Fjölnisvegur 11 kominn aftur á sölu

Fjölnisvegur 11.
Fjölnisvegur 11. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Þingholtin eru eftirsótt hjá hinum ríku og frægu á Íslandi. Nú er eitt eftirsóttasta hús hverfisins komið á sölu en það stendur við Fjölnisveg 11. Það var áður í eigu Kotasælu ehf. en hefur verið í eigum Sonju ehf. síðan 2016. Fasteignamat hússins er 156.950.000. 


Í auglýsingu frá Nordis Lögfræðiþjónustu, sem er með Fjölnisveg 11 á sölu, segir:

„Eitt glæsilegasta og virðulegasta einbýlishús landsins er nú til sölu. Um er að ræða Fjölnisveg 11, 433 fm einstaka eign á besta stað í hjarta miðbæjar Reykjavíkur. Eigin býður upp á marga möguleika,“ segir í auglýsingunni. 

Húsið komst í fréttir þegar Hannes Smárason keypti það árið 2007 en á sama tíma keypti hann húsið við hliðina á, Fjölnisveg 9.

Síðan þá hafa báðar húseignirnar verið í eigu nokkurra ólíkra aðila sem hafa átt það sameiginlegt að eiga svolítið af aurum undir koddanum. Nú er Fjölnisvegur 9 í eigu Mainehf. en félagið keypti húsið í janúar 2017 af hjónunum Hjördísi Ásberg og Hjörleifs Þórs Jakobssonar. Þá var það búið að vera í eigu Guðmundar Kristjánssonar útgerðarmanns í Brim, *SPARKLE S.A. og Unnar Sigurðardóttur svo einhverjir eigendur séu nefndir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál