Jólatré á hvolfi vinsæl

Karl Lagerfeld skreytti jólatré á hvolfi í andyri hótels í …
Karl Lagerfeld skreytti jólatré á hvolfi í andyri hótels í London. skjáskot/Instagram

Tískustraumar eru í jólaskreytingum eins og öðru. Jólatré á hvolfi þykja afar flott í ár en hægt er að kaupa slík tré í verslunum erlendis. 

New York Post greinir frá því að jólatré á hvolfi skjóti nú upp kollinum á sífellt fleiri stöðum. Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld skreytti nýverið jólatré á Claridge's hótelinu í London. Þrátt fyrir að tréð snúi óvenjulega er það stórglæsilegt. 

Siðurinn er reyndar ekki nýr en hann má rekja allt til Mið-Evrópu á tólftu öld þar sem toppurinn vísaði niður vegna hinnar heilögu þrenningar. í dag er hins vegar hefð fyrir því toppurinn vísi til himins og þar með himnaríkis. 

Þessi nýja tíska er ekki bara fyrir hótel og aðra opinbera staði. Venjulegt fólk getur fjárfest í gervijólatré á hvolfi. Í Target í Bandaríkjunum er meðal annars hægt að fá rúmlega tveggja metra hátt gervijólatré. Eins og sést á myndinni er jólatrésfóturinn á toppi trésins. 

Jólatré á hvolfi er hægt að kaupa í mörgum verslunum …
Jólatré á hvolfi er hægt að kaupa í mörgum verslunum vestanhafs. Skjáskot/Target
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál