Pringles fyrir pokana

„Skipulag í skápum, skúffum og að hlutirnir séu aðgengilegir fyrir heimilisfólkið er eitthvað sem ég reyni að viðhalda á mínu heimili. Mikilvægast finnst mér að viðhalda þessu og skipuleggja samkvæmt litla fólkinu sem ég á, aðallega til að auðvelda mér lífið en líka svo þau geti bjargað sér,“ segir Anna María Benediktsdóttir sem heldur úti síðunni Ég er komin heim á Facebook. Nú er hún búin að föndra hólk fyrir plastpoka heimilisins. 

Þegar skólinn byrjaði aftur eftir jólafrí ákvað ég að láta millistykkið mitt (miðjubarnið sem er 9 ára) nesta sig sjálfan á morgnana. Það gekk frekar brösuglega svona fyrst um sinn og í eitt skiptið var öll pokarúllan búin að losna og orðin tveggja metra plastlengja eftir endilöngu eldhúsinu. Við þessu er einföld lausn sem kostar MJÖG lítið. Eina sem þarf er staukur undan Pringles-snakki og hnífur.

Staukurinn er þrifinn að innan. Skerið kross í lokið og rúnnið af hornin eins og myndin sýnir. Sjálf filmaði ég staukinn minn með afgangsfilmu en það má líka skreyta með límmiðum eða mála. Nestispokarúllunni svo skellt ofan í og svo er hægt að draga einn poka í einu úr hólkinum.“

Fyrir þá sem vilja fylgjast með Önnu Maríu á Snapchat þá er hún með notendanafnið: ég er komin heim. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál