Með heimilin skráð á fasteignafélag

Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri og stofnandi Plain Vanilla.
Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri og stofnandi Plain Vanilla.

Fyrirtækið Plain Vanilla flaug hátt á meðan á starfsemi þess stóð en fyrirtækið fann upp tölvuleikinn Quiz Up. Hinn 31. ágúst dró ský fyrir sólu og stjórnendur fyrirtækisins sögðu öllum starfsmönnum Plain Vanilla á Íslandi upp. Um áramótin verður skrifstofum fyrirtækisins formlega lokað en starfsemin mun halda áfram.

Ýmir Örn Finnbogason.
Ýmir Örn Finnbogason. mbl.is

Smartland fjallaði um glæsilegar skrifstofur Plain Vanilla í desember 2014 en þær voru á Laugavegi 77. 

Prímus-mótorar fyrirtækisins, Þorsteinn B. Friðriksson forstjóri og Ýmir Örn Finnbogason fjármálastjóri, voru áberandi í bæjarlífi Reykjavíkur en þeir dvöldu líka mikið í Bandaríkjunum enda var fyrirtækið með skrifstofur í San Fancisco. Það væsir þó ekki um Þorstein og Ými þegar þeir eru á Íslandi. Sá fyrrnefndi býr á Ægisíðu 96 í Reykjavík, sem er ein dýrasta gata Reykjavíkur og síðarnefndi er með lögheimili við Espilund 13 í Garðabæ, sem er friðsæl, falleg og gróin gata. 

Þorsteinn B. Friðriksson býr við Ægisíðu 96, á miðhæð og …
Þorsteinn B. Friðriksson býr við Ægisíðu 96, á miðhæð og í kjallara.

Það sem vekur athygli er að SIF fasteignafélag er skráð fyrir báðum eignunum en þær voru líka keyptar sama dag, 21. febrúar 2014. Þorsteinn og Ýmir eru eigendur SIF fasteignafélags.

SIF fasteignafélag var stofnað í febrúar 2014. Þegar rýnt er í ársreikning 2015 kemur í ljós að tap er á félaginu eða um 19 milljónir króna. Heildareignir fasteignafélagsins eru 279.886.388 krónur en skuldir þess eru 299.544.311 krónur. Tekjur fasteignafélagsins voru 1.233.000 krónur árið 2015 og duga því ekki fyrir rekstrartekjum eins og hita, rafmagni, tryggingum og fasteignagjöldum sem eru samtal 1.856.444 krónur.

Ýmir Örn Finnbogason býr í Espilundi 13 í Garðabæ.
Ýmir Örn Finnbogason býr í Espilundi 13 í Garðabæ.
Espilundur 13.
Espilundur 13.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál