Skotheld hönnunarráð frá Sæju

Innanhússhönnuðurinn Sæ­björg Guðjóns­dótt­ir.
Innanhússhönnuðurinn Sæ­björg Guðjóns­dótt­ir.

Innanhússhönnuðurinn Sæ­björg Guðjóns­dótt­ir eða Sæja eins og hún er gjarnan kölluð er snillingur í að búa til notalega og smart stemmningu. Sæja lumar á ótal góðum ráðum hvað varðar litaval og uppröðun í rými. Sæja segir gráa liti vera í tísku og réttu lýsinguna vera mikilvæga.

Myndaveggir gera mikið fyrir rýmið

Sæja er sjálf með nokkra myndaveggi heima hjá sér sem gera mikið fyrir heimilið. Sæja segir mikilvægt að vega og meta vegginn og listaverkin sem munu prýða hann áður en hafist er handa við að hengja upp. „Fyrst þarf að skoða vegginn sem verður fyrir valinu með tilliti til stærðar og fjölda mynda sem á að hengja upp. Af hverju þessi veggur? Er hann hugsaður sem uppfylling við húsgögn eða á hann að standa einn og sér. Annað sem er ekki síður mikilvægt er lýsingin. Er til dæmis möguleiki á að bæta við spot-lýsingu úr lofti svo myndirnar njóti sín sem best? Þegar þetta er komið á hreint þykir mér best að leggja allar myndirnar á gólfið og leika með uppröðunina þangað til ég er orðin sátt. Þá tek ég ljósmynd af uppröðuninni, mæli bilin á milli og byrja að hengja upp, eina í einu,“ útskýrir Sæja sem heldur úti vefnum Sid.is.

Hinn fullkomndi myndaveggur.
Hinn fullkomndi myndaveggur. pinterest.com

„Í dag er flest leyfilegt þegar kemur að uppröðun mynda og listaverka, en best er að hugsa vegginn útfrá rýminu og svo myndunum sem á að nota. Það er hægt að fara svo margar ólíkar en skemmtilegar leiðir. Ef um t.d óreglulegan myndavegg er að ræða þykir mér fallegast að blanda saman ljósmyndum, listaverkum og veggspjöldum úr ólíkum áttum í stað þess að notast bara við t.d ljósmyndir, en þá er gott að hafa reglu á óreglunni. Hvaða mynd er „focal“-punkturinn og vinna sig útfrá honum. Hann getur verið fyrir miðju eða „off sett-aður og í framhaldi er svo alltaf eins til þriggja sentímetra bil í næsta ramma. Gott er að halda áfram með það bil á öllum römmunum þar sem möguleiki er á. Þannig nærðu að koma jafnvægi á ólíka ramma og ólík verk.“

„Önnur leið er að hafa beina línu á öllum neðstu römmunum og vinna sig upp eða hafa eina beina línu í miðjunni og vinna til hliðar. Þar gildir sama reglan, að hafa bilið alltaf jafn langt á milli ramma. Það er líka mjög flott að hengja ekki myndir á alla veggi hússins, frekar grúppa saman t.d þrjú listaverk eða myndir í stað þess að setja þau öll á sitthvorn vegginn eða á þann sama með of miklu millibili,“ segir Sæja sem hvetur fólk til að fara óhefðbundnar leiðir. „Mér þykir líka gaman að setja ramma með listaverkum eða ljósmyndum á gólf eða í hillur.“

Persónulegir munir gera gæfumun

Blóm, púðar, bækur, lampar, kerti,mottur og fleira setja punktinn yfir i-ið að mati Sæju. „Þetta er allt partur af því að búa til „layers“ og þá eru þetta síðustu hlutirnir sem koma inn í rýmið. Allt þetta helst í hendur ásamt öllum persónulegum munum sem fólk sankar að sér og skapar þannig sinn persónulega stíl. Það má raða bókum á sófaborðið og týna villt sumarblóm og setja í glæra vasa, það gerir helling.“

Smáhlutir lífga upp á umhverfið.
Smáhlutir lífga upp á umhverfið. pinterest.com

Sæju þykir gaman að blanda saman hlutum úr ólíkum áttum inn á heimilið sitt og heimili annarra. „Mér þykir skemmtilegast þegar kúnnar eru til í að blanda ólíkum hlutum saman. Hvort sem það er keypt á flóamarkaði eða í hönnunarverslun, þá er allt í boði svo lengi sem þetta myndar eina heild. Ég á mér enga sérstaka uppáhaldverslun hér heima en ég fór nýlega í Módern og sá fallega leirvasa sem ég féll fyrir og fékk kúnna til að splæsa í. Þeir eru frá Kersten og minna svolítið á gömlu leirhlutina sem voru vinsælir um og yfir áttunda áratug síðustu aldar. Þetta snýst meira um að gera hlutinn að sínum eigin.“

„Grátt passar við flest“

„Gráir tónar eru mjög móðins í dag sem og muskulegir litir. Grátt passar við flest og getur því verið ódýr lausn til að umbreyta hvaða rými sem er,“ segir Sæja aðspurð hvaða litir eru vinsælir þessa stundina til að gera rými hlýleg.

Blátt og grátt er í uppáhaldi hjá Sæju þessa stundina.
Blátt og grátt er í uppáhaldi hjá Sæju þessa stundina. pinterest.com

„Ég er afskaplega skotin í dökkum gráum tónum og þykir alltaf gaman að nota þá þegar ég get. Það þarf þó að vanda valið og ekki bara skella dökkgráum á einn vegg af því bara. Í dag er „consept-ið“ að mála einn vegg svolítið dottið út. Ég mæli heldur með að mála allt rýmið í sama lit og jafnvel loftið einnig. Ef það er of mikið fyrir þig getur líka komið vel út að mála í „L“. Ég hef líka verið mjög heilluð af dökkgrábláum eins og „Stiffkey Blue“ frá Farrow and Ball, hann hentar til dæmis mjög vel inn í svefnherbergi og þá er um að gera að skella honum á alla veggi. Svo er bara að prufa sig áfram. Strákarnir í Litalandi bjóða upp á fríar litaprufur og ég mæli með því að prufa tón fyrir ofan og neðan litinn sem þig langar að nota, þá hittir þú pottþétt á rétta tóninn. Ef mikið er um hlýja liti og mikla sól í rýminu er betra að notast við kaldari liti og öfugt,“ segir Sæja að lokum.

Meðfylgjandi eru innblásturs-myndir sem Sæja hefur sankað að sér á Pinterest. 

Sjarmer­andi og hlý­legt heim­ili Sæ­bjarg­ar

Plöntur gera mikið fyrir rýmið.
Plöntur gera mikið fyrir rýmið. pinterest.com
Gólfmottur gefa hlýlegt yfirbragð.
Gólfmottur gefa hlýlegt yfirbragð. pinterest.com
Grátt er í tísku þessa stundina.
Grátt er í tísku þessa stundina. pinterest.com
Þetta er gott dæmi um vel heppnaðan myndavegg.
Þetta er gott dæmi um vel heppnaðan myndavegg. pinterest.com
Þetta rými er nýmóðins og hlýlegt á sama tíma.
Þetta rými er nýmóðins og hlýlegt á sama tíma. pinterest.com
Sæja mælir með að nota bækur og tímarit til að …
Sæja mælir með að nota bækur og tímarit til að skreyta í kringum sig. pinterest.com
Það kemur vel út að stafla myndum ofan á hvor …
Það kemur vel út að stafla myndum ofan á hvor aðra á hillur eða gólf. pinterest.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál