Innlit inn á nýja staðinn hennar Hrefnu

Hrefna Björk Sverrisdóttir var að opna nýjan stað á Frakkastíg.
Hrefna Björk Sverrisdóttir var að opna nýjan stað á Frakkastíg. mbl.is/Þórður

Hrefna Björk Sverrisdóttir opnaði nýverið glæsilegan veitingastað á besta stað í bænum. Staðurinn er einstaklega vel heppnaður enda var mikið lagt í innanhússhönnunina og alla stemmningu. Matseðillinn er þá ekki síðri en sjálfur staðurinn en á honum er íslensku og fersku hráefni gert hátt undir höfði.

„Mig og meðeiganda minn, yfirkokkinn Þorkel Andrésson, langaði til að taka bestu hráefni sem Ísland hefur upp á að bjóða og setja fram á spennandi hátt. Íslensk náttúra er ótrúlega hrein og hráefnið gott enda eru í kringum okkur margir bændur og ræktendur að gera frábæra hluti,“ segir Hrefna um nýja staðinn sinn, ROK sem er á Frakkastíg 26a. „Þorkell er afar fær kokkur, hann hefur tekið þessi hráefni og töfrað fram frábæra rétti. Þá fannst okkur líka vera pláss fyrir stað þar sem fólk gæti komið og sest niður í fallegu umhverfi og pantað sér brot af því besta sem landið hefur upp á að bjóða,“ útskýrir Hrefna sem setti saman smakkseðil með Þorkeli. „Þannig geta gestir smakkað marga rétti og deilt með öðrum í stað þess að panta bara einn stóran rétt.“

„Ég vildi gefa staðnum íslenskt nafn og hvað er íslenskara en rok? Það finnst mér bæði fallegt orð og eiga alveg einstaklega vel við landið okkar,“ svarar Hrefna spurð út í nafn staðarins, ROK.

Flest húsgögnin eru sérsmíðuð

Staðurinn er virkilega smekklega innréttaður og það er greinilegt að Hrefna er mikill fagurkeri. „Ég hafði mjög sterkar skoðanir á því hvernig staðurinn ætti að vera. Ég vildi bera virðingu fyrir stílnum á þeim húsum sem einkenna Reykjavík. Ég lagði því áherslu á þann stíl en vildi þó hafa húsið bjart og opið og færa það aðeins nær nútímanum,“ útskýrir Hrefna sem vann alla hugmyndavinnu á svokallað „moodboard“. „Þar vann ég með stemmninguna sem ég vildi ná fram. Ég var á eftir svona timburhúsa eða bjálkakofa hlýleika á móti „industrial"-stíl. Ég fór mjög langt með þetta en fékk þá smá efasemdir um hvort ég gæti framkvæmt þetta enda er ég ekki menntaður hönnuður. Þá leitaði ég til Hálfdánar Petersen sem var á kafi í öðrum verkefnum, bæði hér heima og erlendis, auk þess átti hann von á barni og hafði engan tíma í þetta verkefni. Ég náði þó að sannfæra hann um að vera mér innan handar, hann gaf mér kjarkinn sem ég þurfti til að standa með eigin ákvörðunum. Svo er hann Magnús kærasti minn einn mesti snillingur sem ég veit um í hönnun og arkitektúr og hann á mikinn þátt í staðnum,“ segir Hrefna sem lét sérsmíða flest öll húsgögnin sem prýða staðinn. „Mig langaði að skipta við íslenska framleiðendur og komst að því að þeir eru algjörlega samkeppnishæfir með verð, þeir gefa manni líka frelsi til að hanna hlutina eftir sínu höfði. Það sem er ekki sérsmíðað er eitthvað sem ég hef sankað að mér héðan og þaðan bæði hér heima og á ferðalögum,“ segir Hrefna sem er himinlifandi með útkomuna.

„Við bjuggum til umhverfi sem okkur líður vel í og mat sem við myndum vilja panta okkur og borða sjálf.“ Hrefna kveðst vera þakklát fyrir þær viðtökur sem staðurinn hefur fengið. „Ég hefði ekki getað óskað mér betri byrjunar. Bæði er ég svo þakklát fyrir starfsfólkið mitt sem eru öll búin að standa sig svo vel auk þess sem viðskiptavinirnir hafa veitt okkur frábærar viðtökur, bæði hvað varðar mat og drykk, og margir hverjir hafa komið oftar en einu sinni, það hljóta að vera bestu meðmælin,“ segir Hrefna að lokum.

Staðurinn ROK er á besta stað í bænum, á Frakkastíg ...
Staðurinn ROK er á besta stað í bænum, á Frakkastíg 26a. mbl.is/Þórður
„Industrial
„Industrial"-stíllinn ræður ríkjum á ROK. mbl.is/Þórður
Hrefna fékk hjálp frá Hálfdáni Petersen og kærasta sínum, Magnúsi ...
Hrefna fékk hjálp frá Hálfdáni Petersen og kærasta sínum, Magnúsi Scheving, við hönnunina. mbl.is/Þórður
Á ROK er boðið upp á dásamlegan mat úr fersku ...
Á ROK er boðið upp á dásamlegan mat úr fersku hráefni. mbl.is/Þórður
Notaleg stemmning og hlýleiki einkennir staðinn.
Notaleg stemmning og hlýleiki einkennir staðinn. mbl.is/Þórður
Flest húsgögn staðarins eru sérsmíðuð.
Flest húsgögn staðarins eru sérsmíðuð. mbl.is/Þórður
Svo er hægt að sitja úti á góðum dögum.
Svo er hægt að sitja úti á góðum dögum. mbl.is/Þórður
Stór glugginn hleypir birtunni inn á dökkan og hlýlegan staðinn.
Stór glugginn hleypir birtunni inn á dökkan og hlýlegan staðinn. mbl.is/Þórður
Hrefna og Þorkell, eigendur Roks.
Hrefna og Þorkell, eigendur Roks.
mbl.is

Misstu 105 kíló á ketó

09:00 Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

05:48 Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

Í gær, 22:45 Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

Í gær, 19:00 „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

Í gær, 16:00 Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

í gær Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

í gær „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

í gær Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »

Fjölmenntu á Jacobsen Loftið

í fyrradag Nýrri skartgripalínu Orrifinn var fagnað á Jacobsen Loftinu í gær. Fólkið á bak við Orrifinn eru þau Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason. Halla Þórðardóttir mætti í boðið og framdi gjörning við tónverk eftir Daníel Ágúst Haraldsson. Meira »

Tapaði ég peningunum á Karolina Fund?

í fyrradag „Vorið 2017 „keypti ég“ tvær bækur á hópfjármögnun á Karolina Fund eða rúmlega 14.000 krónur og var lofað plakati með, penna og boð í útgáfuhóf. Bókin átti að koma út um haustið en hefur ekki ennþá komið út. Hvernig virkar svona, er hægt að fá endurgreitt eða eru þetta bara tapaðir peningar?“ Meira »

Melania litaði hárið ljóst fyrir jólin

í fyrradag Netverjar spurðu sig hvort forsetafrúin væri að safna í hárkollu fyrir eiginmann sinn en Donald Trump er þekktur fyrir óvenjuþykkan og -ljósan makka miðað við aldur. Meira »

Lærði að elska upp á nýtt á Tenerife

í fyrradag „Þetta ár er búið að vera lagskipt. Hófst með skilnaði, sagði upp á Rás 2, flutti til Tenerife þar sem margt gott hefur gerst. Einnig hafa komið hér erfiðir tímar og þá helst er ég var fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús. Ég fékk blæðandi magasár,“ segir Guðni Már. Meira »

Húsið sem Ármann færði yfir á konuna

14.12. Ármann Þorvaldsson skráði einbýlishús þeirra hjónanna, Dyngjuveg 2, á eiginkonu sína, Þórdísi Edwald árið 2011 eða 18. apríl það ár. Meira »

Var 100 kíló en keppir nú í fitness

14.12. Lilja Ingvadóttir var um 100 kg fyrir áratug þegar hún ákvað að taka sig taki. Í dag er hún á fullu að undirbúa fitnessmótið Iceland Open sem fram fer á laugardaginn. Meira »

Þurfti rútu fyrir kjólinn

13.12. Jennifer Lopez mætti í bleiku skrímsli á rauða dregilinn. Slóði kjólsins var svo stór að stjarnan gat ekki mætt á frumsýningu í hefðbundinni lúxusbifreið. Meira »

Bullandi stemming í ICE HOT-veislu

13.12. Listafólk kom saman og skemmti sér þegar opnunarhátíð norræna danstvíæringsins ICE HOT Nordic Dance Platform fór fram í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöldið Meira »

Drukku í sig listina í kjallaranum

13.12. Á dögunum opnaði myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga sýninguna HARMONY í Kjallaranum, Geysi heima. Það var því fagnað í versluninni þar sem gestir og gangandi nutu listar og hönnunar með léttum veitingum. Meira »

Lærðu að farða þig eins og Kardashian

13.12. Nýlega tók Kim Kardashian smokey-augnförðunina alla leið og paraði brúnan varalitablýant við ásamt hlutlausum varalit.  Meira »

Henti tugum þúsunda í ruslið

13.12. Ebba Sig eyddi eitt sinn aðfangadagskvöldi úti í ruslageymslu við peningaleit. „Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“ Meira »

Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“

13.12. Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga. Meira »

Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn

12.12. Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu.   Meira »