Innlit inn á nýja staðinn hennar Hrefnu

Hrefna Björk Sverrisdóttir var að opna nýjan stað á Frakkastíg.
Hrefna Björk Sverrisdóttir var að opna nýjan stað á Frakkastíg. mbl.is/Þórður

Hrefna Björk Sverrisdóttir opnaði nýverið glæsilegan veitingastað á besta stað í bænum. Staðurinn er einstaklega vel heppnaður enda var mikið lagt í innanhússhönnunina og alla stemmningu. Matseðillinn er þá ekki síðri en sjálfur staðurinn en á honum er íslensku og fersku hráefni gert hátt undir höfði.

„Mig og meðeiganda minn, yfirkokkinn Þorkel Andrésson, langaði til að taka bestu hráefni sem Ísland hefur upp á að bjóða og setja fram á spennandi hátt. Íslensk náttúra er ótrúlega hrein og hráefnið gott enda eru í kringum okkur margir bændur og ræktendur að gera frábæra hluti,“ segir Hrefna um nýja staðinn sinn, ROK sem er á Frakkastíg 26a. „Þorkell er afar fær kokkur, hann hefur tekið þessi hráefni og töfrað fram frábæra rétti. Þá fannst okkur líka vera pláss fyrir stað þar sem fólk gæti komið og sest niður í fallegu umhverfi og pantað sér brot af því besta sem landið hefur upp á að bjóða,“ útskýrir Hrefna sem setti saman smakkseðil með Þorkeli. „Þannig geta gestir smakkað marga rétti og deilt með öðrum í stað þess að panta bara einn stóran rétt.“

„Ég vildi gefa staðnum íslenskt nafn og hvað er íslenskara en rok? Það finnst mér bæði fallegt orð og eiga alveg einstaklega vel við landið okkar,“ svarar Hrefna spurð út í nafn staðarins, ROK.

Flest húsgögnin eru sérsmíðuð

Staðurinn er virkilega smekklega innréttaður og það er greinilegt að Hrefna er mikill fagurkeri. „Ég hafði mjög sterkar skoðanir á því hvernig staðurinn ætti að vera. Ég vildi bera virðingu fyrir stílnum á þeim húsum sem einkenna Reykjavík. Ég lagði því áherslu á þann stíl en vildi þó hafa húsið bjart og opið og færa það aðeins nær nútímanum,“ útskýrir Hrefna sem vann alla hugmyndavinnu á svokallað „moodboard“. „Þar vann ég með stemmninguna sem ég vildi ná fram. Ég var á eftir svona timburhúsa eða bjálkakofa hlýleika á móti „industrial"-stíl. Ég fór mjög langt með þetta en fékk þá smá efasemdir um hvort ég gæti framkvæmt þetta enda er ég ekki menntaður hönnuður. Þá leitaði ég til Hálfdánar Petersen sem var á kafi í öðrum verkefnum, bæði hér heima og erlendis, auk þess átti hann von á barni og hafði engan tíma í þetta verkefni. Ég náði þó að sannfæra hann um að vera mér innan handar, hann gaf mér kjarkinn sem ég þurfti til að standa með eigin ákvörðunum. Svo er hann Magnús kærasti minn einn mesti snillingur sem ég veit um í hönnun og arkitektúr og hann á mikinn þátt í staðnum,“ segir Hrefna sem lét sérsmíða flest öll húsgögnin sem prýða staðinn. „Mig langaði að skipta við íslenska framleiðendur og komst að því að þeir eru algjörlega samkeppnishæfir með verð, þeir gefa manni líka frelsi til að hanna hlutina eftir sínu höfði. Það sem er ekki sérsmíðað er eitthvað sem ég hef sankað að mér héðan og þaðan bæði hér heima og á ferðalögum,“ segir Hrefna sem er himinlifandi með útkomuna.

„Við bjuggum til umhverfi sem okkur líður vel í og mat sem við myndum vilja panta okkur og borða sjálf.“ Hrefna kveðst vera þakklát fyrir þær viðtökur sem staðurinn hefur fengið. „Ég hefði ekki getað óskað mér betri byrjunar. Bæði er ég svo þakklát fyrir starfsfólkið mitt sem eru öll búin að standa sig svo vel auk þess sem viðskiptavinirnir hafa veitt okkur frábærar viðtökur, bæði hvað varðar mat og drykk, og margir hverjir hafa komið oftar en einu sinni, það hljóta að vera bestu meðmælin,“ segir Hrefna að lokum.

Staðurinn ROK er á besta stað í bænum, á Frakkastíg ...
Staðurinn ROK er á besta stað í bænum, á Frakkastíg 26a. mbl.is/Þórður
„Industrial
„Industrial"-stíllinn ræður ríkjum á ROK. mbl.is/Þórður
Hrefna fékk hjálp frá Hálfdáni Petersen og kærasta sínum, Magnúsi ...
Hrefna fékk hjálp frá Hálfdáni Petersen og kærasta sínum, Magnúsi Scheving, við hönnunina. mbl.is/Þórður
Á ROK er boðið upp á dásamlegan mat úr fersku ...
Á ROK er boðið upp á dásamlegan mat úr fersku hráefni. mbl.is/Þórður
Notaleg stemmning og hlýleiki einkennir staðinn.
Notaleg stemmning og hlýleiki einkennir staðinn. mbl.is/Þórður
Flest húsgögn staðarins eru sérsmíðuð.
Flest húsgögn staðarins eru sérsmíðuð. mbl.is/Þórður
Svo er hægt að sitja úti á góðum dögum.
Svo er hægt að sitja úti á góðum dögum. mbl.is/Þórður
Stór glugginn hleypir birtunni inn á dökkan og hlýlegan staðinn.
Stór glugginn hleypir birtunni inn á dökkan og hlýlegan staðinn. mbl.is/Þórður
Hrefna og Þorkell, eigendur Roks.
Hrefna og Þorkell, eigendur Roks.
mbl.is

Beckham-hjónin skoða íbúð á Hafnartorgi

18:00 Beckham-hjónin hafa heimsótt Ísland nokkrum sinnum síðustu ár í gegnum kunningskap við hjónin. Björgólf Thor Björgólfsson og Kristínu Ólafsdóttur. Meira »

Megrun skilar aldrei neinu

15:44 Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, hefur áratugareynslu af því að hjálpa fólki að komast í betra líkamlegt form. Hún segir að megrun skili aldrei neinum árangri. Meira »

Leið eins ég væri að kveðja Bjössa minn

12:44 Hafdís Jónsdóttir eða Dísa í World Class eins og hún er jafnan kölluð fer með lítið hlutverk í myndinni Undir halastjörnu.   Meira »

Inga Bryndís í Magnolia selur húsið

09:44 Inga Bryndís Jónsdóttir eigandi Magnolia og eiginmaður hennar hafa sett sitt fallega einbýli við Bergsstaðastræti á sölu.   Meira »

Þetta er alveg skothelt eftir ræktina

06:00 Nýlega tók ég upp þann sið að mæta í ræktina þótt það fari eftir dögum hvort ég taki æfingu á hlaupabrettinu eða í heita pottinum. Ferill minn í líkamsrækt er jafnskrautlegur og á stefnumótamarkaðnum en líklega finnst mér skemmtilegra að velja hvað eigi að vera í íþróttatöskunni heldur en að svitna. Meira »

Himneskt kvölds og morgna

Í gær, 23:59 Alveg síðan Weleda var stofnað árið 1921 hefur fyrirtækið framleitt náttúrulegar húð- og líkamsvörur sem byggjast á sömu heildarsýn og antrosopísk lyf. Vörurnar styðja við góða heilsu og hafa fyrirbyggjandi eiginleika. Meira »

Notalegt heimili ofurfyrirsætu

Í gær, 21:00 Victoria's Secret-fyrirsætan Alessandra Ambrosio á dásamlegt heimili í Kaliforníu þar sem afslappaður stíll ræður ríkjum.   Meira »

Lykillinn að skornum maga Pinkett Smith

í gær Jada Pinkett Smith er þekkt fyrir vöðvastæltan líkama en magaæfingarnar getur hún gert án þess að vera í ræktinni.   Meira »

Fegurðarleyndarmál Madonnu afhjúpað

í gær Madonna hefur þróað nýtt nuddtæki sem viðheldur unglegu útliti, minnkar þrota og bólgur í andliti og líkama. Nú getur þú litið út eins og drottningin. Meira »

Snyrtivaran sem Meghan notar aldrei

í gær Meghan hertogaynja sér um að farða sig sjálf. Daniel Martin farðaði hana á brúðkaupsdag hennar og veit hann hvað Meghan vill og vill ekki. Meira »

Uppáhaldskolvetni englanna

í gær Victoria's Secret-fyrirsæturnar Josephine Skriver og Jasmine Tookes borða kolvetni á hverjum degi en stundum er fólki ráðlagt að skera niður kolvetnisát sitt. Meira »

Best að sleppa sígarettunum

í gær Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica segir að fólk leiti yfirleitt til hennar í kringum fertugt til þess að fara í fyllingarefni eða bótox. Andlitslyfting er hins vegar yfirleitt framkvæmd síðar hjá fólki. Meira »

Silkimjúk og mött lína

í fyrradag Ef þú vilt fá örlítið nýtt yfirbragð og gera þig upp þá er nýr varalitur alltaf góður kostur. Ný varalitalína frá YSL breytir stemningunni. Meira »

Kremið sem stjörnurnar elska

13.10. Rihanna, Adele, Victoria Beckham og Julia Roberts nota allar sama kremið en stjörnurnar eru þekktar fyrir að hugsa vel um útlit sitt. Meira »

Þetta eyðir gylltum tónum í hárinu

13.10. Fjólublá sjampó hafa lengi verið bestu vinir ljóshærða fólksins en þau eru misjöfn eins og þau eru mörg. Nú er komið talsvert fjölbreyttara úrval af hárvörum með fjólubláum litarefnum til þess að viðhalda ljósa hárlitnum. Meira »

Finnst best að byrja daginn á hreyfingu

13.10. Bosu-boltar eru í uppáhaldi hjá Helgu Diljá Gunnarsdóttur en hún notar boltana til þess að gera maga- og jafnvægisæfingar.   Meira »

Hefði ekki gert neitt öðruvísi

13.10. „Ég held ég hefði ekki kosið að breyta neinu þar að lútandi, í raun ágætt að vera blautur á bak við eyrun og taka fagnandi á móti því ferðalagi sem fram undan var þá. Það sem skipti mestu máli og gerir enn í dag, er að hafa elskulegt og traust fólk í kringum sig. Það hef ég alltaf gert og met mikils,“ segir Linda. Meira »

Það er sál í hverju húsi

13.10. Inga Bryndís Jónsdóttir djákni rekur verslunina Magnólíu á Skólavörðustíg ásamt Kristínu Sigurðardóttur. Hún býr í fallegu húsi í Þingholtunum ásamt eiginmanni sínum Birgi Erni Arnarsyni og syni, Jónatan Birgissyni. Meira »

Glæsikonur á Hótel Holti

12.10. Það var glatt á hjalla á Hótel Holti þegar Anna Þorvaldsdóttir tónskáld var valin Háskólakona ársins 2018.   Meira »

100 milljóna slot við Hafnartorg

12.10. Við Hafnartorg stendur glæsileg 117 fm íbúð sem hönnuð er af Guðbjörgu Magnúsdóttur, einum þekktasta innanhússarkitekt landsins. Pálmar Kristmundsson hannaði húsið sjálft. Meira »

Gerir hverja konu gordjöss

12.10. Það lærðu allir eitthvað nýtt í glæsilegu Shiseido-teiti sem haldið var í Makeup-stúdíói Hörpu Kára á dögunum. Förðunarfræðingurinn Natalie Hamzehpour kenndi gestunum réttu trixin. Meira »