Truflað svefnherbergi í NY

Dökkgráir veggir mæta grófu parketlögðu gólfi með fiskibeinamunstri.
Dökkgráir veggir mæta grófu parketlögðu gólfi með fiskibeinamunstri.

Ef það er eitthvað sem undirrituð hefur unun af þá er það að skoða myndir af heimilum fólks. Hverjar eru þarfirnar, hvaða litapalletta heillar og ekki síst sú vangavelta hvað geri heimili að heimili. Innanhússarkitektinn Jenny Wolf fékk það verkefni að hanna íbúð í New York í Bandaríkjunum og það frá grunni. 

Öll íbúðin er algerlega til fyrirmyndar en það sem stendur alveg upp úr, fyrir utan eldhúsið sem skartar dökkbrúnni viðarinnréttingu og marmara, er svefnherbergi í háklassa. Það er ekki bara hlýlegt og smart heldur er þar hátt til lofts og vítt til veggja. Það sem vekur athygli er að gluggarnir eru málaðir svartir og allir veggir eru dökkgráir. Einhvern veginn nær Wolf að gera herbergið heillandi án þess að það sé eins og hellir. 

Svo er annað sem setur svip á íbúðina og það er gólfefnið - grófa fiskibeinamunstrið í parketinu sem gerir heimilið svolítið gróft en samt hlýlegt á sama tíma. Rúmgaflinn, sem bólstraður er með dökkgráu flaueli, er heldur ekki sem verstur og þó svo að fólk hafi svolítið bólstrað yfir sig þegar kemur að rúmgöflum síðustu ár þá er þessi einstakur.

Það sem er líka sérstakt við þetta heimili er hvað það er mikill heildarsvipur á því og í raun ekkert inni á heimilinu sem ætti ekki að vera þar eða stingur í stúf.

Jenny Wolfe hannaði þetta glæsilega svefnherbergi.
Jenny Wolfe hannaði þetta glæsilega svefnherbergi.
Stofan er heillandi.
Stofan er heillandi.
Stofan er falleg.
Stofan er falleg.
Svarar innihurðar setja svip sinn á íbúðina.
Svarar innihurðar setja svip sinn á íbúðina.
Eldhúsið er með dökkri innréttingu.
Eldhúsið er með dökkri innréttingu.
Svarti vaskurinn gerir heilmikið fyrir baðherbergið.
Svarti vaskurinn gerir heilmikið fyrir baðherbergið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál