Flottasta húsið í Kópavogi

Hanna Stína hefur aldrei hannað jafn stóra eyju og er …
Hanna Stína hefur aldrei hannað jafn stóra eyju og er í eldhúsinu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Í Kórahverfinu í Kópavogi býr fimm manna fjölskylda í 400 fm einbýlishúsi. Húsið fékk á dögunum viðurkenningu frá umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs fyrir hönnun á húsinu að utan. Húsið er þó ekki bara glæsilegt að utan heldur afar fallegt að innan. Það þarf ekki að skoða þetta heimili vel til að sjá að það er hugsað út í hvert smáatriði í hönnuninni. 

Veggfóðrið var sérpantað frá París. Innréttingarnar eru úr hnotu og …
Veggfóðrið var sérpantað frá París. Innréttingarnar eru úr hnotu og hvítar sprautulakkaðar. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Innanhússarkitektinn Hanna Stína hannaði húsið að innan. Þegar við mættum í innlit hjá hjónunum í Kópavoginum sagðist innanhússarkitektinn aðeins hafa fengið tvenn fyrirmæli áður en hún byrjaði að teikna; að húsið ætti að vera flottasta húsið í Kópavogi og að hnota ætti að vera í aðalhlutverki.
Í forstofunni er sérsmíðaður bekkur og fataskápar.
Í forstofunni er sérsmíðaður bekkur og fataskápar. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

„Hanna Stína var að vinna fyrir okkur í annað sinn og þekkti stílinn okkar vel. Því hafa hugmyndir okkar og hennar slípast vel saman í þessu húsi,“ segir húsmóðirin.

Þegar inn í húsið er komið tekur sjarmerandi forstofa við með brúnum skápum úr hnotu og fallegum bekk. Bakið á bekknum er bólstrað upp í loft. Forstofan og gangurinn eru aðskilin með rennihurð sem er einnig úr hnotu. Engar höldur eru á tréverkinu í húsinu heldur eru hurðir opnaðar með innbyggðum gripum. Stiginn niður á neðri hæðina er áberandi en veggurinn meðfram stiganum er klæddur með trélistaverki sem Hanna Stína hannaði í samráði við húsráðendur og smið. Verkið er úr sprautulökkuðu mdf-i og minnir einna helst á stuðlaberg.

Hér mætist hnota og steinninn á borðplötunni með geirskurði.
Hér mætist hnota og steinninn á borðplötunni með geirskurði. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

„Ætli þessi veggur hafi ekki verið mesti hausverkurinn en hann var töluvert lengi í fæðingu. Veggurinn átti að vera eins og listaverk. Ég er mjög ánægð með útkomuna enda er veggurinn eins og risastórt listaverk,“ segir Hanna Stína.

Hanna Stína fékk verkefnið á meðan arkitektinn Björgvin Halldórsson var að klára við að teikna húsið. Eigandi hússins er byggingaverktaki og segir Hanna Stína að samstarfið hafi verið afar farsælt þar sem hann hafi keyrt það áfram af mikilli röggsemi.

Eldhúsið og stofan tengjast á efri hæðinni. Í eldhúsinu mætast hnota og sprautulakkaðar innréttingar. Hanna Stína segist sjaldan hafa gert aðra eins eyju og sé í eldhúsinu. Hún bendir á að eyjan sé sérstök að því leytinu til að steinninn á borðplötunni mæti hnotu og var geirskurður notaður til að fullkomna verkið. Í eldhúsinu er líka einn veggur sem veggfóðraður er með leðurveggfóðri. Hanna Stína hnaut um veggfóðrið sem er frá Élitis á húsgagnasýningu í París og pantaði það í gegnum Bólstrann á Langholtsvegi. Húsmóðirin á heimilinu valdi litinn en hann passar ákaflega vel við hnotuna og hvítu sprautulökkuðu innréttingarnar. Meðfram sægræna veggnum er skenkur þannig að skápapláss er ansi ríflegt í eldhúsinu.

Tvö Noguchi borð úr Pennanum og tvö Secto ljós úr …
Tvö Noguchi borð úr Pennanum og tvö Secto ljós úr Módern spila vel á móti húsgögnum frá Alter London. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Fyrir framan eldhúsið er eldhúsborð/borðstofuborð úr eik. Gluggarnir í borðstofunni og stofunni ná niður í gólf sem hentar vel því úr húsinu er útsýni yfir Kópavog og allan fjallahringinn. Í stofunni eru tveir leðursófar sem Hanna Stína lét sérsmíða í Lundúnum hjá fyrirtækinu Alter London. Borðstofustólarnir koma líka frá sama fyrirtæki og líka barstólarnir í eldhúsinu.

Heimaskrifstofan er hugguleg. Legubekkurinn er frá Alter London.
Heimaskrifstofan er hugguleg. Legubekkurinn er frá Alter London. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Í stofunni eru tvö Noguchi-borð sem fást í Pennanum og tvö Secto-ljós úr Módern. Þetta fer allt ákaflega vel við parketið sem kemur frá Agli Árnasyni.

„Ég er mjög ánægð með útkomuna og heildarmyndin spilar vel saman. Það er alltaf gaman að fá að hanna bæði innréttingar og velja húsgögn inn á heimili,“ segir Hanna Stína.

Gaflinn í hjónaherberginu er hannaður af Hönnu Stínu en smíðaður …
Gaflinn í hjónaherberginu er hannaður af Hönnu Stínu en smíðaður af Alter London. Hann setur mikinn svip á herbergið. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Úr stofunni er magnað útsýni yfir Kópavog.
Úr stofunni er magnað útsýni yfir Kópavog. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Sturtuglerið er úr Glerborg.
Sturtuglerið er úr Glerborg. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Tréveggurinn er eins og listaverk og skapar mikinn wow faktor …
Tréveggurinn er eins og listaverk og skapar mikinn wow faktor í húsinu. Hann er hugvit Hönnu Stínu, smiðsins og hjónanna sem eiga heima í húsinu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Takið eftir lýsingunni í speglinum. Hann kemur frá Glerborg.
Takið eftir lýsingunni í speglinum. Hann kemur frá Glerborg. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Hér fær hnotan að njóta sín í félagi við brún …
Hér fær hnotan að njóta sín í félagi við brún leðurhúsgögn. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Sófinn kemur frá Alter London.
Sófinn kemur frá Alter London. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Baðherbergið er fallega skipulagt.
Baðherbergið er fallega skipulagt. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Horft úr stofunni inn í eldhús. Tvö Secto ljós úr …
Horft úr stofunni inn í eldhús. Tvö Secto ljós úr Módern setja svip sinn á stofuna. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál