Við fjöruborðið keypti af Sveini Andra

Húsið var í eigu Sveins Andra Sveinssonar og fyrrverandi eiginkonu …
Húsið var í eigu Sveins Andra Sveinssonar og fyrrverandi eiginkonu hans.

Félagið Við fjöruborðið ehf malar greinilega gull því þann 1. júní 2015 festi félagið kaup á húseigninni Öldugötu 18. Fasteignamat hússins er 101.300.000 fyrir næsta ár.

Við fjöruborðið stendur ekki í veitingarekstri heldur á fasteign hússins sem staðurinn á Stokkseyri er í. Félagið Humar & Skel ehf rekur veitingastaðinn Við fjöruborðið á Stokkseyri.

Húsið var í eigu lögmannsins Sveins Andra Sveinssonar og fyrrverandi eiginkonu hans, Erlu Árnadóttur en þau festu kaup á húsinu 1996.

Húsið er afar glæsi­legt, byggt 1927 og var það Þor­leif­ur Eyj­ólfs­son húsa­meist­ari sem teiknaði húsið. Húsið er þrílyft, hæð, ris og kjall­ari. Á fyrstu hæðinni er for­stofa, par­ket­lagt miðrými, tvær stof­ur, her­bergi og eld­hús. Á ann­arri hæð eru fjög­ur rúm­góð her­bergi og baðher­bergi. Í kjall­ar­an­um er auka­í­búð, þvotta­hús og gufubað.

Eigendur Við fjöruborðsins ehf eru Sverrir Hermannsson, Halldóra Lilja Helgadóttir og Björgvin Þorsteinsson. Öll eiga þau 30% hlut í félaginu en 10% hlutur er skráður á óþekkta hluthafa.

Sveinn Andri selur glæsihúsið

Húsið er glæsilegt að sjá.
Húsið er glæsilegt að sjá.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál