Íbúð í Grafarvogi tekin í gegn

Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður fékk það verkefni að endurhanna 114 m² íbúð í Grafarvogi. Í samráði við eigandann ákvað Sæbjörg að sprautulakka skápahurðir og skipta um eldhúsinnréttingu og gólfefni. Hún sá líka um að velja húsgögn inn í íbúðina. 

„Íbúðin er vel skipulögð og því þurfti ekki að fara í miklar breytingar á veggjum en þó var hluti af vegg í eldhúsi tekinn til að fá sem mesta birtu inn. Í holi, sem nú er sjónvarpsrými, var bætt við veggstubb og glerveggur verður settur til að loka á rýmið en tapa ekki birtu. Skipt var um gólfefni og ljóst harðparket frá Agli Árnasyni sett á alla íbúðina nema forstofu. Þar voru flísar fyrir sem fengu að halda sér,“ segir Sæbjörg.

Einnig var skipt um allar innihurðir þar sem þær voru með rauðleitum við sem hentaði ekki nógu vel. „Fataskápar fengu að halda sér en voru sprautaðir hvítir í herbergjum en svartir í forstofu. Allir veggir og loft voru svo máluð í mjög ljósgráum tón, lit sem ég hef verið að blanda í Slippfélaginu og hentar mjög vel ef þú vilt ekki hvíta veggi en mjög ljósa samt,“ segir hún.

„Hjónaherbergið var svo málað dökkgrátt. Eldhúsið sem var fyrir fékk að fara þar sem skipulagið hentaði ekki nógu vel. Þar sem eigandinn er kona með tvær dætur og son sem er eiginlega farinn að heiman var mín nálgun að hafa rýmin kvenleg og elegant en með sterka kontrasta í húsgagnavali.“

Eldhúsinnréttingin er úr IKEA og vildi Sæbjörg hafa eldhúsið allt svart. Eldhúsið er úr nýju eldhúslínunni úr IKEA sem er mött svört.

„Svo bættust við tvær fljótandi hillur sem voru sérsmíðaðar og sprautaðar svartar og reyklitaðir speglar voru settir á milli, sitt hvorum megin, til að endurkasta birtunni. Höldur voru einnig gerðar svartar svo sem minnst bæri á þeim. Þar sem eldhúsið er til hliðar við stofu fannst mér ekki þurfa að setja venjulegt eldhúsborð og því létum við útbúa barborð úr stáli sem var svo gert hvítt og svartir Afteroom-barstólar frá Menu settir við til að fá kontrastinn á móti.“

Í stofu og eldhúsi er stór gluggaveggur sem tengir rýmin saman. Úr stofunni er útgengi út á pall. Sæbjörg lét sérsauma hvítar gólfsíðar hörgardínur sem ná yfir allt.

„Þannig nær birtan að komast í gegn en áferðin frá efninu skapar hlýleika á móti hreinum línum og svörtu eldhúsi. Hangandi ljósin yfir barborði eru svo frá Lýsingu og hönnun. Í stofunni er hetjan svo stórt málverk eftir Baltasar sem endurspeglar litapallettuna sem er gegnumgangandi í íbúðinni. Sófinn og hliðarborðið er frá Heimili og hugmyndum. Púðarnir eru frá Vigt. Við þetta er svo Bowl-borðið frá Mater og Cuba Easy Chair frá Carl Hansen. Stór motta úr Ilvu tengir rýmið svo saman. Í borðstofu er svo stórt hringborð frá Vigt, leðurstólar frá Tekk og Dahl-ljósið er frá Northern Lighting. Í sjónvarpsrými er blár flauelssófi frá Ilvu og gangborðið er frá Húsgagnahöllinni. Stóri spegillinn í anddyri er Circum-spegill frá Módern. Í hjónaherbergi eru náttborðin frá Epal og lamparnir frá IKEA. Lýsingin í íbúðinni var ekki nógu góð og því voru teknar kastarabrautir og sívalningsljós frá S. Guðjónsson.Í þessu verkefni fannst mér mikilvægt að hafa rýmin frekar ljós þar sem birtan er ekki mikil en skapa kontrasta á móti. Mér fannst einnig mikilvægt að eldhúsið yrði svona dökkt og dramatískt. Það hefði orðið frekar flatt ef það hefði bara verið hvítt.“

Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál