Nostrað við hvern fermetra í miðbænum

Horft úr eldhúsinu inn í stofu. Loftljósið er sérpantað frá ...
Horft úr eldhúsinu inn í stofu. Loftljósið er sérpantað frá Lumex. Borðið og glerskápurinn koma úr Heimili og Hugmyndir. mbl.is/Árni Sæberg

Innanhússarkitektinn Hanna Stína býr á vandaðri og huggulegri hæð í hjarta gömlu Reykjavíkur ásamt kærasta sínum og einkadóttur. Hún hefur hannað mörg af glæsilegustu heimilum og fyrirtækjum landsins. Það sem er heillandi við hennar stíl er að það er aldrei langt í íburðinn og hún fer alltaf svolítið lengra en aðrir myndu þora að fara án þess þó að útkoman verði of mikið. 

Hanna Stína ákvað að fara alla leið í „skipstjóravillustílnum“ þegar hún hannaði sitt eigið heimili. Nostalgía fyrri ára svífur yfir vötnum á heimilinu í bland við nýtískulega hluti. Fallegir bronsspeglar með antík-áferð eru áberandi í íbúðinni. Bæði notar hún spegilinn utan um viftuna í eldhúsinu og svo lét hún búa til spegil úr þessum efnivið sem prýðir stofuna.

Á gólfum eru ljósir, reyktir eikarplankar sem eru falleg andstæða við veggina sem eru ýmist grábrúnir eða veggfóðraðir.

Sem innanhússarkitekt finnst Hönnu Stínu mikilvægt að nota fjölbreyttan efnivið og festast ekki í því að nota alltaf sömu flísarnar og sama parketið.

„Það er ekki hægt að segja að einhver ein eða tvær tegundir af parketi eða stein sé flottust því það eru til milljón tegundir af fallegum efnivið þarna úti og ég reyni að nota alltaf nýtt efni í hvert skipti. Þetta á bæði við þegar ég hanna fyrir sjálfa mig og viðskiptavini mína. Þótt ég reyni að gera eitthvað nýtt í hvert skipti sem ég tek að mér nýtt verkefni passa ég

að halda mig innan míns ramma. Ég heyri það oftar en ekki að fólk þekki verkin mín án þess að ég hafi verið nefnd á nafn og ég vil alls ekki að það breytist,“ segir hún.

Það sem heillaði Hönnu Stínu við þessa íbúð voru gips-listarnir í loftunum, stóru gluggarnir og auðvitað skipulag íbúðarinnar og hversu auðvelt var að breyta henni til hins betra. Í íbúðinni er hátt til lofts þannig að fallegu ljósin hennar fá að njóta sín. Húsið var byggt 1929 og var líklega ein íbúð þegar það var byggt en í dag eru þrjár íbúðir í húsinu.

„Ég fann eldgamla auglýsingu úr Vísi frá 1930 frá manni sem hét August Håkansson sem bjó hér í þessu húsi og auglýsti sig sem húsaskreytara og gerði húsgögn og fleira, það fannst mér skemmtileg tilviljun. Líklega var hann einn af fyrstu innanhússhönnuðum þess tíma,“ segir hún og hlær

Hanna Stína skipti um eldhús og gólfefni á íbúðinni. Eldhúsið er aðalstaðurinn í íbúðinni með risastóru borði í miðjunni. Eldhúsinnréttingin er grá sprautulökkuð og ofan á er Fior di Bosco-marmari frá Fígaró. Á veggjunum eru flísar frá Agli Árnasyni sem skapa einstaka stemningu á móti viftunni sem er klædd með antík-spegli úr Glerborg. Liturinn á veggjunum í stofunni og eldhúsinu skapar notalega stemningu og hjúfrar sig að heimilisfólkinu. „Ég er sérstaklega ánægð með þennan lit, hann er alls ekki of ljós og alls ekki of dökkur,“ segir hún. Það sem er býr til skemmtilega stemningu á ganginum er að Hanna Stína lét lakka panelinn á ganginum í dökkbláum lit. „Panellinn var hvíttaður og úr furu. Hann breytti algerlega um karakter eftir að hann var stíflakkaður dökkblár. Ég vildi hafa ganginn dökkan en svart var of mikið þannig að þessi fallegi bláberjalitur varð fyrir valinu.“

Hún lét einnig mála loftið í sama matta dökkbláa litnum og á milli er veggfóðrað með Cole and Son Hexagon-veggfóðri.

Þegar Hanna Stína er spurð að því hvort það vanti eitthvað í íbúðina nefnir hún fataherbergi. Hún safnar nefnilega ekki bara fallegum hlutum heldur er fataskápur hennar eins og hjá alvöru glamúr-drottningu.

„Það sem mig myndi langa að bæta við íbúðina er fataherbergi og stærra anddyri en svo vinnur maður bara með það sem maður hefur hverju sinni. Í næsta húsi sem ég geri fyrir sjálfa mig fer ég í nútímalegri stíl. Mig langar í alveg dökk viðargólf og ljósari veggi, eldhúsinnréttingin verður stílhreinni og húsgögnin í einfaldari línum,“ segir hún enda alltaf komin nokkrum skrefum á undan sjálfri sér og samtímanum.

Stofan er heillandi. Hún er máluð í hlýjum gráum tón. ...
Stofan er heillandi. Hún er máluð í hlýjum gráum tón. Sófinn og borðið eru úr Heimili og Hugmyndir. Bekkurinn og græni stóllinn eru frá Alter London og ljósið er frá Tom Dixon og fæst í Lumex. mbl.is/Árni Sæberg
Hanna Stína leggur mikið upp úr fallegum rúmgöflum. Þessi kemur ...
Hanna Stína leggur mikið upp úr fallegum rúmgöflum. Þessi kemur frá Alter London og er speglaborðið sérsmíðað í Glerborg. Það er úr reyklituðum spegli. mbl.is/Árni Sæberg
Herbergi dótturinnar er fallegt með veggfóðri frá Cole and Son ...
Herbergi dótturinnar er fallegt með veggfóðri frá Cole and Son sem sérpantað var hjá Bólstraranum á Langholtsvegi. mbl.is/Árni Sæberg
Teppið á gólfinu er úr Stepp. Inni í hjónaherbergi eru ...
Teppið á gólfinu er úr Stepp. Inni í hjónaherbergi eru opnir fataskápar sem koma vel út enda á Hanna Stína mikið af fallegum fötum. mbl.is/Árni Sæberg
Hanna Stína lét sérsmíða spegilinn í Glerborg. Borðið er úr ...
Hanna Stína lét sérsmíða spegilinn í Glerborg. Borðið er úr Heimili og Hugmyndir. mbl.is/Árni Sæberg
Hanna Stína lét lakka panelinn á ganginum með dökkbláu lakki. ...
Hanna Stína lét lakka panelinn á ganginum með dökkbláu lakki. Fyrir ofan er veggfóður frá Cole and Son. mbl.is/Árni Sæberg
Flísarnar í eldhúsinu eru úr Agli Árnasyni. Marmarinn kemur frá ...
Flísarnar í eldhúsinu eru úr Agli Árnasyni. Marmarinn kemur frá Fígaró. mbl.is/Árni Sæberg
Gyllti diskurinn er úr Heimili og Hugmyndir.
Gyllti diskurinn er úr Heimili og Hugmyndir. mbl.is/Árni Sæberg
Höldurnar eru úr Brynju á Laugavegi.
Höldurnar eru úr Brynju á Laugavegi. mbl.is/Árni Sæberg
Eldhúsið er mjög vel heppnað.
Eldhúsið er mjög vel heppnað. mbl.is/Árni Sæberg
Viftunni er pakkað í antík spegil frá Glerborg. Það setur ...
Viftunni er pakkað í antík spegil frá Glerborg. Það setur mikinn svip á eldhúsið. mbl.is/Árni Sæberg
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

Í gær, 23:59 Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

Í gær, 18:00 Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

Í gær, 15:31 Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

Í gær, 12:00 Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

Í gær, 11:00 Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

Í gær, 05:00 Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

í fyrradag Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

í fyrradag Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

í fyrradag Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

í fyrradag Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

í fyrradag Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

18.4. Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

18.4. Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »

Svona heldur þú heilsusamlega páska

18.4. Þegar fólk breytir um lífsstíl og mataræði á það stundum erfitt með að takast á við hátíðir eins og páskana, því þá vill það sogast inn í gamlar hefðir og vana. Meira »

Svona býrðu til „Power Spot“

18.4. Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

18.4. „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

17.4. Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »

Fór á svakalegan megrunarkúr

17.4. „Ég er svöng,“ segir Beyoncé í nýrri heimildarmynd þar sem hún segist hafa hætt að borða brauð, sykur, kolvetni, mjólkurvörur, fisk og kjöt til þess að komast í form eftir barnsburð. Meira »

Buxurnar sem eru að gera allt brjálað

17.4. Diane Keaton fær Hollywood-stjörnur til að slefa yfir buxum sem einhver myndi segja að væru löngu dottnar úr tísku.   Meira »

Inga Lind í Kokkaflakks-teiti

17.4. Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi hjá Skot lét sig ekki vanta í frumsýningarteiti Kokkaflakks en þættirnir eru í umsjón Ólafs Arnar. Meira »

Við erum greinilega að gera eitthvað rétt

17.4. Kolbrún Kristjánsdóttir segir að það sé furðuleg upplifun að aðrir stæli stofuna þeirra Portið sem opnaði nýlega.   Meira »