Þegar gólfefni er valið

Úr mörgu þarf að velja en vanda þarf valið.
Úr mörgu þarf að velja en vanda þarf valið. mynd/samsett

Sæl Fröken Fix

Við fjölskyldan erum nýflutt í gamalt einbýli í Kópavogi. Okkur hjónin greinir á um hvernig við högum gólfefnum á milli herbergja. Ég vil endilega halda í gamlan sjarma gólfefnanna með því að halda sem flestu en bara pússa upp parketið. Maðurinn minn aftur á móti vill helst flota allt og lakka, fá allt nýtt og gott flæði á milli herbergjanna. Getur þú aðeins aðstoðað okkur með hvaða atriðið væri best að hafa í huga þegar ný gólfefni eru valin?

kveðja, Linda

Kæra Linda

Takk fyrir að senda þessa fyrirspurn. Þegar farið er í framkvæmdir að þessu tagi eru nokkrir hlutir sem vert er að hafa í huga. Það getur margborgað sig að ana ekki út í hlutina og fá prufur af öllu því sem kemur til greina og máta á staðnum.

Maðurinn þinn vill flota allt en þú halda í gamlan sjarma. Spáið í hvort ekki sé hægt sé að taka það besta úr báðum möguleikum?

Að flota getur verið mjög smart lausn á réttum stað með réttum húsgögnum en ég gæti líka vel trúað því að það sé heildin sem hann sækist í, þ.e.a.s. eitt gólfefni á öllu og þröskuldar á bak og burt.

Gamli sjarminn er heillandi hugmynd en athugaðu þó að forðast „gólfefna-fyllerí“, sem er annað hugtak ef of margar tegundir af gólfefnum eru settar saman.

Hvað með að velja eitt ljóst gólfefni á allt sem getur flotið á milli allra rýma og velja svo skemmtilega flísalögn á forstofuna í gamaldags stíl?

Skoðaðu gólfefni sem hafa gamaldags sjarma við sig eins og parket með fösun eða vintage-útliti sem hægt er að setja yfir allt rýmið.

Parket með gamaldags sjarma.
Parket með gamaldags sjarma.

Korkparket er líka frábær kostur til að draga úr hljóðvist ef hátt er til lofts eða mörg börn eru á heimilinu.

Korkparket.
Korkparket.

Svo margar fallegar flísalausnir eru til í forstofu til dæmis. Franska útlitið eða jafnvel geometrískt í gamaldags „layouti“.

Geómetrískar flísar í forstofu.
Geómetrískar flísar í forstofu.

En hvað sem þið endið í er gott fyrir ykkur, og alla aðra sem eru í sömu hugleiðingum, að hafa þessa punkta til hliðsjónar.

Hljóðvist. Eru mörg börn á heimilinu eða býr einhver fyrir neðan þig?  Þá væri korkurinn hugsanlega eitthvað fyrir þig... í það minnsta þarf að huga vel að undirlaginu.

Hvað eldist vel? Veldu liti sem haldast innan klassísku línanna eins og eik, brúnir og gráir tónar eru þar líka. Ef þú ert staðföst á því að velja flísar sem þú veist að kannski „detta út“ eftir einhvern tíma, takmarkaðu þá þau svæði og vertu tilbúin að skipta þegar þar að kemur.

Ending. Er nýja gólfefnið þannig gert að auðvelt er að pússa það upp, skipta út planka/flís eða gera við það? Hafðu það í huga líka.

Gangi ykkur vel,

Sesselja

Fallegt gólfefni getur gert gæfumuninn.
Fallegt gólfefni getur gert gæfumuninn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál