Innlit í fúnkishús á Seltjarnarnesi

Hillurnar eru teiknaðar af Berglindi Berndsen.
Hillurnar eru teiknaðar af Berglindi Berndsen. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Berglind Berndsen innanhússarkitekt FHI hannaði þetta glæsilega hús sem staðsett er á Seltjarnarnesi. Húsið sjálft er teiknað af Kjartani Sveinssyni. Fúnkisstíllinn ræður ríkjum í húsinu og voru eigendur og innanhússarkitekt sammála um að halda þyrfti í stíl hússins. 

„Ég ákvað að blanda saman svörtum sprautulökkuðum eikarinnréttingum ásamt hvítsprautuðum skápum, sem okkur fannst passa mjög vel við fúnkisstíl hússins. Fyrir breytingar var eldhúsið þröngt L-laga og lokað var inn í borðstofu. Vinnuplássið var lítið, með litlum borðkrók sem olli því að afgangurinn af plássinu var dautt rými,“ segir Berglind.

Hún segir að bæði henni og eigendum hússins hafi fundist skipta miklu máli að eldhúsið væri rúmgott og með miklu skápaplássi þar sem borðstofan er hluti af eldhúsinu.

„Húsgögn og ljós voru svo valin í samræmi við stíl hússins auk þess sem eigendur áttu mikið af fallegum fylgihlutum í anda þeirrar stemmningar sem verið var að leitast eftir. Lýsingin skipti einnig miklu máli við hönnunina en leitast var við að hafa góða vinnulýsingu ásamt fallegri stemmningslýsingu í allri íbúðinni.

Baðherberginu var einnig breytt mjög mikið. Það var áður mjög þröngt og nýttist illa.

Fjölskyldan er stór og var því mikilvægt að hanna rúmgott baðherbergi með stórri innréttingu sem nýttist vel fyrir alla fjölskyldumeðlimi.“ segir Berglind. 

Hvaðan er innréttingin? Innréttingin er sérsmíðuð af

Jóhanni Arnarsyni í KJK

Borðplatan? Marmaraplata frá Granítsteinum

Tækin? Siemens frá Smith og Norland

Gólfefni? Hvíttuð, reykt eik frá Agli Árnasyni

Gólfmottan? IKEA

Sófi, stofuborð, skrifborð? Hay frá Epal

Svörtu ljóskastararnir? Svartir sívalingar frá Lúmex

Ljósið yfir borðstofuborðinu? Svart OCTO ljós frá Módern

Borðstofuborðið? Eikarborð frá Habitat

Íbúðin er opin og björt. Grjóthleðslan á veggnum spilar fallega …
Íbúðin er opin og björt. Grjóthleðslan á veggnum spilar fallega á móti öðru í rýminu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Berglind Berndsen.
Berglind Berndsen. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Mottan er úr IKEA, loftljósið úr Módern og stólarnir úr …
Mottan er úr IKEA, loftljósið úr Módern og stólarnir úr Pennanum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Grái liturinn spilar vel á móti öðru í rýminu.
Grái liturinn spilar vel á móti öðru í rýminu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu og svo er skápaveggurinn …
Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu og svo er skápaveggurinn úr bæsaðri eik. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Hér sést skápaveggurinn í eldhúsinu nánar.
Hér sést skápaveggurinn í eldhúsinu nánar. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Barnaherbergið er glæsilegt.
Barnaherbergið er glæsilegt. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Flísarnar á gólfinu eru svartar og hvítar og mæta ljósum …
Flísarnar á gólfinu eru svartar og hvítar og mæta ljósum flísum á veggjunum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Speglaskápur setur svip sinn á baðherbergið.
Speglaskápur setur svip sinn á baðherbergið. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Baðherbergið er stílhreint og fallegt.
Baðherbergið er stílhreint og fallegt. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Grái liturinn kemur vel út í hjónaherberginu.
Grái liturinn kemur vel út í hjónaherberginu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Í hjónaherberginu eru hvítir sprautulakkaðir fataskápar.
Í hjónaherberginu eru hvítir sprautulakkaðir fataskápar. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Vegglamparnir úr Lumex koma vel út.
Vegglamparnir úr Lumex koma vel út. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Gestasalernið er fallega hannað.
Gestasalernið er fallega hannað. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »