Heillandi piparsveinaíbúð í 101

Magnús Júlíusson býr ákaflega vel í huggulegri íbúð í miðbænum.
Magnús Júlíusson býr ákaflega vel í huggulegri íbúð í miðbænum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Magnús Júlíusson verkfræðingur, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar og stundakennari við Háskólann í Reykjavík, býr í afar smekklegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Magnús er einhleypur og flutti í íbúðina síðasta sumar. Það sem heillaði hann var þessi mikla lofthæð og guðdómlega útsýnið yfir miðbæ Reykjavíkur.

Magnús festi kaup á íbúðinni í sumar og hans fyrsta verk eftir að hann fékk afhent var að láta mála íbúðina. Liturinn sem varð fyrir valinu heitir Glowing Paris og kemur frá Sérefni. Liturinn er hlýr og fallegur og setur mikinn svip á íbúðina. Öll íbúðin er máluð í þessum lit nema svefnherbergið, það er málað í tveimur tónum dekkri lit. Þessi blái litur er vel við hæfi því Magnús er alveg blár í gegn eins og sagt er en um tíma var hann formaður SUS.

Blái sófinn og barinn koma úr Snúrunni. Rókókó-stólarnir koma úr ...
Blái sófinn og barinn koma úr Snúrunni. Rókókó-stólarnir koma úr fjölskyldu Magnúsar en hann lét yfirdekkja þá með skinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íbúðin sjálf er einföld og smekkleg í grunninn með hvítri sprautulakkaðri innréttingu í eldhúsinu og rúmgóðri eyju. Eldhúsið er opið inn í stofu og því lagði Magnús mikið upp úr því að fá gott borðstofuborð því honum finnst gaman að elda og fá vini í heimsókn.

„Ég keypti íbúðina út af staðsetningunni og svo heillaðist ég af lofthæðinni og gluggunum,“ segir Magnús en lofhæðin í íbúðinni er tæpir þrír metrar. Íbúðin var í þokkalegu standi og þurfti ekki að fara út í neinar stórar framkvæmdir heldur var nóg að mála. Þegar ég spyr Magnús hvað honum finnist skipta mestu máli þegar kemur að heimilinu segist hann hafa lagt upp úr því að fá sér þægilegan, djúpan og góðan sófa. Svo er hann mjög hrifinn af marmara.

„Sófinn sem er úr flaueli kemur frá Bolia sem fæst í Snúrunni. Þar sem ég hef aldrei gengið í flauelsfötum fannst mér upplagt að fá mér flauelssófa. Þessi sófi varð strax í miklu uppáhaldi. Svo langaði mig í marmaraborðstofuborð og kemur frá Design By Us,“ segir hann. Við borðið er Magnús með samansafn af stólum sem passa vel saman.

Skáparnir eru úr Snúrunni og líka borðstofuborðið sem er úr ...
Skáparnir eru úr Snúrunni og líka borðstofuborðið sem er úr marmara. mbl.is/Kristinn Magnússon

Upp við vegginn við hliðina á borðstofuborðinu er Magnús með nokkrar hillueiningar sem mynda fallega heild. Þær eru bæði sprautulakkaðar gráar og úr hnotu. Lagið á þeim er fallegt og þannig hannaðar að það er gaman að raða bókum og skrautmunum upp á heillandi hátt. Á veggnum fyrir ofan hillurnar hanga tvær myndir eftir Ragnheiði Jónsdóttur. 

Heimilið er glansandi fínt þegar ég og Kristinn Magnússon ljósmyndari heimsækjum Magnús. Hann er spurður að því hvort hann sé snyrtipinni. Eftir smá þref játar hann að hann vilji hafa heimilið fínt.

„Mér finnst samt hræðilega leiðinlegt að þrífa og kýs að kaupa þá þjónustu. Annað get ég séð um sjálfur. Amma mín yrði nú ekki ánægð með mig núna því hún lagði mikinn metnað í að kenna mér að þrífa,“ segir hann og hlær.

Liturinn Glowing París frá Sérefni prýðir íbúðina.
Liturinn Glowing París frá Sérefni prýðir íbúðina. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon

Í stofunni er flottur heimabar. Þegar ég spyr Magnús hvort hann taki JR Ewing á þetta og fái sér sjúss eftir erfiða daga á skrifstofunni játar hann að hann fái sér nú alveg einn og einn.

„Mér finnst gott að fá mér einn dreitil þegar ég kem heim,“ segir hann. Spurður að því hvað hann geri þegar hann kemur heim úr vinnunni (annað en að drekka af heimabarnum) játar hann að honum finnst gaman að spila einn og einn tölvuleik.

„Ég les líka mikið af fræðibókum þegar ég er heima og það geri ég í bláa flauelssófanum. Ég geri líka töluvert af því að vinna heima og ef ég er að vinna í tölvunni finnst mér best að sitja við borðstofuborðið.“

Það er ekki mjög langt síðan Magnús varð einhleypur eftir langt samband. Hann segir að það taki tíma að venjast piparsveinalífinu.

„Maður þarf að læra að umbera sjálfan sig og kunna að vera með sjálfum sér. Það er gott að fara í gegnum það þótt það sé erfitt á köflum.“  

Magnús spilar ekki bara tölvuleiki og les fræðibækur. Honum finnst gaman að fá vini sína í mat. Hann segir að það sé reyndar ekki komin nein svakaleg reynsla því hann er það nýfluttur inn.

„Ég hef gaman að vera með vinum mínum og miðað við mætingu þeirra til mín þá hlýtur þeim að finnst ég skemmtilegur. Vinirnir hafa þó komið nokkrum sinnum í mat til mín,“ segir hann.

Sérblað um Heimili og hönnun fylgir Morgunblaðinu í dag. Blaðið er 64 síður og afar veglegt. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Apinn frá Kaj Bojensen er á sínum stað.
Apinn frá Kaj Bojensen er á sínum stað. mbl.is/Kristinn Magnússon
Demanturinn frá Reflections Copenhagen er arfasmart inni í svefnherbergi.
Demanturinn frá Reflections Copenhagen er arfasmart inni í svefnherbergi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þegar Magnús flutti inn var þessi hvíta sprautulakkaða eldhúsinnrétting.
Þegar Magnús flutti inn var þessi hvíta sprautulakkaða eldhúsinnrétting. mbl.is/Kristinn Magnússon
Spegillinn á veggnum er frá Reflections Copenhagen. Hann fæst í ...
Spegillinn á veggnum er frá Reflections Copenhagen. Hann fæst í Snúrunni og líka borðið sem er undir speglinum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Magnús notar marmaraborðið sem vinnuborð þegar hann vinnur heima hjá ...
Magnús notar marmaraborðið sem vinnuborð þegar hann vinnur heima hjá sér. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Keppt í kærleikanum!

09:00 Fermingamæðgurnar Herdís Þorvaldsdóttir, Elektra Ósk og Gabríela Jóna tala um undirbúning fermingarinnar, hvernig hægt er að keppa i kærleikanum og hvað ljós litur er hátíðlegur í fatnaði á fermingardaginn. Meira »

Er vandamál annarra þitt vandamál?

06:00 Ert þú stödd/staddur á þeim stað að vandamál einhvers nálægt þér er orðið að þínu vandamáli? Ertu komin/kominn með nóg af hegðun fólks sem hlustar illa? Ertu óánægður með stöðu þína í lífinu, út af öðru fólki? þá er þetta grein fyrir þig. Meira »

Tískufyrirmyndin Amber Valletta

Í gær, 23:59 Amber Valletta hefur löngum þótt ein fallegasta kona heims. Hún er fædd í Arizona og hefur starfað sem fyrirsæta, framleiðandi og leikkona allt sitt líf. Meira »

Hjólreiðar bæta kynlífið

Í gær, 21:00 Líklegt er að kynlíf kvenna hafi batnað með hjólaæðinu og fjölgun hjólastíga. Konur sem hjóla mikið eru með meiri kynhvöt en þær sem hjóla ekki. Meira »

Þrumustuð á fótboltafrumsýningu

í gær Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum var frumsýnd í Sambíóunum Egilshöll í gær, fimmtudag. Myndin er byggð á bók Gunnars Helgasonar og lék Gunnar á als oddi á frumsýningunni. Meira »

Edda Björgvins bauð í partí

í gær Edda Björgvinsdóttir og samstarfsfólk hennar tóku á móti gestum í Mun á Barónsstíg í tilefni útgáfu Styrkleikakortanna.  Meira »

Best klæddu konur Íslands

í gær Hefð hefur skapast fyrir því að velja best klæddu konur landsins árlega. Að þessu sinni var valið vandasamt enda fjölmargar íslenskar konur sem bera af þegar kemur að klæðaburði. Eftirfarandi er listi yfir þær sem komust á blað dómnefndar sem skipuð var af ritstjórn Tískublaðs Morgunblaðsins. Meira »

Hvati og Dóra selja í Vestmannaeyjum

í gær Fjölmiðlamaðurinn Sighvatur Jónsson eða Hvati eins og útvarpshlustendur þekkja hann hyggst flytja upp á land ásamt fjölskyldu sinni. Meira »

Taktu inn sama vítamín og Kim Kardashian

í gær Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er með þykkt og fallegt hár á höfðinu. Nú hefur hún ljóstrað því upp hver galdurinn á bak við þetta er. Meira »

Ósiðir kvenna eftir ræktina

í fyrradag Ekki fara allar konur í sturtu eftir æfingu, skipta um föt, drekka vatn og borða hollt. Sumar fara í sveittum buxum í næstu bílalúgu. Meira »

Sjálfstæðiskonur skemmtu sér

22.3. Landssamband sjálfstæðiskvenna hélt landsfundarhóf á Hótel Íslandi og þangað mættu um 150 konur. Hefð er að LS standi fyrir hófi fimmtudaginn fyrir landsfund og á því var engin breyting nú. Meira »

Gjafir fyrir fermingarstúlkuna

22.3. Verslanir landsins eru fullar af áhugaverðum gjöfum fyrir fermingarbarnið í dag. Eftirfarandi eru gjafahugmyndir sem ættu að koma að gagni. Meira »

Heitustu tæknivörurnar fyrir fermingarbarnið

22.3. Tækninni fleygir fram og það sem var heitasta tæknivaran á síðasta ári er svo sannarlega ekki það sama og nú.   Meira »

Heiðrún Anna heimsótt í Lundúnum

22.3. Baðherbergi Heiðrúnar Önnu Björnsdóttur tónlistarmanns í Lundúnum fékk yfir 100.000 læk á Pinterest. Baðherbergið hannaði hún sjálf frá grunni ásamt öllum öðrum rýmum á heimili sínu. Húsið er ákaflega fallegt og litríkt. Meira »

Komdu vel fyrir á fyrstu 5 mínútunum

21.3. Hversu snemma á að mæta í atvinnuviðtal? Ekki of snemma en ekki of seint heldur. Það þarf ekki bara að heilla ráðningastjórann líka fólkið í móttökunni til þess að landa draumastarfinu. Meira »

Einfalt ráð til að auka brennsluna

21.3. Einfaldasta leiðin velja þann tímaglugga að fasta sem þér hentar, 12 eða 14 klst sem dæmi. Þú þarft ekki að styðjast við Intermittent fasting á hverjum degi. Hugsaði bara með þér að borða ekkert 2-4 klst fyrir svefn á virkum dögum. Þar sem konur eru viðkvæmari fyrir blóðsykursójafnvægi en karlar m.a mæli ég því fremur með konur fasti í 12-14 klst fremur en lengur. Meira »

Katrín paraði saman grænt og grænt

22.3. Græn föt eru framarlega í fataskáp Katrínar hertogaynju. Við grænan kjól klæddist hún grænni kápu en ekki er lengra síðan en um síðustu helgi að hún klæddist dökkgrænni kápu. Meira »

Er algjör töskuperri

22.3. Birgitta Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi segist versla alltof mikið á netinu. Hún segist fara inn á Asos-appið nokkrum sinnum á dag og endar oft á því að kaupa sér bunka af fötum. Meira »

Pör sem gera þetta stunda meira kynlíf

21.3. Kynlífið batnar ekki bara við betri bólbrögð. Það er gott fyrir sambandið að skreppa til útlanda eða upp í bústað.   Meira »

Fermingargjafir sem breyta

21.3. Þegar kemur að því að gefa fermingarbörnum gjafir eru mörg okkar hugsandi yfir hvaða gjafir geta gefið börnunum í lífinu okkar nýtt og jákvætt sjónarhorn á lífið. Á fermingaraldri er unga fólkið okkar svo meðtækilegt fyrir heimspeki og jákvæðum boðskap. Meira »
Meira píla