Nútímalegt 90's í Hvassaleiti

mbl.is/Kristinn Magnússon

Svava Kristín Gretarsdóttir hefur á örskömmum tíma komið sér vel fyrir í rúmgóðri íbúð í Hvassaleitinu. Íbúðina keypti hún með fjölskyldu sinni, sem býr þó stærstan hluta ársins í Vestmannaeyjum. 

„Íbúðin sjálf er rúmir 130 m² og sex herbergja. Við erum með aukaherbergi í kjallaranum og svo er bílskúr og geymsla á neðstu hæð. Upphaflega voru fjögur svefnherbergi í íbúðinni, en við stækkuðum herbergið mitt og bjuggum til fataherbergi,“ segir Svava Kristín og bætir við að íbúðin hafi verið mikið hólfuð niður, enda húsið byggt árið 1960. Skipulagið heillaði fjölskylduna engu að síður, þótt nokkrir veggir hafi fengið að fjúka til að opna rýmið.

„Við vorum að leita að íbúð í Hvassaleiti því við viljum hvergi annars staðar vera. Við biðum því róleg þar til það losnaði íbúð í götunni. Við fengum síðan afhent í júní og vorum flutt inn þremur vikum síðar. Það skilur enginn hvernig við fórum að þessu en við skiptum um allt gólfefnið, brutum niður veggi og máluðum. Ég mæli ekki með því að fá íbúð afhenta 1. júní. Það var ekki hlaupið að því að fá iðnaðarmenn, enda voru allir í sumarfríi. Við þurftum því að gera allt sjálf.“

Það er harla óvenjulegt að ungt fólk kaupi sér eign með fjölskyldumeðlimum sínum, Svava segir þó að fjölskyldan sé samrýnd.

„Það var ekki gerlegt fyrir mig eina að kaupa svona íbúð. Hún er ansi stór og ég hef ekkert við allt þetta pláss að gera. Mamma og pabbi eiga sitt svefnherbergi hér, og bræður mínir einnig. Það er alltaf jafn gaman þegar við erum öll hérna, við erum mjög góðir vinir. Ég fæ síðan góða hvíld frá þeim inn á milli, sem er gott,“ bætir hún við og skellir upp úr. En hver fær þá að ráða þegar kemur að því að innrétta heimilið.

„Ég fæ að ráða. Mamma fær að segja hvað henni finnst og stundum tek ég það til greina,“ segir Svava Kristín létt í bragði. „Í íbúðinni sem við bjuggum í áður vildi ég fá að mála allt dökkt. Þeim fannst það mjög skrýtið og voru föst í því að mála aðeins einn vegg. Margir halda að það minnki rými að mála í dökkum litum, en það er bara ekki þannig. Ég fékk þetta loks í gegn og þegar við fluttum hingað stungu þau upp á því að við myndum mála í sömu litum,“ segir Svava sem bæði málaði veggi og loft íbúðarinnar í dökkum litum.

„Þetta er ótrúlega kósí. Ég sef miklu betur eftir að ég málaði svefnherbergið dökkt. Mér finnst allir hlutir, myndir og annað, einnig njóta sín betur við dökka veggi,“ segir Svava Kristín, sem viðurkennir að huga þurfi að lýsingunni í dökkum rýmum.

,,Góð lýsing skiptir höfuðmáli hjá mér, enda íbúðin það dökk að það verður ansi dimmt hérna seinnipartinn. Ég þarf því oftar að hafa kveikt ljós, sem skilar sér í aðeins hærri rafmagnsreikningi. Það sleppur þó. Góð lýsing er líka svo skemmtileg og gerir mikið fyrir íbúðina. Á sínum tíma velti ég því mikið fyrir mér hvort ég ætti að hafa einhverja hvíta veggi en er mjög sátt við að hafa gert þetta svona.“

Svava Kristín Gretarsdóttir
Svava Kristín Gretarsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

Þegar Svava Kristín er beðin að lýsa stílnum á heimilinu segir hún hann töluvert blandaðan, nútímalegan og ögn karlmannlegan í senn. Blaðamaður er þó á því að húsráðendur hafi sótt töluverðan innblástur til tíunda áratugarins, sem Svava þrætir ekki fyrir.

„Ég fylgi tískunni smá, annað er eiginlega óhjákvæmilegt. Í dag er þó eiginlega allt í tísku. Ég heillast mikið af styttum, en það er allt úti í flottum styttum heima hjá mömmu og pabba, sem hefur líklega eitthvað að segja. Það getur þó verið erfitt að finna stórar og flottar styttur í dag,“ segir Svava Kristín og bætir við að nytjamarkaðir hafi þó gjarnan gefið vel.

Í stofunni er að finna veglegan myndavegg sem setur sterkan svip á íbúðina. Svava hefur lengi safnað fallegum myndum, og því kom fátt annað til greina en að stilla þeim upp á viðhafnarstað. Sara Dögg Guðjónsdóttir, innanhússhönnuður og vinkona Svövu, kom svo með faglegar ábendingar þegar herlegheitunum var raðað saman.

„Ég nýt góðs af því að eiga vinkonu sem er fær innanhússhönnuður. Ég var búin að setja nokkrar myndir upp á vegg, en hún sagði að við þyrftum að bæta aðeins við. Eftir að við hækkuðum myndavegginn alla leið upp í loft virðist veggurinn mun stærri. Hillan á bak við sófann er líka mjög skemmtileg, en þar getur maður stillt upp myndum og kertum.“

Myndirnar eru allar svart-hvítar, auk þess sem myndefnið er keimlíkt. Glöggir ættu einnig að geta fundið ljósmynd af Svövu sjálfri á veggnum.

„Þegar við vorum að hengja myndirnar upp tók ég eftir því að það eru bara myndir af konum á veggnum. Ég hélt mig því við það. Það er mikil pæling á bak við vegginn, enda leynast mörg naglaför á bak við rammana,“ segir Svava Kristín og bætir við að það hafi verið töluvert bras að púsla myndunum saman. En skyldi hún luma á góðum ráðum fyrir þá sem eru með myndavegg í smíðum?

„Ekki vera einn. Það er ekki hægt. Maður þarf að hafa einhvern til að stilla upp myndunum. Mér finnst heldur ekki virka að gera pappamót eftir römmunum, því myndirnar sjálfar verða að tengjast. Það er langbest að horfa á vegginn úr svolítilli fjarlægð og meta þetta þannig. Svo byrjar maður einfaldlega á einni mynd og vinnur sig út frá henni,“ segir Svava Kristín að endingu.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon

Konan fær fullnægingu í forleiknum

21:00 „Konan mín skipuleggur kynlíf einu sinni í viku. Forleikurinn snýst um að æsa hana og hún fær það alltaf áður en við hefjum samfarir.“ Meira »

Birgitta Haukdal og Ingó gerðu allt „kreisí“

18:00 Eitt fjölmennasta þorrablót landsins var haldið af Ungmennafélaginu Fjölni og var mikil stemning. Birgitta Haukdal, Ingó, Helgi Björns og Eyfi sungu ásamt Margréti Eiri. Meira »

Hvernig á að grennast án þess að æfa?

15:00 Spinning fimm sinnum í viku er ekki ávísun á minna mittisummál. Fjöldi fólks grennist án þess að stunda hefðbundna líkamsrækt enda skipta hlutir eins og mataræði og svefn líka máli. Meira »

„Sundið er algjört aðalatriði í lífi mínu“

12:00 Áslaug Friðriksdóttir gerir upp hús í sumarfríinu og á það til að vinna allt of mikið. Góð vinkona hennar tók hana í gegn og nú hlýðir hún fyrirmælunum og líður miklu betur. Meira »

Heillandi heimur í Hveragerði

09:00 Þetta huggulega einbýlishús er á einni hæð og staðsett í Hveragerði. Það er unun að skoða myndirnar og sjá hvernig húsgögnum er raðað upp á heillandi hátt. Meira »

Get ég breytt vondum samskiptum í lífi mínu?

06:00 „Ég er mikill aðdáandi félagsvísindakonu að nafni Bréne Brown en hún hefur stundað rannsóknir á þörfum okkar hvað samskipti varðar og hefur komist að áhugaverðum niðurstöðum þar. Hún talar um Béin 3 sem á enskunni útleggjast sem to be brave – to belong – to be loved, eða á íslensku að vera hugrakkur – að tilheyra og að vera elskaður. Meira »

Glitrandi kjólar allsráðandi

í gær Best klæddu konurnar á SAG-verðlaunahátíðinni áttu það sameiginlegt að mæta í glitrandi kjólum.   Meira »

Umdeildustu kjólarnir á SAG

Í gær, 23:59 Allt nema svart var áberandi á rauða dreglinum fyrir SAG-verðlaunin. Stjörnurnar voru litaglaðar þennan sunnudaginn en það tókst misvel hjá þeim. Meira »

Þjálfari Kardahsian veitir fjögur góð ráð

í gær Þrátt fyrir að rassummál Kim Kardashian sé ekki lítið þá er sagan allt önnur þegar kemur að mittinu. Stjarnan hefur sjaldan verið í jafngóðu formi og þakkar þjálfaranum sínum, Melissu Alcantara, fyrir hvatninguna. Meira »

61 fm krútthús í Hafnarfirði

í gær Húsin gerast ekki mikið sætari en þetta 61 fm hús sem stendur við Kirkjuveg 13. Í húsinu er hver einasti fermetri nýttur til fulls. Meira »

Allt á útopnu á þorrablótinu

í gær Þorrablót Aftureldingar var haldið á laugardagskvöldið í Varmá í Mosfellsbæ. Stuð og stemning var á liðinu.   Meira »

10 lífsreglur Móður Teresu

í gær Móðir Teresa var kærleiksboðberi sem tileinkaði þeim allra fátækustu líf sitt. Hún breytti samtíma sínum og kenndi öðru fremur auðmýkt og ást. Í lifandi lífi leit hún ekki á sig sem leiðtoga, en vildi að verkin sem hún vann með höndum tveimur, myndu sannfæra fólk um að hver og einn skiptir máli. Meira »

Sjóböð og áhrif þeirra á heilsuna

í gær Viðar Bragi Þorsteinsson starfar hjá Íslenskri erfðagreiningu og hefur stundað sjóböð vikulega í 13 ár, eða frá árinu 2004.  Meira »

Ráðgjöf eykur persónulegan vöxt

21.1. Kári Eyþórsson er vinsæll fjölskyldu- og einstaklingsráðgjafi sem hefur starfað við fagið í yfir 25 ár. Hann rekur Ráðgjafaskólann og hefur lagt sitt af mörkum í gegnum árin til að efla þekkingu og skilning fólks á því hvernig hægt er að nota ráðgjöf til að þroskast og eflast í lífinu. Meira »

Að finna bestu leiðina

21.1. Þær Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, og Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður hafa vakið athygli víða með nýrri leið til stefnumótunar sem kallast Design Thinking. Þær halda námskeið á vegum Opna háskólans um þessa aðferð. Meira »

Með ósamstæða eyrnalokka

21.1. Það glitti í töffarann Meghan Markle þrátt fyrir fágaða kápu frá Stellu McCartney þegar hún heimsótti Cardiff. Meghan hættir ekki að fylgjast með tískunni þrátt fyrir að vera að ganga í bresku konungsfjölskylduna. Meira »

Undir kjólnum leyndist typpi

í fyrradag „Ég fór heim með konu sem ég hitti á næturklúbbi. Ég varð hissa þegar við fórum úr fötunum og sá að hún var með karlkynskynfæri. Þetta var mjög óvænt en við skemmtum okkur þó vel í rúminu.“ Meira »

Hverju má ekki gleyma í eldhúsbreytingum?

21.1. Að skipta út innréttingunni, brjóta niður vegg og setja eyju eða henda efri skápunum og setja hillur. Hvað skiptir mestu máli þegar eldhúsið er tekið í gegn? Meira »

Er löngun þín í sætindi eða mat stjórnlaus?

21.1. Esther Helga Guðmundsdóttir er einn virtasti sérfræðingur landsins þegar kemur að matarfíkn. Hún er eftirsóttur fyrirlesari hér heima og erlendis og hefur í áraraðir veitt matarfíklum ráðgjöf og meðferðir í gegnum MFM Matarfíknarmiðstöðina. Meira »

6 heimspekingar gefa ráð sem virka

21.1. Forngrísk heimspeki kemur reglulega upp á yfirborðið. Við tókum saman lista um sjö leiðir sem hægt er að fara í anda sjö heimspekinga, til að öðlast meira nærandi og gefandi líf. Meira »