Innlit inn á nýja staðinn hennar Hrefnu

Hrefna Björk Sverrisdóttir var að opna nýjan stað á Frakkastíg.
Hrefna Björk Sverrisdóttir var að opna nýjan stað á Frakkastíg. mbl.is/Þórður

Hrefna Björk Sverrisdóttir opnaði nýverið glæsilegan veitingastað á besta stað í bænum. Staðurinn er einstaklega vel heppnaður enda var mikið lagt í innanhússhönnunina og alla stemmningu. Matseðillinn er þá ekki síðri en sjálfur staðurinn en á honum er íslensku og fersku hráefni gert hátt undir höfði.

„Mig og meðeiganda minn, yfirkokkinn Þorkel Andrésson, langaði til að taka bestu hráefni sem Ísland hefur upp á að bjóða og setja fram á spennandi hátt. Íslensk náttúra er ótrúlega hrein og hráefnið gott enda eru í kringum okkur margir bændur og ræktendur að gera frábæra hluti,“ segir Hrefna um nýja staðinn sinn, ROK sem er á Frakkastíg 26a. „Þorkell er afar fær kokkur, hann hefur tekið þessi hráefni og töfrað fram frábæra rétti. Þá fannst okkur líka vera pláss fyrir stað þar sem fólk gæti komið og sest niður í fallegu umhverfi og pantað sér brot af því besta sem landið hefur upp á að bjóða,“ útskýrir Hrefna sem setti saman smakkseðil með Þorkeli. „Þannig geta gestir smakkað marga rétti og deilt með öðrum í stað þess að panta bara einn stóran rétt.“

„Ég vildi gefa staðnum íslenskt nafn og hvað er íslenskara en rok? Það finnst mér bæði fallegt orð og eiga alveg einstaklega vel við landið okkar,“ svarar Hrefna spurð út í nafn staðarins, ROK.

Flest húsgögnin eru sérsmíðuð

Staðurinn er virkilega smekklega innréttaður og það er greinilegt að Hrefna er mikill fagurkeri. „Ég hafði mjög sterkar skoðanir á því hvernig staðurinn ætti að vera. Ég vildi bera virðingu fyrir stílnum á þeim húsum sem einkenna Reykjavík. Ég lagði því áherslu á þann stíl en vildi þó hafa húsið bjart og opið og færa það aðeins nær nútímanum,“ útskýrir Hrefna sem vann alla hugmyndavinnu á svokallað „moodboard“. „Þar vann ég með stemmninguna sem ég vildi ná fram. Ég var á eftir svona timburhúsa eða bjálkakofa hlýleika á móti „industrial"-stíl. Ég fór mjög langt með þetta en fékk þá smá efasemdir um hvort ég gæti framkvæmt þetta enda er ég ekki menntaður hönnuður. Þá leitaði ég til Hálfdánar Petersen sem var á kafi í öðrum verkefnum, bæði hér heima og erlendis, auk þess átti hann von á barni og hafði engan tíma í þetta verkefni. Ég náði þó að sannfæra hann um að vera mér innan handar, hann gaf mér kjarkinn sem ég þurfti til að standa með eigin ákvörðunum. Svo er hann Magnús kærasti minn einn mesti snillingur sem ég veit um í hönnun og arkitektúr og hann á mikinn þátt í staðnum,“ segir Hrefna sem lét sérsmíða flest öll húsgögnin sem prýða staðinn. „Mig langaði að skipta við íslenska framleiðendur og komst að því að þeir eru algjörlega samkeppnishæfir með verð, þeir gefa manni líka frelsi til að hanna hlutina eftir sínu höfði. Það sem er ekki sérsmíðað er eitthvað sem ég hef sankað að mér héðan og þaðan bæði hér heima og á ferðalögum,“ segir Hrefna sem er himinlifandi með útkomuna.

„Við bjuggum til umhverfi sem okkur líður vel í og mat sem við myndum vilja panta okkur og borða sjálf.“ Hrefna kveðst vera þakklát fyrir þær viðtökur sem staðurinn hefur fengið. „Ég hefði ekki getað óskað mér betri byrjunar. Bæði er ég svo þakklát fyrir starfsfólkið mitt sem eru öll búin að standa sig svo vel auk þess sem viðskiptavinirnir hafa veitt okkur frábærar viðtökur, bæði hvað varðar mat og drykk, og margir hverjir hafa komið oftar en einu sinni, það hljóta að vera bestu meðmælin,“ segir Hrefna að lokum.

Staðurinn ROK er á besta stað í bænum, á Frakkastíg …
Staðurinn ROK er á besta stað í bænum, á Frakkastíg 26a. mbl.is/Þórður
„Industrial
„Industrial"-stíllinn ræður ríkjum á ROK. mbl.is/Þórður
Hrefna fékk hjálp frá Hálfdáni Petersen og kærasta sínum, Magnúsi …
Hrefna fékk hjálp frá Hálfdáni Petersen og kærasta sínum, Magnúsi Scheving, við hönnunina. mbl.is/Þórður
Á ROK er boðið upp á dásamlegan mat úr fersku …
Á ROK er boðið upp á dásamlegan mat úr fersku hráefni. mbl.is/Þórður
Notaleg stemmning og hlýleiki einkennir staðinn.
Notaleg stemmning og hlýleiki einkennir staðinn. mbl.is/Þórður
Flest húsgögn staðarins eru sérsmíðuð.
Flest húsgögn staðarins eru sérsmíðuð. mbl.is/Þórður
Svo er hægt að sitja úti á góðum dögum.
Svo er hægt að sitja úti á góðum dögum. mbl.is/Þórður
Stór glugginn hleypir birtunni inn á dökkan og hlýlegan staðinn.
Stór glugginn hleypir birtunni inn á dökkan og hlýlegan staðinn. mbl.is/Þórður
Hrefna og Þorkell, eigendur Roks.
Hrefna og Þorkell, eigendur Roks.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál