Björgvin keypti lúxusíbúð í 101

Björgvin Guðmundsson, einn af eigendum Kom.
Björgvin Guðmundsson, einn af eigendum Kom.

Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Viðskiptablaðsins og einn af eigendum KOM, festi kaup á glæsilegri hæð í Vesturbænum. Með kaupunum varð hann nágranni Kristínar Þorsteinsdóttur og Skapta Jónssonar. Íbúðin stendur við Ásvallagötu 26 í Reykjavík en hún er vönduð og glæsileg. Fiskibeinaparket prýðir stofu og borðstofu og í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting og eyja eins og er svo móðins núna. Vatnsblátt gler setur svip sinn á eldhúsið. 

Smartland fjallaði um íbúðina í maí á þessu ári en Björgvin festi kaup á íbúðinni í júlí. Íbúðin er 148 fm að stærð en húsið sjálft var byggt 1949. Húsið er á fjórum hæðum, kjallari, hæð, efri hæð og ris. 

Björgvin býr á hæðinni en fyrir ofan hann búa Kristín, ritstjóri Fréttablaðsins, og eiginmaður hennar, Skapti Jónsson. 

Eldhúsið í íbúðinni er glæsilegt.
Eldhúsið í íbúðinni er glæsilegt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál