Jón Gunnar og Fjóla selja íbúðina

Fjóla Katrín Steinsdóttir og Jón Gunnar Geirdal.
Fjóla Katrín Steinsdóttir og Jón Gunnar Geirdal.

Jón Gunnar Geirdal og Fjóla Katrín Steinsdóttir hafa sett íbúð sína við Rjúpnasali á sölu. Smartland fylgdist með því á sínum tíma þegar Arnar Gauti tók svefnherbergi þeirra í gegn en það var parketlagt og gert ansi huggulegt. 

„Svefn­her­bergið þeirra var plain eins og svo mörg önn­ur og ákváðum við að gera það hlý­legt með smá twisti.  Ég byrjaði á að par­ket­leggja vegg­inn á bak við rúmið. Ég hef oft gert til­raun­ir með plast­p­ar­keti frá IKEA og er það mjög auðvelt í upp­setn­ingu hvort sem það er á gólf, loft eða veggi. Það set­ur skemmti­leg­an svip á bak við rúmið,“ sagði Arnar Gauti í samtali við Smartland. 

Arn­ar Gauti kann að meta grá­sprengda lit­inn á par­ket­inu. Og þegar búið var að par­ket­leggja vegg­inn var farið í það að mála her­bergið í grá­um mjúk­um tón. Það er að segja allt, nema loftið. Lit­ur­inn heit­ir Pigieon-gray og kem­ur úr Slipp­fé­lag­inu. Lit­ur­inn sem Arn­ar Gauti valdi er með 15% gljáa en þó með mattri áferð. 

Jón Gunn­ar og Fjóla fjár­festu í nýju rúmi frá Betra baki en það er í stærðinni 180X200 með svart­klædd­um botni. 

Íbúðin sjálf er vel skipulögð og fín. Hún er 108 fm að stærð og stendur í húsi sem byggt var 2003. Eldhúsið er opið inn í stofu með fínni viðarinnréttingu og parket er á gólfum. 

Af fasteignavef mbl.is: Rjúpnasalir 10

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál