Fótboltastjarna keypti Undraland

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun

Fótboltamaðurinn Sölvi Geir Ottesen hefur fest kaup á glæsihúsi við Undraland í Fossvogi. Húsið vakti athygli þegar það kom á sölu. Hann hefur nú gert samning við taí­lenska liðið Buriram United en hann spilaði áður með kínverska liðinu Wu­h­an Zall sem hann lék með á síðustu leiktíð en þar á und­an spilaði hann með Jiangsu Sainty í Kína. Samn­ing­ur Sölva við taí­lenska liðið er til 11 mánaða en það hafnaði í fjórða sæti í deild­inni á síðustu leiktíð.

Sölvi er 32 ára gam­all og á að baki 28 leiki með ís­lenska landsliðinu. Hann hóf fer­il sinn í at­vinnu­mennsk­unni með sænska liðinu Djurgår­d­en árið 2004 og hef­ur síðan leikið með dönsku liðunum Sönd­erjyskE og FC Kö­ben­havn, Ural í Rússlandi og með kín­versku liðunum Jiangsu Sainty og Wu­h­an Zall.

Það mun ekki væsa um hann í Fossvoginum enda skjólsælt þar og mikil veðurblíða allan ársins hring. 

Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen. Ljósmynd/buriramunited.com
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál