Sófar í eldhúsið koma sterkir inn

Hægt er að hafa sófa til hliðar eða nota í …
Hægt er að hafa sófa til hliðar eða nota í stað stóla við borð. ljósmynd/Devolkitchens.co.uk

Bekkir hafa verið áberandi við eldhús- og stofuborð síðustu misserin. Nú er það hins vegar svo að sófar eru að verða vinsælir við eldhúsborðin. 

Kannski þetta sé tilkomið vegna þess að heimili eru að verða opnari og flæðið á milli eldhúss, stofu og borðstofu er meira. En hvað um það, mjúkir sófar, pullur og bólstraðir stólar eru að verða algengari við eldhúsborðið samkvæmt Country Living

Hér kemur sófi vel út á móti klassískum stólum.
Hér kemur sófi vel út á móti klassískum stólum. skjáskot/Pinterest

Zoe Parker hjá hönnunarfyrirtækinu deVol Kitchens segir að eldhús séu ekki bara rými þar sem fólk eldar mat heldur staður þar sem fjölskylda og vinir safnast saman, elda og slaka á. Þess vegna eru eldhúsið og stofan að renna saman í eitt. 

Það getur verið sniðugt að vera með sófa með pullum sem hægt er að snúa við og áklæði sem hægt er að stinga í þvottavélina sökum þess að það er ekki alltaf tandurhreint inni í eldhúsi.

Sófi við eldhúsborð skapar skemmtilega stemmingu.
Sófi við eldhúsborð skapar skemmtilega stemmingu. skjáskot/Pinterest
Það er örugglega þægilegt að drekka morgunkaffi í leðursófunum í …
Það er örugglega þægilegt að drekka morgunkaffi í leðursófunum í þessu stóra eldhúsi. ljósmynd/Devolkitchens.co.uk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál