Óli Stef og Kristín selja slotið

Handboltahetjan hefur látið fara vel um sig á Sjafnargötunni síðustu …
Handboltahetjan hefur látið fara vel um sig á Sjafnargötunni síðustu ár. mynd/samsett

Handboltastjarnan Ólafur Stefánsson og kona hans Kristín Soffía Þorsteinsdóttir hafa sett stórglæsilegt einbýlishús sitt á Sjafnargötu í Reykjavík á sölu. En ásett verð er 220 milljónir. 

Nýjar og stílhreinar innréttingar prýða heimilið en stofan er einkar glæsileg þar sem hátt er til lofts. Fiskibeinaparket prýðir gólfin en í anddyri og gangi má sjá fallegar flísar í frönskum stíl. 

Af fasteignavef mbl.is: Sjafnargata 14 

mbl.is