Langar þig að vinna hönnun Eames?

Hang it all snagarnir í tveimur litum í sömu forstofu.
Hang it all snagarnir í tveimur litum í sömu forstofu.

Bandarísku Eames-hjónin eiga heiðurinn af mörgum fallegustu hönnunarvörum sem framleiddar eru í dag. Smartlannd og Penninn ætla að gefa heppnum lesendum smávöru frá Pennanum en verslunin selur ekki bara vörur frá Eames heldur líka Vitra. Vitra framleiðir vörur frá þekktum hönnuðum á borð við Georg Nelson og Bouroullec bræðurna svo einhverjir séu nefndir. 

Eames House Bird er mikið stofustáss.
Eames House Bird er mikið stofustáss.

Hönnunaráhugafólk og fagurkerar hefðu flestir ekkert á móti því að eignast Eames House Bird sem prýddi hús Eames hjónanna í yfir 50 ár en þau notuðu fuglinn í fjölmörgum útstillingum á hönnun sinni. 

Hang it all eftir Eames-hjónin.
Hang it all eftir Eames-hjónin.

Snagarnir Hang it all - multicolor eftir Eames-hjónin er líka í sérstöku uppáhaldi en þetta fatahengi passar einhvern veginn inn í hvaða rými sem er en hjónin hönnuðu það 1953. Hengið var upprunalega hannað til að hvetja börn til að „hengja allt upp“. 

Marglit Ball Clock eftir Georg Nelson.
Marglit Ball Clock eftir Georg Nelson.

Marglit Ball Clock eftir Georg Nelson gerir hvert heimili meira spennandi. Þú gætir unnið þessa klukku í þessum gjafaleik. Þetta er ein af mörgum klukkum sem hannaðar voru af George Nelson á árunum 1948-1960. Hún fæst einnig appelsínugul, rauð, svört/brass og í beyki.

Uten Silo spjaldið fæst í Pennanum.
Uten Silo spjaldið fæst í Pennanum.

Uten Silo spjaldið er ein mesta snilld sem hönnuð hefur verið. Uten Silo er fjölnota vegghirsla hönnuð árið 1969 af Dorothee Becker. Hirslan er úr plasti og fæst í 2 stærðum: 87x67 og 68x52 . Einnig fáanleg í 3 litum; hvítu, svörtu og rauðu. Þessi græja gerir það að verkum að dral heimilisins verður forkunnarfagurt þegar búið er að hengja það upp á vegg. 

Algue greinarnar eru mikil prýði.
Algue greinarnar eru mikil prýði.

Þú gætir líka unnið Algue plastþangið sem hannað er af Bouroullec bræðrunum árið 2004. Einingarnar fást 25 stk í kassa og eru festar saman með plast töppum. Hver eining er um 26x32 sm að stærð og þær fást í 7 mismunandi litum.

Það sem þú þarft að gera er að fara inn á vef Pennans, velja þann hlut sem þig dreymir um í smávöruhlutanum og pósta honum á facebook-síðu Smartlands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál