Dansvænna herbergi fyrir 9 ára

Sesselja Thorberg er Fröken Fix.
Sesselja Thorberg er Fröken Fix. Ljósmynd/Saga SIg

Sesselja Thor­berg, vöru- og inn­an­húss­hönnuður, rek­ur hönn­un­ar- og ráðgjafa­fyr­ir­tækið Frök­en Fix og svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Frök­en Fix er löngu orðin þekkt fyr­ir djarfa og óvenju­lega hönn­un sem og hag­kvæm­ar lausn­ir en Frök­en Fix sér­hæf­ir sig í inn­an­húss­hönn­un fyr­ir fyr­ir­tæki jafnt sem ein­stak­linga.

Hæ hæ Fröken Fix.

Ég á eina dansóða litla 9 ára stelpu. Hún elskar allan dans en æfir sjálf ballett. Mig langar svo að gera herbergið hennar „dansvænna“ ... áttu einhver einföld en ódýr ráð sem ég gæti smellt upp um helgina bara?

kveðja,  Sólveig 

Vegglampi úr IKEA.
Vegglampi úr IKEA.

Heil og sæl Sólveig.

Ég er alltaf hrifin af svona pælingum! Ég man sjálf eftir nokkrum danssporum í herbergi barnæsku minnar þar sem hárbursti og Michael Jackson komu við sögu...

Hið hefðbunda ballett útlit sem flestir sjá fyrir sér eru jafnvel ljósbleikir og hvítir tónar og ballettskór hangandi ballettskór á veggnum yfir rúminu. Stór spegill er auðvitað nauðsynlegur líka. Fölbleikir veggir og hvít húsgögn ættu að spila þar lykilhlutverk.

En! Auðvitað eru ekki allir krakkar sem eiga heima innan í þessu boxi. Hver segir að alvöru graffiti með ballettívafi og diskókúla séu ekki líka málið? Það væri gaman að hrista aðeins uppí hlutunum ekki satt?

Prufaðu að heilmála herbergið í blágráum eða grængráum lit. Ballettmyndir í römmum þurfa heldur ekki að vera mjög hefðbundnar – til dæmis er hægt að panta myndir Allposters.com og setja í ramma eða jafnvel fá grafitilistamanninn í fjölskyldunni að flippa pínulítið á einum vegg.

En burt séð frá myndum og litum á veggjum þurfa allir dansarar að hafa smá pláss til þess að æfa sig- það er auðvitað aðalmálið!


  • Einfalt (og hagkvæmt) er að setja á einn vegginn speglaflísar og sterka gardínustöng fyrir framan. Ekki myndi alvöru stjörnulýsing skemma fyrir.
  • Ikea selur meðal annars speglaflísar og lýsingu sem hengja má upp til hliðar við speglana sem hæfir alvöru dansstjörnum.
  • Gakktu í skugga um að það sé nóg gólfpláss og af sjálfsögðu að aðgengi að danstónlistinni sé mjög aðgengilegt. Hægt er að setja lítinn ipod á hillu til hliðar við speglaflísarnar.
  • Gardínustöngina má fá í flestum gluggatjaldaverslunum en hún þarf að vera frekar þykk og vera kirfilega fest við vegginn. Ég myndi líklega mæla með því að setja upp ca 12-14 speglaflísar frá gólfi og upp og setja svo upp stöngina þannig að hún sé fest sitthvoru megin við speglana.

Svona æfingavegg getur þú sett upp á einum laugardagseftirmiðdegi og þín litla dansóða (og allar vinkonur hennar) mun vera í skýjunum!

Gangi þér vel!

Sesselja Thorberg

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Fröken Fix póst HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál