Innlit í fúnkishús á Seltjarnarnesi

Hillurnar eru teiknaðar af Berglindi Berndsen.
Hillurnar eru teiknaðar af Berglindi Berndsen. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Berglind Berndsen innanhússarkitekt FHI hannaði þetta glæsilega hús sem staðsett er á Seltjarnarnesi. Húsið sjálft er teiknað af Kjartani Sveinssyni. Fúnkisstíllinn ræður ríkjum í húsinu og voru eigendur og innanhússarkitekt sammála um að halda þyrfti í stíl hússins. 

„Ég ákvað að blanda saman svörtum sprautulökkuðum eikarinnréttingum ásamt hvítsprautuðum skápum, sem okkur fannst passa mjög vel við fúnkisstíl hússins. Fyrir breytingar var eldhúsið þröngt L-laga og lokað var inn í borðstofu. Vinnuplássið var lítið, með litlum borðkrók sem olli því að afgangurinn af plássinu var dautt rými,“ segir Berglind.

Hún segir að bæði henni og eigendum hússins hafi fundist skipta miklu máli að eldhúsið væri rúmgott og með miklu skápaplássi þar sem borðstofan er hluti af eldhúsinu.

„Húsgögn og ljós voru svo valin í samræmi við stíl hússins auk þess sem eigendur áttu mikið af fallegum fylgihlutum í anda þeirrar stemmningar sem verið var að leitast eftir. Lýsingin skipti einnig miklu máli við hönnunina en leitast var við að hafa góða vinnulýsingu ásamt fallegri stemmningslýsingu í allri íbúðinni.

Baðherberginu var einnig breytt mjög mikið. Það var áður mjög þröngt og nýttist illa.

Fjölskyldan er stór og var því mikilvægt að hanna rúmgott baðherbergi með stórri innréttingu sem nýttist vel fyrir alla fjölskyldumeðlimi.“ segir Berglind. 

Hvaðan er innréttingin? Innréttingin er sérsmíðuð af

Jóhanni Arnarsyni í KJK

Borðplatan? Marmaraplata frá Granítsteinum

Tækin? Siemens frá Smith og Norland

Gólfefni? Hvíttuð, reykt eik frá Agli Árnasyni

Gólfmottan? IKEA

Sófi, stofuborð, skrifborð? Hay frá Epal

Svörtu ljóskastararnir? Svartir sívalingar frá Lúmex

Ljósið yfir borðstofuborðinu? Svart OCTO ljós frá Módern

Borðstofuborðið? Eikarborð frá Habitat

Íbúðin er opin og björt. Grjóthleðslan á veggnum spilar fallega ...
Íbúðin er opin og björt. Grjóthleðslan á veggnum spilar fallega á móti öðru í rýminu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Berglind Berndsen.
Berglind Berndsen. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Mottan er úr IKEA, loftljósið úr Módern og stólarnir úr ...
Mottan er úr IKEA, loftljósið úr Módern og stólarnir úr Pennanum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Grái liturinn spilar vel á móti öðru í rýminu.
Grái liturinn spilar vel á móti öðru í rýminu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu og svo er skápaveggurinn ...
Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu og svo er skápaveggurinn úr bæsaðri eik. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Hér sést skápaveggurinn í eldhúsinu nánar.
Hér sést skápaveggurinn í eldhúsinu nánar. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Barnaherbergið er glæsilegt.
Barnaherbergið er glæsilegt. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Flísarnar á gólfinu eru svartar og hvítar og mæta ljósum ...
Flísarnar á gólfinu eru svartar og hvítar og mæta ljósum flísum á veggjunum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Speglaskápur setur svip sinn á baðherbergið.
Speglaskápur setur svip sinn á baðherbergið. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Baðherbergið er stílhreint og fallegt.
Baðherbergið er stílhreint og fallegt. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Grái liturinn kemur vel út í hjónaherberginu.
Grái liturinn kemur vel út í hjónaherberginu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Í hjónaherberginu eru hvítir sprautulakkaðir fataskápar.
Í hjónaherberginu eru hvítir sprautulakkaðir fataskápar. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Vegglamparnir úr Lumex koma vel út.
Vegglamparnir úr Lumex koma vel út. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Gestasalernið er fallega hannað.
Gestasalernið er fallega hannað. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

7 góðar stellingar fyrir einn stuttan

Í gær, 23:59 Það er alltaf tími fyrir kynlíf hvort sem þú ert að drífa þig í vinnuna eða hreinlega í vinnunni, enda þarf kynlíf ekki að taka langan tíma. Þá er gott að muna eftir vel völdum kynlífsstellingum. Meira »

Getur fitusog fjarlægt ístruna á Jóni?

Í gær, 21:00 „Ég er miðaldra karl með ístru og náraspik sem mig langar að losna við. Ég er hvergi annarsstaðar með fitu á líkamanum. Þannig að mig langar að fara í fitusog, svo spurningin er hvað myndi það kosta?“ Meira »

Hvenær er best að taka bætiefnin inn?

Í gær, 18:00 „Þumalputtareglan er að taka bætiefnin með eða strax eftir mat, þar sem sum bætiefni geta valdið brjóstsviða ef þau eru tekin á fastandi maga. Ef morgunverðurinn er ekki staðgóður er ekki ráðlegt að taka mikið af bætiefnum með honum. Þá er betra að taka þau með hádegis- eða kvöldmat.“ Meira »

Baddi í Jeff Who? á lausu en til í kærustu

Í gær, 15:00 Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff Who? er á lausu en væri alveg til í að eignast kærustu bráðum. Þessu greindi hann frá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Meira »

„Alli ríki“ hélt tryllt Gatsby-afmæli í Iðnó

Í gær, 12:00 Glamúr-teiti helgarinnar var án efa haldið í Iðnó á laugardagskvöldið þegar Aðalsteinn Jóhannsson fagnaði því að hann væri orðinn fertugur. Aðalsteinn er kallaður „Alli ríki“ vegna velmegunar sinnar. Meira »

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

Í gær, 09:00 Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

Í gær, 06:00 Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

í fyrradag „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

í fyrradag María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

í fyrradag Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

í fyrradag Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

í fyrradag „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

í fyrradag Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

22.9. Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

22.9. Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

22.9. Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

22.9. Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

22.9. Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

22.9. Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

22.9. „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

21.9. Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »