Rússneskur lúxus á hótelinu við Svartahafið

Hótelið í Rússlandi er frábærlega staðsett, að minnsta kosti ef …
Hótelið í Rússlandi er frábærlega staðsett, að minnsta kosti ef maður vill komast á ströndina. Samsett mynd

Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóri KSÍ, greindi í dag frá gistiplönum íslenska landsliðsins í Rússlandi næsta sumar. Landsliðið og fylgdarlið þess mun gista á Hótel Nadezhda sem er fimm stjörnu hótel í strandbænum Gelendzhik við Svartahafið. 

Það er allt til alls á Hótel Nadezhda, stutt er á ströndina, tennisvöllur er á hótelinu og að sjálfsögðu er knattspyrnuvöllur í nágrenninu. Það eru fjórir veitingastaðir á hótelinu en það verður þó ólíklegt að strákarnir njóti góðs af því enda var íslenskur kokkur með í för á EM í fyrra. 

Eins og sést þá er stutt á ströndina.
Eins og sést þá er stutt á ströndina. ljósmynd/Booking.com

Miðað við myndirnar er nokkuð ljóst að stíllinn á hótelinu er töluvert frábrugðinn hótelinu í Annecy sem þeir gistu á á EM í Frakklandi. Það fer ekki fram hjá hótelgestum að þeir séu mættir til Austur-Evrópu enda virðast skandinavískir tískustraumar ekki hafa náð til Gelendzhik. Sérstaka eftirtek vekur veggfóður í einum veitingasalnum en þar má sjá hús í rússneskum stíl. 

Hótelið býður upp á fjölmarga gistikosti allt frá venjulegum hótelherbergjum upp í íbúðargistingu og þriggja herbergja villu. 

Veggfóðrið er rússneskt.
Veggfóðrið er rússneskt. ljósmynd/Booking.com
Matsalurinn er íburðarmikill.
Matsalurinn er íburðarmikill. ljósmynd/Booking.com
Hér getur verið gott að slaka á á milli leikja.
Hér getur verið gott að slaka á á milli leikja. ljósmynd/Booking.com
Skandinavískir tískustraumar hafa ekki náð til Rússlands.
Skandinavískir tískustraumar hafa ekki náð til Rússlands. ljósmynd/Booking.com
Allt í stíl.
Allt í stíl. ljósmynd/Booking.com
Hlýlegt herbergi.
Hlýlegt herbergi. ljósmynd/Booking.com
Sundlaugakosturinn er ekki slæmur.
Sundlaugakosturinn er ekki slæmur. ljósmynd/Booking.com
Innisundlaugin er stór.
Innisundlaugin er stór. ljósmynd/Booking.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál