Jónína Ben og Gunnar að flytja

Gunnar og Jónína Ben eru að flytja.
Gunnar og Jónína Ben eru að flytja. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

„Við Jónía Ben eiginkona mín, höfum tekið mjög erfiða ákvörðun, þá að selja húsið okkar á Íslandi. Húsið er við Frostaþing 13 í Kópavogi, en þar höfum við búið okkur griðastað og lagt allt í að gera hluti eins vandlega og okkur hefur verið unnt,“ skrifar Gunnar Þorsteinsson, eða Gunnar í Krossinum eins og hann er gjarnan kallaður, á Facebook-síðu sína á fimmtudaginn í seinustu viku.

Gunnar segir húsið vel byggt með nýuppgerðum garði. Hann segir einnig mögulegt að kaupa húsið með húsgögnum. „Vönduð ítölsk húsgöng hvert sem litið er.“ Fasteignasalan Bær mun sjá um söluna. Eignina er ekki að finna inni á vef fasteignasölunnar en hún mun víst verða skráð á næstunni.

Um 240 fermetra hús er að ræða samkvæmt upplýsingunum sem Gunnar birtir á Facebook. Munu þau hjón greinilega sakna hússins. „Þetta er erfið ákvörðun en nauðsynleg í þeim aðstæðum sem við erum í. Verðið á húsinu er 95 milljónir án húsgagna en 110 milljónir með húsgögnum. Tilboð í húsið sendist fasteignasölunni.“

Húsið sem um ræðir.
Húsið sem um ræðir. Ljósmynd af www.homeaway.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál