„Glamúrinn hefur þroskast“

Hjörtur Matthías Skúlason hönnuður starfar í Lumex.
Hjörtur Matthías Skúlason hönnuður starfar í Lumex. mbl.is/Styrmir Kári

Hjörtur Matthías Skúlason, hönnuður og starfsmaður Lumex, segir að hönnunarheimurinn sé að breytast töluvert. Hann segir að glamúr dagsins í dag sé allt öðruvísi en hann var áður. Í dag vilji fólk meiri klassa. 

„Það sem einkennir svolítið hönnunina í dag er hvernig hátækniframleiðsluaðferðir blandast við klassíska handverkið. Stóllinn Shift Dining Chair frá MOOOI eftir Jonas Forsman er gott dæmi um það og líka Bon Jour Versailles-lampinn frá FLOS eftir Philippe Starck. Sá lampi er byggður á klassískum formum, er léttur og meðfærilegur LED-lampi,“ segir Hjörtur og bætir því við að marmari hafi sjaldan verið vinsælli eins og sjá megi í mörgum vörum eins og mortelnum frá Tom Dixon. Auk þess kemur brassið sterkt inn. 

Er fólk að sækja í öðruvísi húsmuni nú en áður?

„Fólk er ekkert endilega að sækja í eitthvað öðruvísi, frekar er fólk að skoða meira gæði hlutanna og kaupa sér góða vandaða hluti sem endast,“ segir hann. 

Hjörtur segir að nýja Tom Dixon-línan byggi á þjóðararfi, gömlum menningarhefðum og handverki sem hönnuðurinn færir yfir á okkar tíma. 

„Í Ecletic-línunni kallar hann eitt afsprengið London. Þar er leitast við að fanga karakter Lundúnaborgar, rauður múrsteinn og grösugir garðar. Wing Back Chair er einnig skemmtileg skírskotun í þjóðararfinn hjá Bretum þar sem hinn klassíski herragarðs-hægindastóll fær mýkri línur og sterkan prófíl. Bump-línan er sjarmerandi skírskotun til tilraunastofunnar, handgert og blásið gler og litaval sem minnir á umbreytingu efna tilraunastofunnar,“ segir Hjörtur. 

 Er glamúrinn að koma aftur alveg á fulla ferð?

„Glamúrinn er vissulega til staðar í innanhússhönnun í dag. Mér finnst glamúrinn þó hafa þroskast. Glamúrinn er að verða stílhreinni í formum og fágaðri efni að taka yfir, flauel, ull, málmar og steinn eins og marmari eru áberandi núna,“ segir hann. 

Hjörtur er ákaflega smekklegur í alla staði. Þegar hann er spurður hvernig hann skreyti fyrir jólin segist hann alltaf vera með lifandi jólatré. 

„Ég á gott safn af antik-jólakúlum sem fara á tréð. Undanfarið hef ég líka verið með alvörukerti á trénu því ég mjög erfitt með ljósaseríur. Ég set tréð upp rétt fyrir jól og hendi því út strax eftir jólin. Ég á svolítið erfitt með of mikið glingur inni á heimilinu fyrir jólin.“

Hvernig getum við poppað upp heimilið án þess að henda öllu út?

„Þegar sú tilfinning hellist yfir mann að heimilið sé „boring“ þá er mikilvægt að endurraða og hvíla suma hluti. Oft kemur þessi tilfinning þegar ákveðnir staðir í íbúðinni eru hlaðnir of miklu dóti. Ef hlutir hafa ekki tilgang þá eiga þeir að finna sér nýtt heimili. En það sem lífgar upp á heimilið er ljós. Að gefa heimilinu nýjan lampa getur oft gjörbreytt „moodinu“. Ég hef oft sagt það áður að hver stofa þarf að hafa loftljós, borðlampa og gólflampa því þetta er bara heilög þrenning,“ segir hann og hlær. 

Shift Dining Chair frá Moooi er úr hiteck-prjónaefni.
Shift Dining Chair frá Moooi er úr hiteck-prjónaefni.

Er einhver hlutur sem gerir hvert heimili meira spennandi?

„Ég er algjör ljósa- og stólasjúklingur. Svo fyrir mér þá er það borðstofuljósið sem er ein aðalprýði hússins enda er borðstofan hjarta heimilisins þar sem fjölskyldan, vinir og ættingjar koma saman og eyðum við mörgum af bestu stundum ævinnar þar. Að eiga alla vega einn góðan hægindastól er algjört möst og eitthvað sem allir eiga skilið að eiga, einn fallegan til að slaka á í eftir vinnudaginn,“ segir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál