Sonja ehf. kaupir Fjölnisveg 11

Fjölnisvegur 11.
Fjölnisvegur 11. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Einkahlutafélagið Sonja ehf. hefur keypt húseignina að Fjölnisvegi 11 sem var í eigu Kostasælu, félags Skúla Mogensen. Sonja ehf. er í eigu V.M ehf. 

Fjölnisvegur 11 er eitt glæsilegasta húsnæði landsins en þar hafa ríkir og frægir slegist um að búa síðustu áratugina. Húsið er 433 fm að stærð með öllum þeim nútímaþægindum sem húsnæði þarf að prýða. Fasteignamat hússins fyrir næsta ár er 156.950.000 kr. 

Skúli Mogensen stofnaði flugfélagið WOW air árið 2012.
Skúli Mogensen stofnaði flugfélagið WOW air árið 2012. mbl.is/Rax

Skúli bjó í húsinu 1998 til 2002 ásamt þáverandi eiginkonu og börnum, en þá keyptu Bogi Pálsson og eiginkona hans, Sólveig Dóra Magnúsdótti,r húsið. Bogi er bróðir Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 

Þau  bjuggu í húsinu til 2005 en þá seldu þau Guðmundi Kristjánssyni í Brim húsið. Húsið var í hans eigu hans í tvö ár eða þangað til hann seldi Hannesi Smárasyni húsið. 

Hannes Smárason.
Hannes Smárason. mbl.is/Ómar Óskarsson

Árið 2012 keypti Guðmundur Kristjánsson húsið á ný eða þangað til hann seldi Kotasælu húsið 2013. Þess má geta að húsið við hliðina á, Fjölnisvegur 9, á svipaða sögu og Fjölnisvegur 11. Hannes Smárason keypti það með þáverandi konu sinni, Unni Sigurðardóttur, 2007 og seldi Guðmundi Kristjánssyni 2013. Árið 2015 seldi hann Hjördísi Ásberg og Hjörleifi Þór Jakobssyni húsið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál