Alltaf með sokka og vettlinga á prjónunum

Tvíburasysturnar Guðrún og Þuríður eru flinkar í höndunum.
Tvíburasysturnar Guðrún og Þuríður eru flinkar í höndunum. ljósmynd/Ýmir Jónsson

Guðrún S. Magnúsdóttir er höfundur bókarinnar Teppaprjón ásamt tvíburasystur sinni Þuríði. Þetta er ekki fyrsta prjónauppskriftabók Guðrúnar enda er hún annáluð handavinnukona. Guðrún segir prjónaskapinn vera einstaklega róandi afþreyingu þar sem sköpunarkrafturinn fær oft lausan tauminn. 

Hvernig bók er Teppaprjón? 

Teppaprjón er bók með 42 uppskriftum að ungbarnateppum, sem eru fjölbreytt, litrík og falleg. Teppin eru hönnuð af mér og tvíburasystur minni Þuríði Magnúsdóttur.

Hvaða aðrar bækur hefur þú gefið út? 

Út hafa komið bækurnar Sokkaprjón, Húfuprjón, Vettlingaprjón og Treflaprjón og er því Teppaprjón fimmta bókin sem út kemur eftir mig.

Áttu þér uppáhaldsteppi úr bókinni? 

Já það á ég, en það er teppið Dýragarður. Þetta teppi er byggt á gömlu teppi sem ég prjónaði fyrir dóttur mína áður en hún fæddist og þykir mér því mjög vænt um það. 

Teppið Dýragarður er í uppáhaldi hjá Guðrúnu.
Teppið Dýragarður er í uppáhaldi hjá Guðrúnu. ljósmynd/Ýmir Jónsson

Hvernig er að gera bók með systur sinni? 

Það er óhætt að segja að það verkefni hafi gengið mjög vel þar sem að við höfum alla tíð unnið mjög þétt og náið saman. Uppskriftirnar unnum við hvor í sínu lagi þannig að teppin í bókinni eru ýmist eftir mig eða hana. Við vorum sammála um öll verkefnin í bókinni enda erum við og höfum alltaf verið einstaklega samrýndar.  

Hvað finnst þér skemmtilegast að prjóna?

Alla tíð hefur mér þótt einstaklega gaman að prjóna litríka sokka og vettlinga og er ég nánast alltaf með sokka og vettlinga á prjónunum.

ljósmynd/Ýmir Jónsson

Hvenær byrjaðir þú að prjóna? 

Móðir okkar, Unnur Benediktsdóttir, kenndi okkur að prjóna þegar við vorum 7-8 ára gamlar enda var hún einstaklega hugmyndarík og hvetjandi í allri handavinnu okkar systra. 

Geta allir lært að prjóna?

Allir geta lært að prjóna og óhætt er að segja að æfingin skapi meistarann þannig að enginn galdur er við prjónaskap.

Ertu komin með hugmynd að næstu bók?

Já næsta bók er í vinnslu og er væntanleg í haust.

ljósmynd/Ýmir Jónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál