Tinna Alavis opnar heimili sitt

Tinna Alavis með Ísabellu dóttur sína sem er eins árs.
Tinna Alavis með Ísabellu dóttur sína sem er eins árs.

Lífsstílsbloggarinn Tinna Alavis flutti á dögunum í glæsilegt hús í Húsafelli ásamt manni sínum, Unnari Bergþórssyni og dótturinni Ísabellu.

„Húsið er staðsett í Húsafelli en við fluttum hingað vegna þess að Unnar maðurinn minn er ættaður héðan. Við vorum bæði virkilega spennt fyrir því að flytja upp í sveit og höfðum rætt það lengi. Við ákváðum að slá til þegar Unnar fékk spennandi atvinnutilboð sem ekki var hægt að hafna,“ segir Tinna. 

Innréttingarnar í húsinu koma allar frá GKS en húsið er hannað af Studio Strik arkitektum, bæði að utan og innan. Eldhúsinnréttingin hvít án efri skápa. Á veggnum fyrir ofan eldhúsinnréttinguna er steinklæðning og kemur það vel út. Sama steinklæðning prýðir einn vegg í stofunni. Á húsinu er fallegt parket og ljós húsgögn eru áberandi. Þar á meðal er Tinna með kremlitaða Kartell lampa sem hún fékk í Casa. 

Þegar Tinna er spurð að því hvað henni finnist skipta mestu máli þegar heimili er annars vegar segir hún að það verði að vera notalegt. 

„Mér finnst mikilvægast að líða vel heima hjá sér ásamt því að hafa stílhreint og notalegt. Það skiptir mig miklu máli að hér fari vel um alla meðlimi fjölskyldunnar.“

Eldhúsið og borðstofan renna í eitt. Gluggarnir ná niður í …
Eldhúsið og borðstofan renna í eitt. Gluggarnir ná niður í gólf og fyrir utan er mikil náttúrufegurð.

Getur þú lýst þínum stíl?

„Ætli hann sé ekki heldur nýtískulegur í bland við klassíska hönnun. Mér finnst hlutlausir litir, eins og hvítur, svartur og grár, mjög flottir þessa stundina en ég er einnig mikið fyrir pastel liti.“

Hver er uppáhalsstaðurinn á heimilinu?

„Stofan er uppáhaldsstaðurinn á heimilinu. Mér finnst voða notalegt að sitja uppi í sófa og hafa náttúruna alveg við hliðina á mér. Heiti potturinn fylgir svo fast á eftir.“

Stóllinn við gluggann og krumminn eftir Ingibjörgu Hönnu sómir sér …
Stóllinn við gluggann og krumminn eftir Ingibjörgu Hönnu sómir sér vel.

Aðspurð út í verkaskiptinguna á heimilinu segir Tinna að hún sé hnífjöfn eða 50/50. 

Hvað ertu ánægðust með inni á heimilinu?

„Ég er ánægðust með nýju HAY borðin mín þessa stundina og Kay bojesen apann sem Unnar minn gaf mér. Hann var búinn að vera lengi á óskalistanum.“

Þú getur fylgst með Tinnu á bloggsíðu hennar alavis.is

Kertaarinn prýðir heimilið.
Kertaarinn prýðir heimilið.
Stofuborðin frá Hay sóma sér vel í stofunni.
Stofuborðin frá Hay sóma sér vel í stofunni.
Stelton kaffikanna í bronslit og Iittala brauðbretti eru nauðsyn á …
Stelton kaffikanna í bronslit og Iittala brauðbretti eru nauðsyn á hvert heimili.
Bourgie lamp­inn frá Kart­ell í hvítum lit sómir sér vel …
Bourgie lamp­inn frá Kart­ell í hvítum lit sómir sér vel í stofunni.
Bourgie lamp­inn frá Kartell innan um bækur og blóm.
Bourgie lamp­inn frá Kartell innan um bækur og blóm.
Horft inn í stofuna.
Horft inn í stofuna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál