Tíu flottustu húsin í Bandaríkjunum 2017

skjáskot/The American Institute of Architects

Elle Decor birti nýverið myndir af þeim tíu húsum sem American Institute of Architects ákvað að verðlauna í ár. Þetta er í 17. skiptið sem stofnunin veitir verðlaun fyrir framúrskarandi byggingarlist í Bandaríkjunum. Húsin í ár eru allt frá því að vera stórar villur, blokkaríbúðir og stúdentaíbúðir. 

Blue Lake Retreat í Marble Falls í Texas er fallegt endurgert hús sem fjölskylda getur flúið í til þess að slappa af. 

skjáskot/The American Institute of Architects

Fjölskylduhús í Los Altos í Kaliforníu. 

skjáskot/The American Institute of Architects

Sawmill í Tehachapi í Kaliforníu er stórt hús í miðri eyðimörk sem fjölskylda notar til þess að slappa af. 

skjáskot/The American Institute of Architects

Húsnæði í Truckee í Kaliforníu sem svipar til fjallakofa sem finna má í Sviss. 

skjáskot/The American Institute of Architects

Blokkaríbúðir í Boston. 

skjáskot/The American Institute of Architects

Þessar blokkaríbúðir i San Francisco voru byggðar með það í huga að hafa verðið raunhæft fyrir venjulegar fjölskyldur. 

skjáskot/The American Institute of Architects

Blokkaríbúðirnar hér að neðan voru byggðar í Fíladelfíu með það í huga að þær pössuðu vel inn í nærumhverfið. 

skjáskot/The American Institute of Architects

Stúdentaíbúðir við Washington University. 

skjáskot/The American Institute of Architects

Þetta húsnæði í Omaha í Nebraska er með skammtímaíbúðum fyrir fjölskyldur á meðan mæður eru að ná tökum á vímuefnavanda. 

skjáskot/The American Institute of Architects

Þetta húsnæði í Los Angeles býður upp á úrræði fyrir heimilislausa og fatlaða fyrrverandi hermenn. 

skjáskot/The American Institute of Architects
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál