Gott borðpláss númer eitt, tvö og þrjú

Neðri skáparnir eru úr reyktri eik.
Neðri skáparnir eru úr reyktri eik. Eggert Jóhannesson

Í notalegu húsi í smáíbúðahverfinu hefur lítil fjölskylda komið sér vel fyrir. Hjónakornin létu nýverið byggja við húsið þar sem nú er að finna draumaeldhúsið. Innanhússarkitektinn Helga Sigurbjarnadóttir var hjónunum til halds og trausts og er heimilisfólkið sérlega ánægt með afraksturinn.

„Það var frábært að vinna með Helgu, hún hlustar á mann og tekur ekki fram fyrir hendurnar á manni. Ég var með ákveðnar hugmyndir og var búin að skoða innréttingar á netinu sem sem mig langaði í. Ég vildi fá gott borðpláss, fullt af skápaplássi og það var auðveldlega fundin lausn á því. Einnig vildi ég ná fram einni heild, tengja eldhúsið við stofuna og borðstofuna og hafa þetta eitt rými. Ég er ofboðslega ánægð, en þetta tókst rosalega vel,“ segir húsfreyjan, en hvað hafði fjölskyldan að leiðarljósi þegar rýmið var hannað?

Borðpláss er mikið og gott, en húsfreyjan hefur gaman af …
Borðpláss er mikið og gott, en húsfreyjan hefur gaman af bakstri og eldamennsku. Eggert Jóhannesson

„Ég vildi hafa smá hreyfingu í innréttingunni og vildi ekki hafa áferðina á öllum skápum alveg slétta. Við notuðum því reykta eik í innréttinguna, en vildum halda í birtuna og tókum því hvíta efri skápa. Þetta er gamalt hús og mér finnst passa vel að hafa innréttinguna ekki hvíta og háglansandi. Einnig langaði mig ekki að hafa heilan vegg með skápum,“ segir húsfreyjan, en aðspurð hvað sé mikilvægast í vel skipulögðu eldhúsi stendur ekki á svörum:

„Gott borðpláss, það er númer eitt, tvö og þrjú. Ég lagði út með það að ég fengi gott borðpláss. Eyjan er bara eitt stórt borðpláss, en ég vildi ekki hafa helluborðið þar og háf yfir. Ég elda og baka mjög mikið, þannig að ég vildi hafa hreint borð þar sem ég gæti unnið. Ég elska eyjuna mína. Hún er þokkalega stór, en ég teygði hana eins langt og ég gat,“ játar húsfreyjan og bætir við að fjölskyldunni þyki notalegt að eyða tíma í eldhúsinu.

 „Já, við eyðum miklum tíma í þessu sameiginlega rými. Neðri hæðin samanstendur meira og minna af stofu og eldhúsi. Við erum mjög mikið þar, en það má með sanni segja að þetta sé hjarta heimilisins.“

Rýmið er bjart og notalegt.
Rýmið er bjart og notalegt. Eggert Jóhannesson
Eldhús og borðstofa mætast í opnu rými.
Eldhús og borðstofa mætast í opnu rými. Eggert Jóhannesson
Smáhlutirnir eiga sinn stað.
Smáhlutirnir eiga sinn stað. Eggert Jóhannesson
Helga Sigurbjarnadóttir sá um hönnun eldhússins.
Helga Sigurbjarnadóttir sá um hönnun eldhússins. Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál