fyrir okkur, enda algerir listamenn bæði tvö.

Áttu þér upp­á­halds hús­gagn? 

Ekki endilega uppáhalds enda er margt sem heillar. Mig dreymir þó alveg um nokkur eins og t.d. Mater barstólana, Pony frá The Rug Company eftir Alexander McQueen og Come as You Are barinn frá Dante.

Eld­arðu mikið heima? 

Já ég geri það en það er ekki þar með sagt að ég sé einhver „gourmet“ kokkur!

Ertu dug­leg að taka til og henda því sem þú not­ar ekki? 

Ég get alveg verið alger safnari og tími ekki að losa mig við neitt. Ég tek þó skorpur og gef í Rauða Krossinn og þess háttar. Það er þó alltaf gott að flytja því þá er maður svo duglegur að losa sig við hluti sem maður nennir ekki að dröslast með á nýja staðinn.

Finnst þér gam­an að fá gesti heim? 

Já mér þykir það, en mætti þó vera duglegri við það.

Hvað ertu með uppi á veggj­um? 

Persónulegar myndir, listaverk eftir mömmu og ömmu og annað sem mér þykir flott. Dandy vinur minn er svo alger snillingur og hefur leyft mér að velja eina mynd eftir hann, en þær eru svo margar að valið er erfitt. Sú mynd sem verður fyrir valinu mun svo fljótlega prýða stofuvegginn.

Hvað þykir þér skemmtilegast að hanna?

Öll verkefni hafa sinn sjarma enda ekkert verk eins. Þau verkefni sem ég vinn fyrir heimili fólks þurfa að endurspegla karakter fjölskyldunnar eða einstaklingsins og því reyni ég að kynnast  þeim og vinna í nánu samstarfi með þeim. Þegar ég hanna hinsvegar fyrir fyrirtæki eins og hótel eða verslanir er þessu öðruvísi háttað þó svo að maður þurfi auðvitað að fylgja „brandinu“. Þau verkefni heilla mig kannski aðeins meira enda fær maður oft á tíðum frjálsari hendur og getur jafnvel unnið verkefnin með öðrum listamönnun og fleirum úr hönnunarheiminum og það er alltaf gaman.  

Hvar færð þú innblástur?

Innblásturinn kemur hvaðan af myndi ég segja. T.d. þegar ég vann eitt af verkefnunum fyrir Westfield þá sótti ég innblástur úr gamaldags viðarkubbum fyrir börn. Þetta snýst meira um hugmyndafræðina og hvert verkefni fyrir sig. Náttúran, list, tónlist, arkitektúr og internetið veitir mér líka innblástur.

Áttu ein­hver ómiss­andi hús­ráð? 

Hugsaðu lýsinguna í lögum, bættu við mismunandi áferðum og mynstrum og ekki hræðast dökka tóna og liti.

Þetta rými er í miklu uppáhaldi hjá Sæbjörgu.
Þetta rými er í miklu uppáhaldi hjá Sæbjörgu. Árni Sæberg
Heimilið er hlýlegt enda er Sæbjörg óhrædd við að leika …
Heimilið er hlýlegt enda er Sæbjörg óhrædd við að leika sér með dökka liti. mbl.is/Árni Sæberg
Sæbjörg og fjölskylda eiga smekklegt heimili.
Sæbjörg og fjölskylda eiga smekklegt heimili. mbl.is/ Árni Sæberg
Sæbjörg Guðjónsdóttir skreytir veggi heimilisins með listaverkum.
Sæbjörg Guðjónsdóttir skreytir veggi heimilisins með listaverkum. mbl.is/ Árni Sæberg
Hlýleiki einkennir heimili Sæbjargar.
Hlýleiki einkennir heimili Sæbjargar. Árni Sæberg
Elhúsið er rúmgott og borðplássið mikið.
Elhúsið er rúmgott og borðplássið mikið. mbl.is/ Árni Sæberg
Eldhúsin gerast ekki mikið fallegri en þetta!
Eldhúsin gerast ekki mikið fallegri en þetta! mbl.is/Árni Sæberg
Sæbjörg Guðjónsdóttir er snillingur í að gera fallegt í kringum …
Sæbjörg Guðjónsdóttir er snillingur í að gera fallegt í kringum sig. mbl.is/ Árni Sæberg
Lýsingin gerir mikið fyrir þetta rými.
Lýsingin gerir mikið fyrir þetta rými. mbl.is/ Árni Sæberg
Græna plantan setur punktinn yfir i-ið.
Græna plantan setur punktinn yfir i-ið. mbl.is/ Árni Sæberg
Baðherbergið er snyrtilegt og kósý.
Baðherbergið er snyrtilegt og kósý. mbl.is/ Árni Sæberg
Fallegir smámunir seta svip á heimili Sæbjargar.
Fallegir smámunir seta svip á heimili Sæbjargar. mbl.is/ Árni Sæberg
Hundurinn Douglas er vinsæll í hverfinu.
Hundurinn Douglas er vinsæll í hverfinu. mbl.is/Árni Sæberg
Heima hjá Sæbjörgu Guðjónsdóttur er notalegt og smart.
Heima hjá Sæbjörgu Guðjónsdóttur er notalegt og smart. mbl.is/ Árni Sæberg
Skemmtilegt smádót.
Skemmtilegt smádót. mbl.is/ Árni Sæberg
Sæbjörg er með persónulegar myndir, listaverk eftir mömmu hennar og …
Sæbjörg er með persónulegar myndir, listaverk eftir mömmu hennar og ömmu og annað sem henni þykir fallegt uppi á veggjum. mbl.is/ Árni Sæberg
Dökkir veggir og grænar plöntur spila vel saman.
Dökkir veggir og grænar plöntur spila vel saman. Árni Sæberg
Innlit hjá Sæbjörgu Guðjónsdóttur.
Innlit hjá Sæbjörgu Guðjónsdóttur. mbl.is/ Árni Sæberg
Sæbjörg er með vandaðan smekk á stofustássi.
Sæbjörg er með vandaðan smekk á stofustássi. mbl.is/ Árni Sæberg
Sæju langar í Pony gólfmottuna eftir Alexander McQueen.
Sæju langar í Pony gólfmottuna eftir Alexander McQueen.
Vinur Sæju, listamaðurinn Dandy, gerir falleg listaverk sem grípa augað.
Vinur Sæju, listamaðurinn Dandy, gerir falleg listaverk sem grípa augað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál