Alltaf með sokka og vettlinga á prjónunum

Tvíburasysturnar Guðrún og Þuríður eru flinkar í höndunum.
Tvíburasysturnar Guðrún og Þuríður eru flinkar í höndunum. ljósmynd/Ýmir Jónsson

Guðrún S. Magnúsdóttir er höfundur bókarinnar Teppaprjón ásamt tvíburasystur sinni Þuríði. Þetta er ekki fyrsta prjónauppskriftabók Guðrúnar enda er hún annáluð handavinnukona. Guðrún segir prjónaskapinn vera einstaklega róandi afþreyingu þar sem sköpunarkrafturinn fær oft lausan tauminn. 

Hvernig bók er Teppaprjón? 

Teppaprjón er bók með 42 uppskriftum að ungbarnateppum, sem eru fjölbreytt, litrík og falleg. Teppin eru hönnuð af mér og tvíburasystur minni Þuríði Magnúsdóttur.

Hvaða aðrar bækur hefur þú gefið út? 

Út hafa komið bækurnar Sokkaprjón, Húfuprjón, Vettlingaprjón og Treflaprjón og er því Teppaprjón fimmta bókin sem út kemur eftir mig.

Áttu þér uppáhaldsteppi úr bókinni? 

Já það á ég, en það er teppið Dýragarður. Þetta teppi er byggt á gömlu teppi sem ég prjónaði fyrir dóttur mína áður en hún fæddist og þykir mér því mjög vænt um það. 

Teppið Dýragarður er í uppáhaldi hjá Guðrúnu.
Teppið Dýragarður er í uppáhaldi hjá Guðrúnu. ljósmynd/Ýmir Jónsson

Hvernig er að gera bók með systur sinni? 

Það er óhætt að segja að það verkefni hafi gengið mjög vel þar sem að við höfum alla tíð unnið mjög þétt og náið saman. Uppskriftirnar unnum við hvor í sínu lagi þannig að teppin í bókinni eru ýmist eftir mig eða hana. Við vorum sammála um öll verkefnin í bókinni enda erum við og höfum alltaf verið einstaklega samrýndar.  

Hvað finnst þér skemmtilegast að prjóna?

Alla tíð hefur mér þótt einstaklega gaman að prjóna litríka sokka og vettlinga og er ég nánast alltaf með sokka og vettlinga á prjónunum.

ljósmynd/Ýmir Jónsson

Hvenær byrjaðir þú að prjóna? 

Móðir okkar, Unnur Benediktsdóttir, kenndi okkur að prjóna þegar við vorum 7-8 ára gamlar enda var hún einstaklega hugmyndarík og hvetjandi í allri handavinnu okkar systra. 

Geta allir lært að prjóna?

Allir geta lært að prjóna og óhætt er að segja að æfingin skapi meistarann þannig að enginn galdur er við prjónaskap.

Ertu komin með hugmynd að næstu bók?

Já næsta bók er í vinnslu og er væntanleg í haust.

ljósmynd/Ýmir Jónsson
mbl.is

Heillandi heimur í Hveragerði

09:00 Þetta huggulega einbýlishús er á einni hæð og staðsett í Hveragerði. Það er unun að skoða myndirnar og sjá hvernig húsgögnum er raðað upp á heillandi hátt. Meira »

Get ég breytt vondum samskiptum í lífi mínu?

06:00 „Ég er mikill aðdáandi félagsvísindakonu að nafni Bréne Brown en hún hefur stundað rannsóknir á þörfum okkar hvað samskipti varðar og hefur komist að áhugaverðum niðurstöðum þar. Hún talar um Béin 3 sem á enskunni útleggjast sem to be brave – to belong – to be loved, eða á íslensku að vera hugrakkur – að tilheyra og að vera elskaður. Meira »

Umdeildustu kjólarnir á SAG

Í gær, 23:59 Allt nema svart var áberandi á rauða dreglinum fyrir SAG-verðlaunin. Stjörnurnar voru litaglaðar þennan sunnudaginn en það tókst misvel hjá þeim. Meira »

Glitrandi kjólar allsráðandi

Í gær, 21:00 Best klæddu konurnar á SAG-verðlaunahátíðinni áttu það sameiginlegt að mæta í glitrandi kjólum.   Meira »

Þjálfari Kardahsian veitir fjögur góð ráð

Í gær, 18:00 Þrátt fyrir að rassummál Kim Kardashian sé ekki lítið þá er sagan allt önnur þegar kemur að mittinu. Stjarnan hefur sjaldan verið í jafngóðu formi og þakkar þjálfaranum sínum, Melissu Alcantara, fyrir hvatninguna. Meira »

61 fm krútthús í Hafnarfirði

Í gær, 15:00 Húsin gerast ekki mikið sætari en þetta 61 fm hús sem stendur við Kirkjuveg 13. Í húsinu er hver einasti fermetri nýttur til fulls. Meira »

10 lífsreglur Móður Teresu

í gær Móðir Teresa var kærleiksboðberi sem tileinkaði þeim allra fátækustu líf sitt. Hún breytti samtíma sínum og kenndi öðru fremur auðmýkt og ást. Í lifandi lífi leit hún ekki á sig sem leiðtoga, en vildi að verkin sem hún vann með höndum tveimur, myndu sannfæra fólk um að hver og einn skiptir máli. Meira »

Allt á útopnu á þorrablótinu

Í gær, 12:00 Þorrablót Aftureldingar var haldið á laugardagskvöldið í Varmá í Mosfellsbæ. Stuð og stemning var á liðinu.   Meira »

Sjóböð og áhrif þeirra á heilsuna

í gær Viðar Bragi Þorsteinsson starfar hjá Íslenskri erfðagreiningu og hefur stundað sjóböð vikulega í 13 ár, eða frá árinu 2004.  Meira »

Undir kjólnum leyndist typpi

í fyrradag „Ég fór heim með konu sem ég hitti á næturklúbbi. Ég varð hissa þegar við fórum úr fötunum og sá að hún var með karlkynskynfæri. Þetta var mjög óvænt en við skemmtum okkur þó vel í rúminu.“ Meira »

Ráðgjöf eykur persónulegan vöxt

í fyrradag Kári Eyþórsson er vinsæll fjölskyldu- og einstaklingsráðgjafi sem hefur starfað við fagið í yfir 25 ár. Hann rekur Ráðgjafaskólann og hefur lagt sitt af mörkum í gegnum árin til að efla þekkingu og skilning fólks á því hvernig hægt er að nota ráðgjöf til að þroskast og eflast í lífinu. Meira »

Hverju má ekki gleyma í eldhúsbreytingum?

í fyrradag Að skipta út innréttingunni, brjóta niður vegg og setja eyju eða henda efri skápunum og setja hillur. Hvað skiptir mestu máli þegar eldhúsið er tekið í gegn? Meira »

Að finna bestu leiðina

í fyrradag Þær Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, og Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður hafa vakið athygli víða með nýrri leið til stefnumótunar sem kallast Design Thinking. Þær halda námskeið á vegum Opna háskólans um þessa aðferð. Meira »

Með ósamstæða eyrnalokka

21.1. Það glitti í töffarann Meghan Markle þrátt fyrir fágaða kápu frá Stellu McCartney þegar hún heimsótti Cardiff. Meghan hættir ekki að fylgjast með tískunni þrátt fyrir að vera að ganga í bresku konungsfjölskylduna. Meira »

Bæjarstjórahjónin létu sig ekki vanta

20.1. Á þriðja hundrað gestir mættu á O'Learys í Smáralind þegar staðurinn fagnaði formlega opnuninni. Jonas Reinholdsson, eigandi O’Learys-veitingakeðjunnar, mætti og klippti á borða. Meira »

Fjórir slæmir ávanar fyrir svefninn

20.1. Það er mikilvægt að huga að húðinni fyrir svefninn, bæði rétt fyrir svefn og þegar við sofum til að koma í veg fyrir öldrun húðarinnar. Það vill enginn breytast í ellikerlingu á einni nótt. Meira »

Er löngun þín í sætindi eða mat stjórnlaus?

í fyrradag Esther Helga Guðmundsdóttir er einn virtasti sérfræðingur landsins þegar kemur að matarfíkn. Hún er eftirsóttur fyrirlesari hér heima og erlendis og hefur í áraraðir veitt matarfíklum ráðgjöf og meðferðir í gegnum MFM Matarfíknarmiðstöðina. Meira »

6 heimspekingar gefa ráð sem virka

21.1. Forngrísk heimspeki kemur reglulega upp á yfirborðið. Við tókum saman lista um sjö leiðir sem hægt er að fara í anda sjö heimspekinga, til að öðlast meira nærandi og gefandi líf. Meira »

Fimm atriði sem er eðlilegt að rífast um

20.1. Öll pör rífast, líka þau hamingjusömu, hvernig við rífumst er svo annað mál. Rífst þú um eitt af þessum fimm atriðum?  Meira »

Engu breytt í 60 ár enda ekki ástæða til

20.1. Stórir gluggar, hlaðnir grjótveggir og viður eru áberandi í þessu vel heppnaða og vandaða húsi sem byggt var 1954.  Meira »