Góður kokteill í Hlíðunum - heima hjá Lovetank

Silvía Dögg Halldórsdóttir gengur undir listamannanafninu Lovetank.
Silvía Dögg Halldórsdóttir gengur undir listamannanafninu Lovetank. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sylvía Dögg Halldórsdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Lovetank, býr ásamt sex ára syni sínum í glæsilegri íbúð í Hlíðunum í Reykjavík. Sylvía er myndlistarmaður og starfar einnig við búninga í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Íbúð Sylvíu Lovetank liggur vel við birtu. Stórir gluggar snúa í suður og gefa heimilinu notalega umgjörð. Sylvía hefur hreiðrað um sig og son sinn í stórri og vel skipulagðri íbúð sem hún festi kaup á fyrir um það bil ári en þá var nýbúið að gera hana upp. Heimilisstíllinn einkennist af góðum kokteil eldri muna, áhugaverðs litavals og fallegrar myndlistar.

„Ég er mjög smámunasöm og þarf því að ganga hægt um gleðinnar dyr og leyfa hlutunum svolítið að koma til mín.

Ég vel heim til mín húsgögn og fylgihluti sem mér þykja fallegir og líklegir til að standast tímans tönn svo ég hef flutt með mér heim allskyns skemmtileg húsgögn að utan sem ég gat ekki hugsað mér að lifa án.“ Sylvía hefur átt mörg heimili og verið á flakki vegna náms og vinnu og hefur því þurft að koma sér fyrir á ólíkum stöðum. „Ég hef lært að endurskipuleggja og gera eins vel úr kringumstæðum og hægt er, hvort sem það er skammtíma leiguíbúð eða hótelherbergi.“

Sylvía segir mikilvægast að sér og sínum líði vel inni á heimilinu og því eru þægindi og funksjón fyrirrúmi.

Spurð hver sé griðastaður litlu fjölskyldunnar nefnir Sylvía notalegan legubekk sem komið hefur verið fyrir við fallegan bogadreginn glugga sem vísar út í stóran garð. „Þar tökum við einkasonurinn vídeókvöldin.“

Eldhúsið er afar huggulegt.
Eldhúsið er afar huggulegt. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Eldhúsið er vel heppnað. Hvít innrétting setur svip sinn á …
Eldhúsið er vel heppnað. Hvít innrétting setur svip sinn á eldhúsið og eyjan býr til stemningu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Verk eftir Silvíu Dögg prýðir vegginn.
Verk eftir Silvíu Dögg prýðir vegginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Mottan á gólfinu er úr IKEA og sér um að …
Mottan á gólfinu er úr IKEA og sér um að ramma rýmið inn. Spegillinn á veggnum var keyptur erlendis. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Áklæðið á stólnum býr til heillandi andrúmsloft.
Áklæðið á stólnum býr til heillandi andrúmsloft. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Skenkurinn var smíðaður um 1870.
Skenkurinn var smíðaður um 1870. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Horft úr borðstofunni inn í stofu.
Horft úr borðstofunni inn í stofu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Í þessar hillur er hægt að raða endalaust af bókum …
Í þessar hillur er hægt að raða endalaust af bókum og skrautmunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hlýlegt barnaherbergi.
Hlýlegt barnaherbergi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Blái liturinn í borðstofunni gerir mikið fyrir heildarmyndina.
Blái liturinn í borðstofunni gerir mikið fyrir heildarmyndina. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Mæðginin horfa mikið á sjónvarpið í þessum legubekk.
Mæðginin horfa mikið á sjónvarpið í þessum legubekk. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Rauði sófinn í stofunni passar vel við málverkin sem eru …
Rauði sófinn í stofunni passar vel við málverkin sem eru eftir Lovetank. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Stofan er sjarmerandi.
Stofan er sjarmerandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál