Það ferskasta kynnt í Epal á tveimur sýningum

Hönnun Evu Aradóttur og Ninu Nyman er hluti af sýningunni …
Hönnun Evu Aradóttur og Ninu Nyman er hluti af sýningunni Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd.

„Frá stofnun Epal árið 1975 hefur verið haft að leiðarljósi að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja góða hönnun og gæðavörur fyrir viðskiptavini. Hluti af því er þátttaka í HönnunarMars,“ segir Svana Lovísa Kristjánsdóttir, upplýsingafulltrúi Epal en verslunin tekur þátt í HönnunarMars með tveimur sýningum í ár.

Epal kynnir nýjar vörur sem er afrakstur samvinnu íslenskra og danskra hönnuða sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð langt í sínu fagi. Þessi samvinna hefur fengið nafnið BYLGJUR: undir íslenskum áhrifum. „Sex framsæknir hönnuðir voru fengnir í tilefni 40 ára afmæli Epal til að hanna nýjar vörur úr íslensku hráefni og út frá íslenskum innblæstri sem höfðar til alþjóðamarkaðar. Útkoman er fjölbreytt en þar má nefna gólfmottu, húsgögn, værðarvoð, trefla ásamt fleiru. Hönnuðir verkefnisins eru þau Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, Margrethe Odgaard, Christina L. Halstrøm, Ulrik Nordentoft og Sebastian Holmbäck.“

Rúmföt unnin út frá teikningum Elsu Nielsen.
Rúmföt unnin út frá teikningum Elsu Nielsen.

Hins vegar er það sýningin sem kallast „Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd á HönnunarMars“. Á þeirri sýningu mun Epal kynna áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, þekktra jafnt sem nýrra. Þar má nefna Sigurjón Pálsson, Scintilla, Önnu Þórunni, Ragnheiði Ösp, Guðmund Lúðvík, Elsu Nielsen, Ingibjörgu Hönnu, Sverrir Þór Viðarsson ásamt fleirum. Sigurjón Pálsson kynnir nýja liti á Vaðfuglunum vinsælu frá Normann Copenhagen, svarta og hvíta. Einnig kynnir hann til sögunnar glænýja fylgihluti fyrir heimilið þar má nefna hænu og hval. Hönnuðurinn Guðmundur Lúðvík, sem hefur notið mikillar velgengni í Skandinavíu með hönnunarstúdíói sínu Welling/Ludvik, mun sýna stólinn Contour  á HönnunarMars. Sá stóll er framleiddur er af hollenska framleiðandanum Arco. Ragnheiður Ösp sýnir þá línu af spennandi teljósastjökum sem ber heitir Hearth. Hver stjaki samanstendur af þremur bitum sem hægt er að raða saman og víxla að vild og skapa þannig margar mismunandi útkomur og leik með lit og form. Þess má geta að nýlega hóf Design House Stockholm framleiðslu á NotKnot hnútapúðunum hennar sem notið hafa mikillar vinsælda hérlendis síðustu ár. Grafíski hönnuðurinn Elsa Nielsen sýnir veggspjöld, dagatal og rúmföt sem skreytt eru trélitamyndum sem hún teiknaði eina á dag í heilt ár. Í kjölfarið var hún útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2016,“ segir Svana Lovísa að lokum.

Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd:

Postulína

Guðmundur Lúðvík 

Sigurjón Pálsson

Steinunn Vala Sigurðardóttir

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir

Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir

Anna Þórunn Hauksdóttir

Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir

Scintilla 

Eva Aradóttir og Nina Nyman 

Guðný Hafsteinsdóttir

Sunna Dögg Ásgeirsdóttir

Inga Elín Kristinsdóttir

Emilía Borgþórsdóttir

Elsa Nielsen

Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir

Sverrir Þór Viðarsson

BYLGJUR: undir íslenskum áhrifum:

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir

Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir

Sebastian Holmbäck

Ulrik Nordentoft

Margrethe Odgaard

Christina L. Halstrøm

HönnunarMars í Epal í Skeifunni 9. – 13. mars. Opnunarpartý verður miðvikudaginn 9. mars frá klukkan 17:00 – 19:00. Sýningin verður opin fimmtudag og föstudag frá klukkan 10:00 til 18:00, laugardag frá klukkan 11:00 til 16:00 og sunnudag frá klukkan 12:00 til 16:00.

Teljósastjakar eftir Ragnheiði Ösp.
Teljósastjakar eftir Ragnheiði Ösp.
Postulína kynnir nýja blómavasa.
Postulína kynnir nýja blómavasa.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál