Blátt eldhús í heillandi raðhúsi á Álftanesi

Innréttingin er blá með hvítum kvarts-steini. Stólarnir eru frá Arne ...
Innréttingin er blá með hvítum kvarts-steini. Stólarnir eru frá Arne Jacobsen og ljósið er PH. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslensk kona flutti úr Sigvaldahúsi inn í nýlegt raðhús á Álftanesi. Hún ætlaði fyrst bara að fá örlitla innanhússráðgjöf hjá Sesselju Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix, en verkefnið tók óvænta stefnu og ákvað húsráðandi að gera miklar breytingar á húsnæðinu. 

Þetta ævintýralega verkefni á Álftanesi byrjaði í raun á Quick Fix-ráðgjöf en þróaðist strax út í langtímaverk þegar við vorum búnar að fara yfir hvað það var sem hana langaði helst að gera.

Hún vildi fá rými sem virkaði vel fyrir þær mæðgur, en þær eru mikið á ferð og flugi og eru bæði í hundunum og hestunum,“ segir Sesselja.

Sesselja segir að henni hafi verið treyst 100% fyrir verkefninu og var húsráðandi opin fyrir flest öllu sem Sesselja lagði til.

„Hún flutti í þetta hús eftir að hafa búið í Sigvaldahúsi í Reykjavík mjög lengi. Hún vildi fara frá því þunga útliti sem fylgdi því húsi í eitthvað nútímalegra en þó halda ákveðnum Sigvalda-anda. Því var alveg ljóst að vísanir í Sigvaldalitina, bláan, gráan og gulan, yrðu grunnurinn, en ofan á það yrði lagt nútímaútlit með mjög góðu geymsluplássi. Eina séróskin hennar var í raun bara tvöfaldur ísskápur,“ segir Sesselja.

Þegar húsráðandi keypti húsið var hvít sprautulökkuð höldulaus innrétting í húsinu. Sesselja lagði til að þær myndu fara í róttækar breytingar á innréttingunni.

„Þegar ég var búin að skissa upp innréttinguna og kom með þá djörfu hugmynd að fletta inn í hana geómetrísk form og láta sprauta hana í MR. FIX-litnum úr litakortinu mínu var upphafspunkturinn fundinn. Allt annað fylgdi í kjölfarið,“ segir Sesselja og er þá að vísa í litakort Slippfélagsins, en öll málning í húsinu kemur þaðan.

„Við rifum niður eyjuna en endurbyggðum hana í öðru formi á sama stað. Í hana var bætt við fataskáp, sem og stórum búrskáp og háum grunnum glasaskáp. Allt var þetta að sjálfsögðu staðsett þannig að verklínurnar í eldhúsinu væru sem stystar.“

Á þessum tímapunkti þurfti að huga að stigahandriðinu.

„Ég vildi fá gróflegt efni sem myndi virka frekar sem skilrúm en handrið með vísun í form frá Sigvaldatímanum. Þar sem svo gróft efni var notað var mikilvægt fyrir mig að járnið væri létt ásýndar og engar væru sjáanlegar festingar. Ég létti enn frekar ásýndina með því að hafa mismunandi þykkt og breidd á stöngunum. Hann Þór í Suðulist sá um verkið og gerði það mjög vel en ég viðurkenni að hann lyfti aðeins augabrúnunum í áttina til mín þegar ég var í ham að útskýra hvað ég vildi fá. Ég valdi síðan fallegt mjúkt stigateppi til að vega á móti kalda efninu í handriðinu,“ segir hún. Þegar Sesselja hóf verkefnið vissi hún hvaða húsgögn voru til á heimilinu og gætti þess vel að þau pössuðu vel við breytingarnar á húsnæðinu.

„Í raun fór þetta verkefni mjög vel fram, þó að einhverjar hindranir væru í þróun formsins í innréttingunni, því allt þurfti þetta að passa, stærð innréttinga, formin sem og innfelldu höldurnar en það leystist auðvitað á endanum. Ég réði líka góðan verkefnastjóra, hann Haffa hjá HH Trésmiðju, sem er óskaplega mikilvægt í verkefni sem þessi. Ég hef alltaf lagt áherslu á að hafa gott fólk í kringum mig, Fix-teymið og þá bæði á skrifstofunni minni sem og á verkstað. Án Fix-teymisins værum við ekki búin að stækka í þetta flotta batterí sem við erum á leiðinni að verða.“

Sesselja er önnum kafin, en hún er að vinna nokkur stór verkefni. Til dæmis fyrir Rekstrarvörur og Veitur, þar sem hún er að teikna skrifstofur og vinnurými fyrir bæði fyrirtækin.

„Ég er einnig með tvö hús í gangi þar sem heildarhönnun er í gangi – sem svipar kannski dálitið til þessa ævintýraverkefnis á Álftanesi. Svo eru nokkur eldhúsverkefni og baðherbergi einnig í gangi. Svo mætti ég nú ekki gleyma að nefna að ég er einnig að sjá um heildarútlit og fagstjórn yfir stóru heimilissýningunni Amazing Home Show, sem er núna í enda maí ásamt Vista Expo. Það er líka mjög spennandi verkefni og þar á meðal er ég að aðstoða söngfuglana Frikka Dór og Þórunni Antoníu að hanna sitt draumaherbergi á sýningunni. Mjög mikið stuð þar,“ segir hún.

Mikið er lagt í innréttinguna en hún er úr MDF ...
Mikið er lagt í innréttinguna en hún er úr MDF efni og fræsað er upp úr til að búa til munstur. Það þurfti að vanda til verks til þess að munstrið myndi allt passa saman. mbl.is/Kristinn Magnússon
Blátt mætir bláu.
Blátt mætir bláu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Innréttingin er ákaflega vönduð.
Innréttingin er ákaflega vönduð. mbl.is/Kristinn Magnússon
Heimilið er bjart og fallegt. Hér má sjá Montana hillur ...
Heimilið er bjart og fallegt. Hér má sjá Montana hillur og gráar fallegar gardínur. mbl.is/Kristinn Magnússon
Eldhúsið er fallegt.
Eldhúsið er fallegt. mbl.is/Kristinn Magnússon
Brauðbretti og blá ská frá Iittala.
Brauðbretti og blá ská frá Iittala. mbl.is/Kristinn Magnússon
Stigahandriðið er sérsmíðað. Hér má sjá húsgögn eftir fræga hönnuði ...
Stigahandriðið er sérsmíðað. Hér má sjá húsgögn eftir fræga hönnuði eins og Finn Juhl, Noguchi og svo prýðir Arco lampinn umhverfið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Horft upp stigann.
Horft upp stigann. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sesselja Thorberg hannaði húsið að innan. Hún rekur fyrirtækið Fröken ...
Sesselja Thorberg hannaði húsið að innan. Hún rekur fyrirtækið Fröken Fix. Ljósmynd/Saga Sig
Svona leit eldhúsið út fyrir breytingar.
Svona leit eldhúsið út fyrir breytingar.
Úr eldhúsinu er hægt að labba út á pall.
Úr eldhúsinu er hægt að labba út á pall.

Er vegan og vinnur medalíur á svellinu

Í gær, 21:00 Skautadrottningin Meaghan Duhamel tók með sér nesti á Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu. Duhamel er búin að vera vegan í tíu ár og hefur aldrei lent í meiðslum. Meira »

Svona er hártískan 2018

Í gær, 18:00 Hártískan hefur sjaldan verið jafn litrík og síðustu misseri. Baldur Rafn Gylfason eigandi heildsölunnar bPro segir að það verði mikið um metallic- og pastelliti ásamt silfurlituðum tónum á næstunni. Baldur segir að það sé mikil kúnst að ná þessum litum fram svo þeir haldist í hárinu. Nú er hann farinn að flytja inn liti frá Hair Passion og segir Baldur að það sé mikill fengur í að fá þessa liti því þeir framleiði fullkomnar blöndur fyrir liti og tóna. Meira »

Eyðir þú peningum vegna hugarangurs?

Í gær, 15:49 Fjölmargar rannsóknir á áhrifum föstu hafa sýnt fram á að áhrifin eru ekki aðeins líkamleg, heldur upplifa þeir sem fasta gjarnan andlega upplyftingu. En hvernig getum við heimfært hugmyndafræði föstunnar yfir á önnur svið lífsins?,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi. Meira »

Þorirðu að gera eitthvað öðruvísi í sumar?

Í gær, 12:46 Stuttar buxur, hvort heldur sem er stuttar útvíðar við ökkla, eða stuttbuxur í alls konar litum verða allsráðandi í sumar. Einnig eru síðar útvíðar buxur áberandi fyrir sumarið. Ertu tilbúin í herlegheitin? Meira »

Á ég að loka á gifta manninn?

í gær „Ég kynntist manni sem á konu. Hann er rosalega ljúfur og góður og við svakalega góðir vinir. Samband okkar þróaðist úr vináttu og í eitthvað meira. Hann og konan hafa átt í miklum vandræðum og er samband þeirra mjög slæmt og augljóst að hann ber litlar sem engar tilfinningar til hennar.“ Meira »

Aldur færir okkur hamingju

í gær Mörg okkar lifa í þeirri blekkingu að lífið verði minna áhugavert með aldrinum. Á meðan rannsóknir sýna að það er einmitt öfugt. Með aldrinum öðlumst við þekkingu, reynslu, auðmýkt og hamingju samkvæmt rannsóknum. Meira »

Mættu í hettupeysum og pilsum

í fyrradag Mörgum þykir hettupeysur bara ganga við gallabuxur. Fólk á þessari skoðun ætti að fara að endurforrita tískuvitund sína þar sem nú eru hettupeysur og pils aðalmálið. Meira »

Gáfu gömlu eldhúsinnréttingunni nýtt líf

í gær Þórunn Stella Hermannsdóttir og Davíð Finnbogason breyttu eldhúsinu hjá sér á dögunum þegar þau máluðu myntugræna eldhússkápana hvíta á lit. Þórunn Stella myndaði ferlið frá a til ö. Meira »

Fimm ástæður fyrir kynlífi í kvöld

í fyrradag Það er hægt að finna fjölmargar góðar ástæður fyrir því að stunda kynlíf fyrir utan þá augljósu, bara af því það er gott.   Meira »

Hryllileg stemming hjá Gucci

í fyrradag Í sal sem minnti á skurðstofu gengu litríkar fyrirsætur Gucci niður tískupallinn. Litrík föt féllu í skuggann á óhugnanlegum aukahlutum. Meira »

Árshátíð Árvakurs haldin með glans

í fyrradag Gleðin var við völd þegar Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, mbl.is, K100 og Eddu útgáfu, hélt árshátíð sína í Gamla bíó um síðustu helgi. Meira »

„Enginn fullorðinn vill láta skipa sér fyrir“

í fyrradag „Það sem eldra fólk er að fást við er að stórum hluta að aðlagast breyttum aðstæðum og vinna sig í gegnum söknuð. Sem dæmi eru margir búnir að missa maka sinn, missa hreyfigetuna, sumir þurfa að aðlagast að flytja á hjúkrunarheimili og búa þá ekki í sínu húsi eins og þau eru vön. Breytingar þegar við verðum eldri, getur komið út í reiði.“ Meira »

Heimilislíf: Miklu rómantískari en áður

22.2. Elín Hirst býr ásamt eiginmanni sínum, Friðriki Friðrikssyni, í fallegu einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Eftir að hjónin fluttu varð Elín miklu rómantískari. Hún keypti til dæmis kristalsljós á veggina og speglaborð úr Feneyjagleri. Meira »

Skortir kynlíf en vill ekki halda fram hjá

21.2. „Ef ég stunda ekki kynlíf verð ég slæmur í skapinu en kynlífið með kærustunni er alveg dottið niður. Ég vil ekki vera náinn einhverjum öðrum, ég vil bara meira kynlíf með kærustunni minni.“ Meira »

Hvers vegna viltu dýrt heimili?

21.2. Heimilið á að segja sögu okkar og alls staðar þar sem reynt er of mikið til að allt líti sem dýrast út, það er ekki heimili sem er að virka eins og það á að gera. Þar er verið að skapa ímynd sem er ekki raunveruleiki heldur draumur um eitthvað annað líf. Þar sem sótt er í það sem á að vera „æðislegra” en það sem er. Meira »

Allt á útopnu í Geysi

21.2. Það var margt um manninn við sýningaropnun í Kjallaranum í Geysi Heima á laugardaginn þegar Halla Einarsdóttir opnaði einkasýningu sína, ÞRÖSKULDUR, SKAÐVALDUR, ÁBREIÐUR. Fjöldi fólks lagði leið sína á Skólavörðustíginn en boðið var upp á léttar veitingar. Meira »

Íslenskur karl berst við einmanaleika

22.2. „Er rúmlega þrítugur og aldrei verið í sambandi og hef verið að berjast við gífurlegan einmanaleika. Ég hef reynt allnokkrum sinnum að tengjast einhverjum en fæ höfnun á eftir höfnun. Ég reyni að halda höfði en það er farið að reynast erfitt.“ Meira »

Ófrjósemi er ekkert til að skammast sín fyrir

21.2. Eftir þrjú ár af árangurslausum tilraunum til þess að eignast barn hafa Eyrún Telma Jónsdóttir og unnusti hennar Rúnar Geirmundsson ákveðið að leita sér frekari hjálpar. Meira »

Mjöður sem kveikir meltingareldinn

21.2. „Logandi sterkur eplasíder er magnað fyrirbæri og eitthvað sem við ættum öll að brugga á þessum tíma árs. Svona mjöður „bústar“ ofnæmiskerfið og hitar okkur frá hvirfli ofan í tær. Nú er lag að skella í einn (eða tvo) til að koma eldhress undan vetri,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir í Systrasamlaginu í sínum nýjasta pistli. Meira »

Er ég of ung fyrir botox?

21.2. „Ég er tæplega þrítug og farin að hafa áhyggjur af því að eldast. Það eru ekki komnar neinar sjáanlegar hrukkur en andlitið mitt er farið að missa fyllingu og verða „eldra“ í útliti,“ spyr íslensk kona. Meira »