Gisting á einkaeyju fyrir 60 þúsund krónur

Gisting á eyjunni kostar aðeins 60 þúsund krónur nóttina.
Gisting á eyjunni kostar aðeins 60 þúsund krónur nóttina. Skjáskot/Airbnb

Ef þig hefur einhvern tímann dreymt um að setjast að á einkaeyju en ert ekki syndandi í seðlum erum við með frábærar fréttir fyrir þig. 

„Fuglaey“ er lítill eyja sem er í 20 mínútna bátsferð í burtu frá strendum Belize og hægt er að leigja alla eyjuna fyrir aðeins 60 þúsund krónur nóttina á Airbnb.

Því miður er dvöl á eyjunni fullbókuð næstu tvö árin en það er hinsvegar von fyrir okkur öll að skella okkur þangað sumarið 2019.

Á eyjunni er allt sem þarf til þess að gera fríið unaðslegt. Hægt er að skella sér á kajak, leggja sig í hengirúmum sem staðsett eru um alla eyjuna og kafa í fagurbláa vatninu sem umlykur eyjuna.   

Það má einnig til gamans geta að á eyjunni er góð og gild internet tenging fyrir þá sem eru ekki tilbúnir að sleppa alveg tengingunni við umheiminn.



Eyjan er lítil en krúttleg.
Eyjan er lítil en krúttleg. Skjáskot/Airbnb
Aðalhúsið á eyjunni.
Aðalhúsið á eyjunni. Skjáskot/Airbnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál