10 athyglisverðustu heimilin 2017

Heimili Ólafs Stefánssonar og Kristínar Soffíu Þorsteinsdóttur fór á sölu …
Heimili Ólafs Stefánssonar og Kristínar Soffíu Þorsteinsdóttur fór á sölu en húsið stendur við Sjafnargötu 14. Húsið er óselt.

Íslendingar hafa mikinn áhuga á fasteignum og skoruðu fasteignafréttir hátt á Smartlandi 2017. Hverjir keyptu af hverjum og hverjir seldu hvað vekur alltaf áhuga fólks eins og þessi listi sýnir. 

Fréttin um það hvort öll heimili væru eins er ein mest lesna frétt ársins. Það er kannski engin furðu því margir höfðu áhuga á þessari samantekt. 

Svo voru það þættirnir Heimilislíf á Smartlandi sem slógu öll met og augljóst að lesendur hafa mikinn áhuga á fólki og heimilum þeirra. 

Íbúð nokkur við Mýrargötu 26 vakti mikla athygli á árinu en íbúðin er hönnuð á framúrskarandi hátt. Allt innbú spilar vel saman og frumlegheitin allsráðandi. Það er frískandi að upplifa það því okkur hættir til að vilja alltaf eiga allt eins og nágranninn. 

Svo var það 30 fm bílskúr í Breiðholti sem breytt var í íbúð af hagsýnum foreldrum. Soninn vantaði nefnilega íbúð. Það er augljóst af lestrinum á þessari frétt að fólk er að leita nýrra leiða til að nýta fermetrafjölda sinn betur. Bílskúr eru mögulega dýrustu fermetrar sem hægt er að kaupa. Þar að segja ef bílskúrinn er bara notaður fyrir drasl sem safnast hefur upp. Það mættu fleiri taka Rakel Hrund Ágústsdóttur og mann hennar sér til fyrirmyndar. 

Svo voru það hjónin á veitingastaðnum Horninu sem ákváðu að selja einbýli sitt í Skerjafirði. Húsið er smekklegt og fallegt eins og sést á myndunum. 

Hand­bolta­stjarn­an Ólaf­ur Stef­áns­son og kona hans Krist­ín Soffía Þor­steins­dótt­ir settu einbýlishús sitt við Sjafnargötu í Reykjavík á sölu og vildu fá 220 milljónir fyrir það. Húsið er enn óselt. 

Svo var það Guðmundur Kristjánsson í Brimi sem keypti hús nágranna síns og á nú allavega tvö hús ef ekki fleiri á sama bletti. 

Einn vinsælasti innanhússarkitekt landsins, Rut Káradóttir, komst í fréttir á árinu með sumarhús sitt á Eyrarbakka. Húsið er svo sjarmerandi og fallegt og ekki skemmir staðsetningin neina stemningu. Það kom ekki á óvart að lesendur hefðu áhuga á húsinu. 

Anna Sigurlaug Pálsdóttir seldi einbýlishús sitt í Breiðholti og var það myndlistarkonan Guðrún Elín sem keypti húsið. 

Svo var það stjarnan í Ellý, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem ákvað að setja íbúð sína á sölu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál