Flauelið skapar hlýju og lúxus

Flauelssófinn er frá Alter London.
Flauelssófinn er frá Alter London.

Innanhússarkitektinn Hanna Stína er mjög hrifin af flaueli og hefur hún gert mikið af því að sérpanta húsgögn frá Alter London fyrir kúnnana sína. 

Hvað er það við flauelið sem þú fílar svona vel?

„Flauelskennd efni minna mann á lúxus – þau hafa einhverja dýpt sem önnur efni hafa ekki. Flauel kemst upp með að bera liti betur en önnur efni og svo getur flauel breyst eftir því hvernig birtan fellur á það,“ segir hún.

Hanna Stína segir að Íslendingar hafi notað mikið plussefni á fyrri tímum og það minni á flauelið. „Við höfum flauelskennd efni í húsgagnasögu okkar. Svo eins og með allt annað þá fer þetta í hringi og fólk er að taka inn flauel meira núna á kostnað annarra efna,“ segir hún.

Hvað finnst þér flauelssófar til dæmis gera fyrir heimili? „Flauel passar við öll önnur efni þannig að það er auðvelt að bæta því inn í húsgagnaflóruna á heimilinu – flauel bætir inn hlýju og lúxus.“

Hanna Stína segir að himinbláir litir séu vinsælastir í bland við hreindýragráan og grænan.

„Svo er ég nýlega orðin veik fyrir rauðbleikum og „coral“ litum,“ segir hún.

Hvernig finnst þér íslensk heimili vera að breytast?

„Fólk er óhræddara við að prófa liti núna og við erum að færast úr mínimalískri naumhyggju yfir í meiri íburð og glans.“

Flauelssófinn og pullan er frá Alter London. Hanna Stína er …
Flauelssófinn og pullan er frá Alter London. Hanna Stína er mjög hrifin af þessum sægræna lit.
Leðursófinn er frá Alter London.
Leðursófinn er frá Alter London.
Hér sést leðursófinn betur. Þetta heimili hannaði Hanna Stína.
Hér sést leðursófinn betur. Þetta heimili hannaði Hanna Stína.
Stólarnir eru frá Alter London og setja svip sinn á …
Stólarnir eru frá Alter London og setja svip sinn á borðstofuna. Ljósin fyrir ofan borðið eru frá Tom Dixon.
Hanna Stína er mjög hrifin af stungnum húsgögnum.
Hanna Stína er mjög hrifin af stungnum húsgögnum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál