Gárungarnir keyptu glæsihús Ásmundar

Borðstofa hússins er glæsileg.
Borðstofa hússins er glæsileg.

Ásmundur Stefánsson hagfræðingur setti glæsihús sitt við Mávanes 7 á sölu í fyrra en á húsið voru settar 110 milljónir. Gárungarnir ehf keyptu húsið. Einkahlutafélagði Gárungarnir var stofnað 1996 en það er í eigu Sigurðar Gísla Björnssonar hjá Sæmark, sem er fyrirtæki í sjávarútvegi. 

„Við Mávanes í Arn­ar­nes­inu í Garðabæ stend­ur eitt mest sjarmer­andi hús lands­ins. Það var byggt 1968 og er 582 fm að stærð. Húsið stend­ur á sjáv­ar­lóð og er guðdóm­legt út­sýni út á haf. Þegar húsið var myndað skein janú­ar­sól­in skært og um­hverfið því ein­stak­lega sjarmer­andi.

Húsið var teiknað af Guðmundi Kr. Krist­ins­syni og er klætt með múr­stein­um að hluta til.

Hag­fræðing­ur­inn Ásmund­ur Stef­áns­son festi kaup á hús­inu 1990 ásamt eig­in­konu sinni, Guðrúnu Guðmunds­dótt­ur. Húsið keyptu þau af Davíð Scheving Thor­steins­syni, for­svars­manni Sól­ar, en hann festi kaup á hús­inu 1970.

Í hús­inu er lokaður leynig­arður en þar er líka frí­stunda­her­bergi og gufubað svo eitt­hvað sé nefnt. Húsið er rúm­gott og fal­legt en það sem ger­ir það einna helst sjarmer­andi er skipu­lagið á því, glugg­arn­ir sem ná niður í gólf og auðvitað múr­stein­sklæðning­in - hún er ein­stök,“ sagði í frétt Smartlands Mörtu Maríu um húsið.

Hér sést borðstofan betur.
Hér sést borðstofan betur.
mbl.is