Grænir veggir mest móðins núna

Eftir að Íslendingar föttuðu að það væri töff að mála hjá sér veggina í öðrum en hvítum lit hafa heimilin í landinu tekið miklum breytingum. Fyrir nokkrum árum var grátt málið, svo kom blái liturinn inn og varð mjög vinsæll á síðasta ári en nú er það grænt. 

Liturinn gyðjugrænn er litur augnabliksins hjá Slippfélaginu. Hann er dökkgrænn og smart og passar óskaplega vel við allt brassið (gullið) sem er svo móðins núna. Það er ákveðinn hátíðleiki yfir þessum gyðjugræna og einhvern veginn passa flauelshúsgögn og grænn marmari ákaflega vel inn í þetta þema. 

Gyðjugrænn er litur augnabliksins í Slippfélaginu. Hrefna María Ómarsdóttir segir …
Gyðjugrænn er litur augnabliksins í Slippfélaginu. Hrefna María Ómarsdóttir segir að græni liturinn sé að taka við af bláa litnum.

Hönnunarteymi Slippfélagsins setti saman þennan gyðjugrænan og er hann strax orðinn vinsæll á heimilum landsmanna. 

„Að finna hinn sanna djúpa tón með réttum blæ tók þó nokkrar tilraunir en í því ferli var litunardeild okkar í lykilhlutverki, starfsmenn okkar þar búa að hæfni og reynslu sem er einstök. Eftir töluverðar tilraunir í litablöndun fannst loks hinn sanni græni litur augnabliksins,“ segir Hrefna María Ómarsdóttir, markaðsstjóri Slippfélagsins. 

Hún segir jafnframt að grænir tónar séu það sem fólk vill núna hvort sem liturinn er gyðjugrænn eða örlítið ljósari.

„Svipað og með drottningabláan sem er búinn að vera rosalega vinsæll undanfarin misseri eru alltaf einhverjir sem velja að taka litinn aðeins ljósari en í sama tóninum,“ segir Hrefna María.

Græna byltingin er ekki séríslensk heldur má sjá áhrifin á alheimsvísu. Sunday Times birti til dæmis þessa mynd á Instagram-síðu sinni og lýsir myndin vel þeirri stemningu sem er svo eftirsótt núna. 

Hrefna María Ómarsdóttir, markaðsstjóri Slippfélagsins.
Hrefna María Ómarsdóttir, markaðsstjóri Slippfélagsins.
Hér er forstofan máluð í dökkgrænum lit í þessum emerald-tón. …
Hér er forstofan máluð í dökkgrænum lit í þessum emerald-tón. Þessi litur passar vel við svart.
Hér er búið að lakka bókaskápinn í sama lit þannig …
Hér er búið að lakka bókaskápinn í sama lit þannig að hann falli vel inn í umhverfið.
Grænt inni í hjónaherbergi er góð hugmynd.
Grænt inni í hjónaherbergi er góð hugmynd.
Flöskugræn flauelsrúmteppi eru heillandi.
Flöskugræn flauelsrúmteppi eru heillandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál