Guðrún Sverris selur húsið

Guðrún Sverrisdóttir hárgreiðslumeistari á hárgreiðslustofunni Cleó hefur sett glæsilegt raðhús sitt í Garðabæ á sölu. Um er að ræða tveggja hæða 188 fm raðhús. Húsið var byggt 2002 og er innréttað á smekklegan hátt. 

Björn Skaftason arkitekt hannaði allt húsið að innan og er mikið lagt í innréttingar og lýsingu. Á gólfum er náttúrugrjót og eru loft víða tekin niður til að koma fyrir innfelldri lýsingu. Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með svörtu graníti. 

Guðrún er mikil smekkkonan og hefur komið sér vel fyrir í húsinu eins og sést á myndunum. 

Af fasteignavef mbl.is: Klettás 15

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál